Gripla - 20.12.2018, Page 274
GRIPLA274
skr. af Markús Snæbjörnsson.“39 Fyrir því færir hann þó engin rök en
Markús er skráður þýðandi á ritverki í aM 695 e 4to, en handritin a−e
eru með einni hendi. Það þarf þó ekki að þýða að hann sé einnig skrif-
arinn. Við lauslegan samanburð á Lbs 2388 4to og AM 695 4to sýnist
sama hönd á báðum, hvort sem það er hönd Markúsar eða einhvers ann-
ars. Á það má benda í þessu samhengi að Lbs 2388 4to bendir fremur til
skrifara á Norðurlandi en manns sem hefur dvalið allt sitt líf á Suðurlandi
og í Vestmannaeyjum. Markús fæddist í Odda á Rangárvöllum, gekk í
Skálholtsskóla, lærði um tíma í Kaupmannahöfn, bjó eftir það á nokkrum
stöðum á Suðurlandi þar til hann flutti að Ási í Holtum.40 Fremst í handrit-
inu eru vísur eftir Hallgrím Pétursson, „Hlýtt er vott var“ og „Mundu þig
maður fyrir mundo“ ásamt latneskri þýðingu á síðari vísunni.41 Þá koma
17 erfiljóð hvert á eftir öðru en aftan við þau eru Grímseyjarvísur séra
Guðmundar Erlendssonar í Felli í Sléttuhlíð og aftast átjánda erfiljóðið.
Erfiljóðin eru: Kvæði Ólafs tómassonar um Jón arason biskup og syni
hans og kvæði odds handa Halldórssonar um Jón biskup. Þá kemur
umrætt kvæði um Björn Benediktsson og annað um sama mann eftir
Guðmund Erlendsson. Því næst erfiljóð um Þórunni Benediktsdóttur,
systur Björns, síðast á Grund í Eyjafirði, eftir Guðmund Erlendsson, um
Pál Guðbrandsson klausturhaldara á Þingeyrum í Húnaþingi eftir óþekktan
höfund, erfiljóð um Gísla Hákonarson, lögmann í Bræðratungu, eftir séra
Magnús Sigfússon á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, Jón Björnsson sýslu-
mann, síðast á Grund í Eyjafirði, ort af Magnúsi Björnssyni lögmanni á
Munkaþverá í Eyjafirði, um Árna oddsson, lögmann á Leirá í Leirársveit,
eftir Finn Sigurðsson lögréttumann á Ökrum á Mýrum, Þóru Jónsdóttur
á Hvanneyri eftir séra Hálfdan Rafnsson á Undirfelli í Vatnsdal, Þorvarð
Magnússon, lögréttumann, síðast í Bæ í andakílshreppi, hugsanlega eftir
Jón Jónsson á Skáney í reykholtsdal, Bjarna oddsson (óþekktur) eftir
óþekkt skáld, þrjár dætur Sigurðar Björnssonar lögmanns og Ragnhildar
Sigurðardóttur, Saurbæ á Kjalarnesi, eftir óþekkt skáld, séra Svein Jónsson
að Barði í fljótum eftir Árna Þorvarðsson, prófast á Þingvöllum, Bjarna
39 Katalog over Den Arnamagnæanske håndskriftsamling II, ritstj. [Kristian Kålund] (Kaup-
mannahöfn: Gyldendalske Boghandel, 1892−1894), 108.
40 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV (reykjavík: [s.n.], 1909−1915), 534−537.
41 „Mundu þig maður fyrir mundo“ er prentað eftir þessu handriti í Hallgrímur Pétursson,
Ljóðmæli I, útg. Margrét Eggertsdóttir (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi,
2000), 133.