Gripla - 20.12.2018, Qupperneq 270
GRIPLA270
fagni sigri. Við sem eftir lifum búum við ótrúan heim og Kristur er beðinn
fyrir okkur.
4 Lítið eitt um skáldið og tengsl við viðfang kvæðisins
Magnús ólafsson fæddist 1573 að Hofsá í Svarfaðardal, að því er menn
telja, en frásagnir af uppruna hans eru með nokkrum ævintýrablæ.24 Faðir
hans mun hafa látist áður en hann fæddist en móðir hans lent á vergangi
með barnið. Hún dó á víðavangi en barnið fannst lifandi. Svo segir í
Recensus Páls Vídalíns:
Sr. Magnús ólafsson í Laufási missti föðurinn í móðurlífi, og fæddur
mátti hann fylgja móður sinni á vergangi og líða marga vetrarnauð,
af hvörri móðirin gafst loksins upp, lagði barnið, að bana komin,
á brjóstið sitt og dó svo útaf út á víðavangi. Daginn eftir þegar
Benedikt Halldórsson, klausturhaldari á Möðruvöllum, fór um far-
inn veg með sínum þénurum, fann hann barnið lifandi, aumkaðist
yfir slíkt tilstand, lét jarða líkið en tók barnið til uppfósturs, sem
varla kunni að nefna sig né móður sína. fóstrinn spurði þetta upp
og lét síðan kenna piltinum, sem var lukkulegur til að neyta þess, og
sendi hann síðan útí Kaupinhafn til stúderinga …25
Benedikt Halldórsson var faðir Björns Benediktssonar sem erfiljóðið fjallar
um. Það fer þó tvennum sögum af því hvar Magnús muni hafa alist upp
því séra Eyjólfur Jónsson lærði segir í bréfi til Árna Magnússonar prófess-
ors að Magnús hafi verið alinn upp af Bessa Hrólfssyni, bónda á urðum í
Svarfaðardal.26 Hannes Þorsteinsson getur sér þess til að Björn hafi fundið
barnið, fengið Bessa bónda til að ala það upp en komið Magnúsi síðar til
náms.27 Hvort sem Magnús hefur alist upp á urðum í Svarfaðardal fyrstu
árin eða hjá Benedikt sýslumanni þá virðist augljóst að hinn síðarnefndi
24 um ævi Magnúsar er helst stuðst við eftirfarandi rit: Páll Vídalín, Recensus poetarum
et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi, útg. Jón Samsonarson (reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1985), 92−96; Páll Eggert Ólason, Menn og menntir
siðskiptaaldarinnar á Íslandi IV (reykjavík: Bókaverzlun Ársæls Árnasonar, 1926), 259
o.áfr.; Hannes Þorsteinsson, Æfir lærðra manna 42.
25 Páll Vídalín, Recensus poetarum et scriptorum Islandorum, 92−93. útgáfan er stafrétt en
stafsetning er hér færð til nútímahorfs.
26 Sjá Páll Eggert ólason, Menn og menntir IV, 260.
27 Hannes Þorsteinsson, Æfir lærðra manna.