Gripla - 20.12.2018, Side 195
195
Íslendingarnir, Egill og Þórólfur, hafi verið í þeim hópi. Er svo nánar sagt
frá bardaganum:
Síðan gera þeir sendimann til Óláfs konungs ok finna þat til ørenda,
at aðalsteinn konungr vill hasla honum vǫll ok bjóða orrostustað á
Vínheiði við Vínuskóga, ok hann vill, at þeir heri eigi á land hans,
en sá þeira ráði ríki á Englandi, er sigr fær í orrostu, lagði til viku
stef um fund þeira, en sá bíðr annars viku, er fyrr kemr. En þat var
þá siðr, þegar konungi var vǫllr haslaðr, at hann skyldi eigi herja at
skammlausu, fyrr en orrostu væri lokit; gerði óláfr konungr svá,
at hann stǫðvaði her sinn ok herjaði ekki ok beið til stefnudags; þá
flutti hann her sinn til Vínheiðar.84
Aðalsteinn sýnir hér klókindi, tefur fyrir hernaði ólafs og takmarkar jafn-
framt skaðann sem hann veldur á Englandi. úrslitaorustan sem boðað er
til er greinilega bardaginn við Brunanburh en nafnið Vínheiði tengist ekki
neinum kunnum heimildum.85 Virðist það einna helst byggt á dróttkvæði í
Egils sögu þar sem kemur fram að Þórólfur hafi fallið við „Vínu“.86
Segir svo frá hörðum bardaga þar sem ólafur konungur, Hringur og
Aðils féllu allir og „fekk Aðalsteinn konungr þar allmikinn sigr.“87 Ekki
er getið um neina forystumenn í liði aðalsteins aðra en Álfgeir jarl, sem
sagt er að hafi flúið úr bardaganum. Er ekki mikið sagt frá eftirmálum
orustunnar annað en það sem varðar Egil sjálfan en síðar í sögunni segir
frá því að Hákon konungur veitir Agli frið í Noregi vegna fóstra síns,
Aðalsteins, „því at ek veit, at Aðalsteinn konungr hefir mikla elsku á þér.“88
Þá er endurtekin hefðbundin frásögn úr norrænum konungasögum um „at
84 Sama rit, 131–132.
85 alfred P. Smyth tengir saman Vínheiði, sem hann vill kalla Vinheiði (sbr. vin, „meadow“),
og örnefnið Weondun sem nefnt er í ritum Symeons frá Durham. Sjá A. P. Smyth,
Scandinavian York and Dublin II, (Dublin: templekieran Press, 1979), 74, 86–86. Sá galli
er þó á þeirri kenningu að í handritum er oftar talað um Vínheiði með löngu i og þannig
kemur það fyrir í lausavísu Egils („Vínu nær of mínum“) sem var að einhverju leyti heimild
Egils sögu fyrir staðsetningu bardagans.
86 Egils saga Skalla-Grímssonar, 142. í norrænum fornritum merkir þetta heiti oftast ána Vínu
á Bjarmalandi sem er sennilega Dvína hinn nyrðri við Hvítahaf. Sjá alastair Campbell,
The Battle of Brunanburh (London: Heinemann, 1938), 74–75; Bjarni Einarsson, Litterære
forudsætninger for Egils saga, 248–252.
87 Egils saga Skalla-Grímssonar, 141.
88 Sama rit, 199.
KEnnILEItI SJÁLfSMYnDar