Gripla - 20.12.2018, Page 193
193
þessu samhengi og virðast sagnaritararnir hafa talið að ríki Eiríks hafi hvílt
að einhverju leyti á þeim sögulega arfi.
Efnislega bæta yngri konungasögur litlu við vitnisburð eldri kon-
ungasagna um fóstur Hákonar hjá Aðalsteini. Túlkunin á fóstrinu breyt-
ist þó þar sem tilgangurinn er ekki lengur sagður að mennta Hákon í
kristnum siðum Englendinga heldur er Aðalsteinn gabbaður til þess að
taka við honum. Hér má sjá svipað viðhorf og hjá Saxo, að reynt er að
minnka hlut Aðalsteins á kostnað norrænna konunga. Þetta tengist nýjum
viðhorfum í norska konungsríkinu á fyrri hluta 13. aldar þar sem ekki
skipti lengur máli að aðlaga ríkið að evrópskum gildum heldur skipti meira
máli að sýna fram á að Noregskonungur væri konungur meðal konunga og
jafngildur konungum á meginlandi Evrópu. um þetta snerust öll samskipti
Hákonar Hákonarsonar við aðra evrópska konunga, sem lýst er rækilega
í Hákonarsögu.
Ein er þó sú saga frá 13. öld þar sem aðalsteini er enn þá hampað. Það
er Egils saga. Verður nú litið á vitnisburð hennar sem er heldur frábrugðinn
því sem kemur fram í konungasögum frá svipuðum tíma.
Aðalsteinn hinn trúfasti
í Egils sögu er einnig sagt frá Aðalsteini og þekkir höfundur sögunnar
einnig til annarra Englandskonunga því að þar segir að Elfráður ríki hafi
verið „fyrstr einvaldskonungr yfir Englandi sinna kynsmanna,“ en sonur
hans hafi verið Játvarður „faðir Aðalsteins ins sigrsæla, fóstra Hákonar
ins góða.“76 Síðan segir frá ófriði sem Aðalsteinn átti í við aðra konunga á
Bretlandseyjum:
En er aðalsteinn hafði tekit konungdóm, þá hófusk upp til ófriðar
þeir hǫfðingjar, er áðr hǫfðu látit ríki sín fyrir þeim langfeðgum,
þótti nú, sem dælst myndi til at kalla, er ungr konungr réð fyrir ríki;
váru þat bæði Bretar ok Skotar ok írar. En Aðalsteinn konungr safn-
aði herliði at sér ok gaf mála þeim mǫnnum ǫllum, er þat vildu hafa
til féfangs sér, bæði útlenzkum ok innlenzkum.77
76 Egils saga Skalla-Grímssonar, 127. Um heimildir Eglu fyrir þessu sjá Bjarni Einarsson,
Litterære forudsætninger for Egils saga, rit 8 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1975),
234–235.
77 Egils saga Skalla-Grímssonar, 128.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar