Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 189
189
segir hann frá því að Noregskonungur, sem ekki er nefndur, hafi einnig
gert innrás í England þar sem hann taldi að jafn öflugt ríki ætti ekki að
vera undir stjórn veiks konungs en aðalsteinn hafi keypt sér frið með því
að fóstra Hákon son hans og gera hann að erfingja sínum. Hákon gerð-
ist þannig konungur á Englandi og í Noregi en Haraldur Gormsson gróf
undan ríki hans með því að styðja uppreisnarmenn gegn honum í noregi.67
Saxo byggir hér greinilega á svipuðum munnmælum og norskar kon-
ungasögur en hann segir mun meira frá Aðalsteini. Allt er það þó á skjön
við samtímaheimildir og þá sagnaritunarhefð sem þróaðist um Aðalstein í
Englandi. Þar með er ekki sagt að norsku konungasögurnar séu endilega
traustari heimildir en Gesta Danorum. Helsti munurinn á vitnisburði þeirra
er sá að norsku konungasögurnar fjalla um hluti sem ekki eru nefndir í
neinum samtímaheimildum en Saxo segir hins vegar frá hlutum sem einnig
er fjallað um í samtímaheimildum og reynist þá iðulega fara rangt með
staðreyndir.
í norrænum konungasögum frá lokum 12. aldar birtist Aðalsteinn
sem sannkristinn konungur en ekki er mikið sagt frá hernaðarafrekum
hans. Meginþráðurinn sem honum tengist er að hann hafi fóstrað son
Noregskonungs, sem hafi verið ætlað að kynna sér enska siði. Hákon
Noregskonungur verður því þriðji Aðalsteinsfóstrinn, til viðbótar við
þá Loðvík í Frakklandi og Alanus í Bretagne. í Historia Norvegiae er
aðalsteinn beinlínis kallaður kennari (pædagogus) og talað um menntun
Hákonar hjá þessum sannkristna konungi. Sagan af honum er miðuð við
þarfir orðræðusamfélagsins þar sem hún var rituð. Fóstrið tengir hina
heiðnu fortíð noregs við enska siðmenningu en aðalsteinn er persónugerv-
ingur hennar.68 Saxo nálgast hins vegar þessa sögu út frá öðru sjónarmiði
þó að hann byggi á sama sagnaarfi og norsku konungasagnaritararnir. í
meðförum hans verður Aðalsteinn falskur og huglaus, en Danakonungar
67 Saxo Grammaticus, Gesta Danorum – Danmarkshistorien, 2 bindi, útg. Karsten Friis-Jensen
og Peter Zeeberg, (Kaupmannahöfn: Det Danske Sprog og Litteraturselskab & Gads
Forlag, 2005), I 616, 618, 622, 624.
68 Þessi tenging verður augljós í Bretasögum Hauksbókar þar sem ættir Bretakonunga eru
raktar frá Eneasi og Trójumönnum en þeim lýkur á því að Englandskonungar eru taldir
upp fram á daga aðalsteins en „hann fóstraði Hákon son Haralds konungs hárfagra.“
Hauksbók, útg. finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson (Kaupmannahöfn: thieles Bogtrykkeri,
1892–1896), 302. Þannig færist konungsvald og siðmenning frá tróju til Ítalíu til Bretlands
og þaðan til Noregs, með Aðalstein sem millilið.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar