Gripla - 20.12.2018, Qupperneq 194
GRIPLA194
Síðan segir frá því að Egill Skalla-Grímsson og Þórólfur bróðir hans gengu
í lið Aðalsteins. Segir í sögunni að „Aðalsteinn konungr var vel krist-
inn; hann var kallaðr Aðalsteinn inn trúfasti.“78 Frá mótstöðumönnum
Aðalsteins er sagt að helsti andstæðingur hans hafi verið ólafur rauður,
konungur á Skotlandi, „hann var skozkr at fǫðurkyni, en danskr at móð-
urkyni ok kominn af ætt Ragnars loðbrókar; hann var ríkr maðr. Skotland
var kallat þriðjungur ríkis við England.“79 Hér er þeim ólafi Guðröðarsyni
og Constantinusi Skotakonungi slegið saman í einn mann og leggst þar
lítið fyrir mann sem var mikill áhrifavaldur á sögu Norðimbralands á 10.
öld.80 Einnig segir frá því að tveir bræður sem réðu yfir Bretlandi (Wales),
Hringur og aðils, hafi gengið til liðs við Ólaf „og hǫfðu þeir þá ógrynni
liðs“.81 Þetta gæti verið byggt á eldri heimildum um að konungur Kymra
hafi verið meðal andstæðinga Aðalsteins við Brunanburh en annars er sagan
um Hring og Aðils eins og hún er sögð í Eglu að mestu leyti nýsmíð.82
Um samherja Aðalsteins segir það helst að hann hafi sett yfir Norð-
imbraland „jarla tvá; hét annarr Álfgeirr, en annarr Goðrekr; þeir sátu
þar til landvarnar, bæði fyrir ágangi Skota ok Dana eða Norðmanna, er
mjǫk herjuðu á landit ok þóttusk eiga tilkall mikit þar til lands, því at á
norðimbralandi váru þeir einir menn, ef nǫkkut var til, at danska ætt
átti at faðerni eða móðerni, en margir hvárirtveggju.“83 Segir frá því að
Goðrekur hafi fallið fyrir Skotakonungi en Álfgeir leitað á fund aðalsteins.
Ekki segir nánar frá sveitarhöfðingjum Aðalsteins en þó er tekið fram að
78 Sama stað.
79 Sama rit, 129.
80 Eins og Matthew townend hefur bent á: „Óláfr‘s varied and successful career has been
reduced in old norse tradition to a single straightforward role as the primary enemy
of athelstan, in a battle which is clearly to be identified with Brunanburh but the site of
which is called Vínheiðr in Egils saga. In the process of this, all connections with Dublin
and York have been forgotten, and he has been reinterpreted as a king of the Scots and
given a nickname, inn rauði, of unknown origin but presumably meaning ‘red-haired’.“
Matthew townend, „Whatever happened to York Viking Poetry? Memory, tradition and
the transmission of Skaldic Verse,“ Saga-Book 27 (2003): 48–90, 76.
81 Egils saga Skalla-Grímssonar, 130. um Hring og aðils segir Matthew townend: „these
are suspicious names; not only are no such figures known from Viking-age England …
but the names themselves are stock ones for kings with ‘Heroic age’ affinities.“ townend,
„Whatever happened to York Viking Poetry?“ 78.
82 Sjá Bjarni Einarsson, Litterære forudsætninger for Egils saga, 240.
83 Egils saga Skalla-Grímssonar, 129.