Gripla - 20.12.2018, Blaðsíða 264
GRIPLA264
Ú Skýja burður er regn, þ.e. „úr“ sem stendur fyrir u, ú í rúna-
kvæðinu.
S Skjár jarðar er sólin, þ.e. S.6
útgefandi vísunnar í Magnúsarkveri veltir ekki fyrir sér efni vísunnar eða
tilefni. Það er þó forvitnilegt fyrir margra hluta sakir. Af niðurlagi vís-
unnar er greinilegt að hún hefur upprunalega verið hluti af kvæði, líklega
lofkvæði eða erfikvæði um samtímamann skáldsins. Skáldið „skorðaði
flokkinn orða“, en flokkur er kvæði í dróttkvæðum stíl og getur varla átt
við lausavísu. Svo bætir hann við retórísku ritklifi sem felst í uppgerðar-
lítillæti og var algengt í kveðskap bæði miðalda og síðari alda:7 „Þó verk
sé varla að marka / viljann allir skilja.“ Hér er varla átt við lausavísu sem
ætlað er að standa stök, „verkið“ hlýtur að vísa til heils kvæðis. Enn fremur
má geta sér þess til að viðfang kvæðisins hljóti að hafa verið einhver sem
mikið átti undir sér, líklega verið velunnari (patron) skáldsins eða yfirvald.
Nafnafelur á borð við þá sem er í vísu Magnúsar voru allalgengar í rímum
á síðari öldum en þær má einnig finna í öðrum tegundum skáldskapar, eins
og tækifæriskvæðum.8 En hvar er kvæðið?
Svo vill til að í handriti sem varðveitt er í handritasafni Landsbókasafns
Íslands – Háskólabókasafns, undir safnmarkinu Lbs 2388 4to, er upp-
skrifað erfiljóð sem endar á nafnavísu Magnúsar ólafssonar.9 Hannes
Þorsteinsson getur þessa kvæðis í Ævum lærðra manna og telur það vera
ort af Magnúsi. Hann nefnir þó ekki nafnavísuna í því samhengi heldur
ummæli um Sigríði, dóttur Björns, í kvæðinu: „talar höf. um að Sigríður
dóttir Björns hafi verið hjá afa sínum Benedikt (Halldórssyni ríka) á
Grund, og verið sér góð, en Magnús var að nokkru leyti uppalningur
6 Ég þakka Hauki Þorgeirssyni og Katrínu axelsdóttur fyrir að ráða nafnaþrautina fyrir
mig.
7 Sverrir Tómasson fjallar um ritklifið „tilgerðarlegt lítillæti“ í miðaldabókmenntum í dokt-
orsritgerð sinni og rekur það annars vegar til retórískra handbóka og hins vegar til kristi-
legrar auðmýktar (humilitas). Sjá Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á mið-
öldum. Rannsókn bókmenntahefðar (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, 1988), 151 o. áfr.
Ritklifið er mjög algengt í rímum árnýaldar og það má víða finna í öðrum bókmenntateg-
undum, t.d. mörgum erfiljóðum.
8 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2015), 153, 246, 259, 266.
9 Sama rit, 387.