Gripla - 20.12.2018, Síða 265
265
Benedikts og skjólstæðingur.“10 Kvæðið er á blöðum 4v−6v (bls. 8−12) og
er nafnavísan neðst á aftasta blaðinu. Enginn höfundur er tilgreindur í fyr-
irsögn efst, sem er: „afgangz minnyng Biorns Benedictz sonar, er andadist
22 Augusti 1617“, kannski ekki þörf á því vegna vísunnar aftast. Örlítill
orðamunur er á milli „lausavísunnar“ í Holm. Papp. 8vo nr 25 og nafnafel-
unnar í erfiljóðinu: 3 snidinn] svidinn 2388; 4 bak þvingad] bak þvyngadur
2388; 5 skiär] skiær 2388; 8 skilia] skilie 2388. Lausn nafnagátunnar er eftir
sem áður hin sama. Kvæðið hefur ekki varðveist víðar svo kunnugt sé. Það
er prentað hér aftar stafrétt og skáletrað það sem leyst er úr böndum.
3 Bygging kvæðisins og efni
Kvæðið er mjög hefðbundið, bæði hvað varðar efni og efnistök. Það hefst
á yfirlýsingu um að mætur höfðingi sé nýlega fallinn frá, sem menn sakna,
sérstaklega á Norðurlandi, og nú sé ætlunin að rannsaka dyggðir hans og
sóma. Ævisaga hins látna er rakin, sem tekur yfir meginhluta kvæðisins,
rætt um hverfulleika lífsins, sorg vegna andláts Björns tjáð og að lokum
sett fram huggun til handa ástvinum. Skipta má frásögninni í nokkra þætti
er draga dám af retórískum reglum um samsetningu lofræða, sem lesa má
um í ritgerðum klassískra höfunda, og þeim er skipað niður í samræmi
við aðferðir klassískrar mælskulistar. Höfundur Rhetorica ad Herennium,
sem var eitt vinsælasta rit um mælskufræði á miðöldum og síðar, fjallar
m.a. um aðferðir við að semja tækifærisræður (lat. genus demonstrativum),
þ.e. hvernig eigi að lofa eða lasta menn.11 Aðferð hans við að lofa byggist
á þremur grundvallaratriðum: a) Ytri kringum stæðum (svo sem upp-
runa, menntun, völdum, félagslegum tengslum o.s.frv.), b) líkamlegum
einkennum (t.d. framkomu, útliti og heilsu) og persónulegum eiginleikum
(dyggðum eins og trúrækni, mannúð og samlíðan, svo eitthvað sé nefnt)
þess sem lofa skal. Annað rit sem mikil áhrif hafði á bókmenntir fyrri alda
er Institutio oratoria eftir Quintilianus. Þar er mælt með því að greina fyrst
10 Hannes Þorsteinsson, Æfir lærðra manna, 42 (handrit á Þjóðskjalasafni Íslands). Sigurjón
Páll ísaksson vísar í Hannes um þetta atriði í grein sinni um Möðruvallabók. Sjá Sigurjón
Páll ísaksson, „Magnús Björnsson og Möðruvallabók,“ Saga 32 (1994), 137.
11 Sjá [Cicero], Rhetorica Ad Herennium. the Loeb Classical Library (London og Cambridge,
Mass.: William Heinemann og Harvard university Press, 1968), 173 o.áfr. ritið hefur
stundum verið kennt Cicero. Í útgáfu the Loeb Classical Library, sem er notuð hér, er nafn
hans sem höfundar haft innan hornklofa.
UNDANVILLINGUR REKINN HEIM