Gripla - 20.12.2018, Side 191
191
raun nákvæmlega eins og sú sem Snorri Sturluson stundaði á 13. öld og
ræðir í formála Heimskringlu.69
Þegar kemur að kvæðum um Hákon Aðalsteinsfóstra ber hæst tvö
lengri kvæði sem sögð eru vera frá 10. öld, Hákonardrápu eftir Guttorm
sindra og Hákonarmál eftir Eyvind skáldaspilli. Í hvorugu kvæðinu er
Hákon nefndur Aðalsteinsfóstri og í þeim er ekki að finna neinar tilvísanir
til aðalsteins Englandskonungs. Hákonardrápa er varðveitt í Heimskringlu
en í því kvæði er Hákon raunar aldrei nefndur sjálfur þannig að eina
ástæðan fyrir því að hægt er að tengja kvæðið við hann er að það er notað
í sögu hans í Heimskringlu.70 Vísað er í Hákonarmál bæði í Fagurskinnu
og Heimskringlu og Hákon er nefndur í því kvæði en hvorki er föðurnafn
hans nefnt né er hann kallaður Aðalsteinsfóstri.71 Mikið er af heiðnum
tilvísunum í kvæðinu sem bendir til hás aldurs þess en það veitir engar
vísbendingar um að Hákon hafi verið alinn upp hjá kristnum konungi.
Enginn konungur er kallaður Hákon Aðalsteinsfóstri í neinu kvæði
sem talið er vera frá 10. öld en í einu kvæði frá 11. öld, Bersöglisvísum
Sighvats Þórðarsonar, er minnst á Aðalsteinsfóstra.72 Líkt og hin kvæðin
er það einungis varðveitt innan konungasagna. Ekki kemur fram í kvæðinu
hver Aðalsteinn hafi verið eða að Hákon hafi dvalið í Englandi. Jafnvel þótt
kvæðið væri jafn gamalt og það er talið vera, frá því um 1040, er það því
ekki heimild um annað en að Hákon Noregskonungur hafi verið kallaður
Aðalsteinsfóstri 100 árum eftir að hann var talinn hafa ríkt. Rökin fyrir því
að Aðalsteinn fóstri Hákonar hafi verið Englandskonungur er ekki hægt að
sækja í kvæðið sjálft; það mætti allt eins halda því fram að sagnir um upp-
eldi Hákonar hjá Englandskonungi hafi komið upp vegna viðurnefnisins,
eftir að menn gleymdu hver sá Aðalsteinn var sem fóstraði Hákon í raun
eða var talinn hafa fóstrað hann um miðja 11. öld.
Vitnisburður dróttkvæða um Hákon Aðalsteinsfóstra er því frekar
rýr enda er fátt í Fagurskinnu og Heimskringlu sem tengist Aðalsteini
sem virðist vera sótt í aðrar heimildir en hinar eldri konungasögur.
69 Heimskringla I, útg. Bjarni aðalbjarnarson, Íslenzk fornrit XXVI (reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 1941), 5–7.
70 Heimskringla I, 157–161, 174–175, 180–181.
71 Heimskringla I, 193–197; Ágrip af Nóregskonunga sǫgum, 86–95.
72 Morkinskinna I, útg. Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson, Íslenzk fornrit
XXIII (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2011), 33–34; Heimskringla III, útg. Bjarni
aðalbjarnarson, Íslenzk fornrit XXVI (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 1951), 27.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar