Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 19
Panama – Spilltir stjórnmála-menn og viðskiptajöfrar bera spillinguna gjarnan utan á sér. Stundum kemur klæðaburðurinn upp um þá eða vinahópurinn eða orðfærið, fasið eða jafnvel bara göngulagið. Þeir gera þetta ýmist ómeðvitað eða af ásettu ráði til að afla sér óttablandinnar virðingar. Donald Trump Bandaríkjafor- seti er þessarar gerðar. Margir telja fyrirtæki hans vera glæpafyrirtæki, fjölskyldu hans glæpafjölskyldu. Um þetta hafa virtir höfundar skrif- að margar bækur. Robert Mueller saksóknari í Washington býst nú til að skila skýrslu sinni um Rússa- tengsl Trumps og manna hans. Saksóknarar í New York rannsaka viðskiptaferil Trumps enda hafa margir nánir samherjar forsetans játað á sig glæpi og fengið fangelsis- dóma. Nýr meiri hluti demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur einsett sér að leiða sannleik- ann í ljós við vitnaleiðslur. Þegar repúblikanar höfðu meiri hluta í deildinni 2016-2018 horfðu þeir til himins, þóttust ekki vita það sem allir máttu vita. Níundi hver kjós- andi treystir þinginu. Nokkur aðalsmerki spillingar Spilling er það kallað þegar menn misnota í eigin þágu vald sem þeim hefur verið trúað fyrir. Á hverju þekkjast spillt lönd? – þ.e. lönd þar sem spilling hefur náð að festa rætur í stjórnmálum og viðskiptum. Gróin spilling lýsir sér einkum í eiginlegri yfirtöku ríkisvalds. Í spilltum löndum hegða stjórnmálamenn og stundum jafn- vel dómarar sér eins og strengja- brúður í höndum auðmanna. Þingmenn láta kaupa sig til fylgis við löggjöf gegn betri vitund. Ráð- herrar úthluta almannagæðum til einkavina. Sveitarstjórnarmenn gera samninga um opinberar fram- kvæmdir án útboðs. Lögregla, sak- sóknarar og dómarar sjá til þess að enginn er tekinn fyrir lögbrot nema einhverjir smáfiskar á stangli sem uggðu ekki að sér. Hér í Panama mæla lög fyrir um að enginn nema þjóðþingið getur látið rannsaka hæstaréttardómara og enginn nema hæstiréttur getur látið rannsaka þingmenn. Þessi samtrygging valdsins hélt lengi, en sagan geymir ýmis frávik frá reglunni eins og þegar Hitler og Stalín lofuðu að ráðast ekki hvor á annan. Við munum hvernig það fór. Hér hefur einnig verið séð til þess að meiðyrðalög frá einræðis- stjórnarárunum 1968-1988 eru enn í gildi til að refsa uppljóstrurum. Þeir sem eru sakaðir um spillingu eru sjaldan lögsóttir og næstum aldrei settir inn þar eð dómstólarnir eru undirmannaðir og dómararnir eru nátengdir og vinveittir valdinu. Mútur og misnotkun almannafjár eru daglegt brauð skv. fréttum fjöl- miðla. Við bætast landlægur klíku- skapur og misbeiting valds sem stjórnmálaf lokkarnir nota til að kaupa sér fylgi í stórum stíl. Landið hefur búið við lýðræði frá 1989. Panama liggur í alfaraleið. Skipa- skurðurinn frægi tengir Atlantshaf- ið við Kyrrahaf. Landið hefur lög- fest 18 fríverzlunarsvæði. Þau eru misnotuð með því að menn f lytja varning til landsins gjaldfrjálst um svæðin án þess að þurfa að sanna að þau séu lögmæt endastöð. Einmitt þannig var Kef lavíkurf lugvöllur misnotaður á Íslandi svo sem fram gengur af dómskjölum olíumálsins á sinni tíð. Viðnám gegn spillingu Juan Carlos Varela, forseti Panama frá 2014, lofaði kjósendum að útrýma spillingu í stjórnsýslu landsins, auka gegnsæi og lögsækja spillta embættismenn og stjórn- málamenn. Ríkisstjórn hans hefur stefnt allmörgum hátt settum mönnum fyrri stjórnar, þ. á m. fv. forseta hæstaréttar sem fékk fimm ára fangelsisdóm fyrir spillingu. Ricardo Martinelli, forseti landsins Góða ferð til Panama Þorvaldur Gylfason Í DAG Gróin spilling lýsir sér einkum í eiginlegri yfirtöku ríkisvalds. Í spilltum lönd- um hegða stjórnmálamenn og stundum jafnvel dómarar sér eins og strengjabrúður í höndum auðmanna. Þing- menn láta kaupa sig til fylgis við löggjöf gegn betri vitund. Ráðherrar úthluta almannagæðum til einka- vina. Aðrar upplýsingar Aðalfundi Landsbankans hf., sem halda átti miðvikudaginn 20. mars 2019, hefur verið frestað til fimmtudagsins 4. apríl 2019 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel (fundarsalur: Gullteigur), Sigtúni 38, Reykjavík. