Gripla - 20.12.2018, Page 268
GRIPLA268
hún komin af Jóni arasyni biskupi. um svipað leyti gerðist Björn umboðs-
maður föður síns í Vaðlaþingi. Árið 1601 tók hann við sýslumannsembætt-
inu af föður sínum og fékk jafnframt veitingu fyrir Munkaþverárklaustri
en hann mun hafa búið bæði að Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði.17
Kvæðið dregur upp mynd af göfugum manni sem hafði framast erlendis
og notið hylli meðal hinna mætustu manna. Gefið er í skyn að Björn hafi
verið hirðmaður á borð við íslendinga miðalda. Hann tilheyrir „hofmanns
stétt“ og sagt er að Huitfeldt hafi gefið honum burtfararleyfi til að halda
aftur heim til Íslands (9. er.). Minnir þetta nokkuð á íslenska menn við
hirð Noregskonunga sem sagt er frá í miðaldabókmenntum. Dyggðir hans
eru útmálaðar fögrum orðum, hann var guðrækinn, geðprúður, réttvís,
ráðvandur, rausnarlegur og hógvær, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta
eiginleikar sem hinir látnu í 17. aldar erfiljóðum höfðu alla jafna til að
bera.18 Frægðarsól hans bar hátt á loft um allt Frón þegar hann veiktist
(40. er.). Björn átti við veikindi að stríða í hálft fjórða ár og lagði þá stund
á „hæða stöðug gæði“ (42. er.). Hegðun Björns í veikindum er lýst með
hefðbundnum hætti sem og dauðastundinni, sem nær yfir þrjú erindi.19
Björn fór til kirkju til að biðjast fyrir, fór eftir það heim að hátta sáttur við
Guð, eyddi nóttinni í bænaákall og hlaut hægt og sáluhjálparlegt andlát
(43.−45. er.).
Í næstu tveimur erindum er dánardagur (20. ágúst 1617) Björns settur í
bundið mál sem og aldur hans við andlát, en það er allalgengt í erfiljóðum
17. aldar að dagsetningum og ártölum sé fléttað inn í kvæðin. Finna má
fæðingarár, dánarár, aldur við lát, árafjölda í embætti eða hjónabandi,
svo hið helsta sé nefnt. Líklega helst það í hendur við aukinn áhuga á
einstaklingnum í kjölfar kenninga Lúthers og siðbreytingarmanna um
hinn almenna prestdóm hvers trúaðs manns án milligöngu vígðra presta.20
Að minnsta kosti hefur þótt mikilvægt að staðsetja fólk í tíma og rúmi.
Um það bera einnig vitni þau ótalmörgu tækifæriskvæði sem ort voru á
þessum tíma. Margrét Eggertsdóttir bendir á það í doktorsritgerð sinni að
17 Um Björn Benediktsson sjá Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir I (reykjavík: [s.n.],
1881−1884), 228−230; Páll Eggert Ólason, Íslenzkar æviskrár I (reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1948), 205−206.
18 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, 64−65 o.v. Sjá til dæmis ýmis kvæði sem prentuð
eru í ritinu.
19 Sjá um dauðastund í erfiljóðum, Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, 67−71 o.v.
20 Sama rit, 100.