Gripla - 20.12.2018, Page 267
267
Hjónaband (um eiginkonuna) og barneignir (16.−20. er.)
Börn: Magnús (21.−26. er.); Björn (27. er.); Sigríður (28.−29. er.);
Guðrún (30. er.)
Ekkjan (31.−33. er.)
Dyggðir hins látna (34.−40. er.)
Veikindi og dauðastund (41.−48. er.)
Sorg:
Söknuður (49. er.)
Hugleiðingar um dauðann og forgengileikann (50.−57. er.)
Huggun:
Hinn látni er kominn á betri stað þar sem ástvinir munu hitta hann
aftur (58.−59. er.)
Árnaðaróskir; systur hins látna ávarpaðar (60.−62. er.)
Niðurstöður
Vitnisburður um að hinn látni sé hólpinn (63.−65. er.)
Beðið fyrir þeim sem eftir lifa, árnaðarorð og hvatning (66.−67.
er.)
Viðauki
nafnavísa (68. er.)
Hinn látni, Björn Benediktsson (1561−1617), var sonur Benedikts ríka Hall -
dórssonar, sýslumanns á Möðruvöllum í Hörgárdal, og konu hans,
Valgerðar Björnsdóttur. í kvæðinu kemur fram að Björn hafi verið mildur
valdsmaður, sýslumaður í Vaðlasýslu í 13 ár, og unnið embættisverk sín af
kostgæfni. Ungur hafði hann siglt til Danmerkur og þjónað í fimm ár undir
arild Huitfeldt kanslara (Haraldi Hvítfeld, eins og hann er nefndur í kvæð-
inu) í Friðrikshöllu,15 og svo tvö ár hjá Jóhanni Bockholt hirðstjóra, bæði
á Fjóni og á Bessastöðum.16 Árið 1586 kvæntist Björn Elínu Pálsdóttur
(kölluð Helena í kvæðinu (18. er.)) frá Staðarhóli, dóttur Staðarhóls-Páls
sem var af hinni auðugu og valdamiklu Svalbarðsætt, en í móðurlegg var
15 arild Huitfeldt (1546−1609) var ráðgjafi friðriks II. Danakonungs (1534−1588) og dvaldi
þá löngum í höll konungs. Hvítfeld var gerður að ríkiskanslara árið 1586 (Dansk biografisk
Lexikon VIII, útg. C.f. Bricka (Kaupmannahöfn: Gyldendalske Boghandels forlag, 1894),
142 o.áfr.).
16 Johann Bockholt (d. 1602) var hirðstjóri konungs á Íslandi á árunum 1570−1587 og aftur
1597−1602 (Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI (reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag/
Sögufélagið, 2003), 28).
UNDANVILLINGUR REKINN HEIM