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Aðalfundur Landsbankans 2019 Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 20. mars 2019. Endanleg dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða aðgengileg á vefsíðu bankans á slóðinni https://bankinn. landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir/ fimmtudaginn 21. mars 2019. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. mars 2019 til skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Reykjavík, 14. mars 2019 Bankaráð Landsbankans hf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Drög að dagskrá Sjónarvottar að aðgerðum lög-reglu gegn mótmælendum á Austurvelli síðast liðinn mánu- dag voru almennt hneykslaðir og miður sín vegna þeirra. Upptökur sýna að lögregla gekk þar alltof hart fram. Mótmælin voru fámenn og friðsamleg eins og önnur sem hælisleitendur hafa staðið fyrir að undanförnu en viðbúnaður lögreglu var ansi mikill, eiginlega yfirþyrmandi, eins og yfirvofandi væri árás á þingið. Óneitanlega hvarflar að manni að hugmyndin sé sú að hér sé um að ræða hættu- lega hryðjuverkamenn, út af stöðu þeirra og uppruna, jafnvel trú, og þeim þurfi að sýna fyllstu hörku. Vissulega hefur lögreglan það hlutverk að verja þinghúsið, sé ein- hver ógn, en ekkert í framgöngu mótmælenda réttlætti hins vegar slíkt mat og spurningar hljóta að vakna um það hvort fordómar og fantasíur ráði för frekar en þekk- ing, skynsemi – og virðing. Nauðleitarmenn sem hingað koma eiga rétt á sanngjarnri máls- meðferð. Þeir eiga rétt á því að komið sé vel fram við þá. Þeir eiga rétt á því að mótmæla þyki þeim sem á sér sé brotið. Þeir eiga rétt á því að hlustað sé á þá og brugðist við réttmætum athugasemdum. Það er alltaf betra að hlusta á fólk og tala við það en að þagga niður í því með ofstopa. Slíkt stuðlar að ósátt og ósátt vekur andúð. Það getur ekki verið hlut- verk og keppikefli lögreglunnar að magna upp andúð aðkomumanna á íslensku samfélagi. Að skapa ósátt Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar- innar 2009-2014, var einnig kærður fyrir spillingu og fyrir að njósna um blaðamenn og andstæðinga. Hann var tekinn fastur í Bandaríkjunum 2017 og framseldur til Panama 2018. Synir hans tveir voru einnig settir inn. Panamísk lög mæla fyrir um viðurlög við spillingu, þ. á m. um upptöku þýfis, en þeim hefur hingað til ekki verið framfylgt nema að litlu leyti. Nýjum ríkisstofnunum er ætlað að auka gegnsæi og afhjúpa spillingu þar eð refsileysi hefur verið reglan þar til nýlega. Þessi dæmi sýna að stjórnvöld í Panama viðurkenna spillingarvandann og reyna að taka á honum af veikum mætti. Heim til þín, Ísland Spillingin hér í Panama virðist hafa hjaðnað aðeins frá fyrri tíð en hún mælist enn mikil. Transparency International stillir landinu í miðjar hlíðar, gefur landinu ein- kunnina 3,7 fyrir 2018. Þetta þýðir að um helmingur þeirra 180 landa sem tölur Transparency ná yfir telst óspilltari en Panama og hinn helm- ingurinn spilltari. Transparency hefur til samanburðar lækkað ein- kunn Íslands smám saman úr 9,3 fyrir 1998 í 7,6 fyrir 2018. Gallup gefur Panama einnig lága einkunn því þar sögðust 78% aðspurðra telja spillingu útbreidda í stjórnmálum landsins 2012 borið saman við 67% á Íslandi, 25% í Noregi, 15% í Dan- mörku og 14% í Svíþjóð. Meira næst. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 1 9 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -7 2 8 8 2 2 8 E -7 1 4 C 2 2 8 E -7 0 1 0 2 2 8 E -6 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.