Gripla - 20.12.2018, Page 273
273
Það er einnig mikilvægt fyrir bókmenntasöguna sem eitt af elstu varðveittu
erfiljóðunum á íslensku.36
að lokum mætti spyrja af hverju nafnavísan birtist sem lausavísa í
handriti sem varðveitir ekki kvæðið sem hún er upprunalega hluti af. Geta
má sér þess til að hún hafi farið á flakk sem gott dæmi um nafnafelu. Þá er
ekki útilokað að Magnús hafi notað hana víðar en í þessu tiltekna kvæði,
en þau dæmi eru þá ekki varðveitt svo kunnugt sé.
6 Handritið Lbs 2388 4to
Handritið er brot úr kvæðasafni, 23 blöð, og virðist vanta bæði framan og
aftan af því. Það hefur verið blaðsíðumerkt síðar með blýanti á neðri spássíu
fyrir miðju, 1−46. Páll Eggert Ólason tímasetur það til ca 1700−1720 og
telur það með sömu hendi og íB 235 4to, án þess þó að nefna nokkurn
skrifara.37 Við færslu ÍB 235 4to stendur m.a.: „… upphafsstafir aftan við
registr þessa hluta (Þ.f.S.) tákna líklega ritarann.“38 Á hlífðarkápu utan
um Lbs 2388 4to hefur verið skrifað með blýanti: „Sama hönd sem á ÍB
235 4to, en ritarinn orðinn eldri (seinni hl. líkl. skr. um 1720, enda deyr
Þórðr Finnsson, sem vera mun ritarinn, 1729).“ Strikað er yfir setninguna
„enda – 1729“ og bætt við „Er víst ekki Þórðr á Ökrum finnsson.“ Þar
fyrir neðan hefur Jón Helgason prófessor skrifað: „Höndin til í Árnasafni,
mig minnir á 695 4to. J.H.“ Efst á blaðinu stendur: „Er líkast því sem
ella er tal. h. Markúsar Snæbj. í Ási í Holtum.“ Við færslu síðarnefnda
handritsins í handritaskrá Árnasafns skrifar Kristian Kålund: „rimeligvis
36 Annað erfiljóð er varðveitt eftir Björn, ort af séra Guðmundi Erlendssyni í Felli, sennilega
1617 (sjá t.d. Lbs 2388 4to, 13−14). Eldra er kvæði ort um Jón Björnsson sýslumann (d. 1713)
af Magnúsi Björnssyni lögmanni (sjá t.d. Lbs 2388 4to, 23−25; prentað í Magnús Björnsson,
„Minningarkvæði um Jón Björnsson sýslumann á Holtastöðum,“ Blanda II (reykjavík:
Sögufélag, 1921−1923), 9−19). Kvæði Einars í Eydölum um friðrik II. Danakonung (d.
1588) er eldra (prentað í Einar Sigurðsson í Eydölum, Ljóðmæli, útg. Jón Samsonarson
og Kristján Eiríksson, 2007), 98−101). Þá gætu einhver harmljóða séra Ólafs Jónssonar
á Söndum verið eldri eða frá svipuðum tíma, en Ólafur lést árið 1627. Harmljóð Eiríks
Árnasonar sýslumanns eftir konu sína Guðrúnu Árnadóttur (d. 1576) er elsta varðveitta
harmljóðið á íslensku (sjá Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun, 345−407).
37 Páll Eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III (reykjavík: [Landsbókasafn
Íslands], 1935−1937), 308.
38 Páll Eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins II (reykjavík: [Landsbókasafn
íslands], 1927), 785.
UNDANVILLINGUR REKINN HEIM