Gripla - 20.12.2018, Side 275
275
Jónsson (óþekktan) eftir sama skáld, Sigurð Árnason, lögréttumann í
Leirárgörðum, eftir Jón Jónsson á Skáney, Hildi Högnadóttur, prestsfrú
á Snæfoksstöðum í Grímsnesi, þá eru Grímseyjarvísur Guðmundar Er-
lendssonar og að lokum erfiljóð um Sigurð Sigurðsson, prest á Staðastað
á Snæfellsnesi, eftir ókunnan höfund. Af þessu sést að flest kvæðin tengj-
ast Norðurlandi, annaðhvort er hinn látni að norðan eða skáldið, eða
hvorirtveggja. Önnur tilheyra Vesturlandi en aðeins eitt Suðurlandi, þ.e.
erfiljóðið um Gísla Hákonarson, en skáldið er þó af Skagaströnd, og
eitt kvæði tilheyrir Grímsnesinu. Þegar það bætist við að handritið var
keypt til Landsbókasafns árið 1930 „af ekkju Benedikts Sigmundssonar
frá Ljótsstöðum“42 í Skagafirði, er ekki úr vegi að setja fram þá tilgátu að
handritið hafi verið skrifað og varðveitt á Norðurlandi, þótt ekki sé hægt
að fullyrða það að svo komnu máli.
7 Niðurstöður
í Magnúsarkveri, sem inniheldur það af heildarverkum séra Magnúsar
Ólafssonar í Laufási sem ekki hafði áður birst á prenti, er lausavísa sem
varðveitt er í handritinu Holm Papp. 8vo nr 25. reyndar telur útgefandi
það ekki óyggjandi að vísan sé eftir Magnús. Hér hafa verið færð rök
fyrir því að vísan sé nær örugglega eftir Magnús ólafsson, og að hún sé
ekki ort sem lausavísa heldur sem lokaorð lengra kvæðis. Ekki hefur áður
verið fjallað um vísuna, tilefni hennar, innihald eða form, sem þó er all-
sérstætt. í vísunni felur skáldið eiginnafn sitt, Magnús, með því að nota
heiti rúnastafa og orðalag bendir til þess að vísan sé hluti af lengra kvæði,
líklega tækifæriskvæði. Komið hefur í ljós að kvæðið með nafnavísunni er
varðveitt í handritinu Lbs 2388 4to og eru ýmsar vísbendingar í kvæðinu
sjálfu um að það sé ort af Magnúsi ólafssyni. Um er að ræða erfiljóð um
son velgjörðamanns Magnúsar og greinilegt af kvæðinu að kunningsskapur
hefur verið með skáldinu og fjölskyldu hins látna. Erfiljóðið er augljóslega
ort af lærðum manni sem jafnframt hefur áhuga á fornu íslensku skálda-
máli, sem Magnús hafði óneitanlega, eins og önnur erfiljóð eftir hann
bera með sér sem og vinna hans við Snorra-Eddu (Laufás-Eddu) og önnur
fræðastörf. Þá kemur fram áhugi á talnadulspeki í kvæðinu sem einnig má
sjá í öðru erfiljóði eftir séra Magnús. Erfiljóðið sem hér er prentað bæt-
42 Páll Eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III, 308.
UNDANVILLINGUR REKINN HEIM