Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 21.03.2019, Qupperneq 30
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Borgarbókasafnið tekur þátt í HönnunarMars í ár með sýningu Hrafnhildar Tvennir tímar en hún verður opnuð í Kringlunni í dag, fimmtudag, klukkan 17. Á sýningunni leggur Hrafnhild- ur áherslu á samsuðu af gömlum efnum, útsaumi og nýstárlegum útfærslum. „Mig langaði til þess að hanna upp úr og endurnýta gömul efni. Ég átti mikið af gömlum blúndum frá langömmu minni og hekluðum dúkum sem amma mín hafði gefið mér. Þessi efniviður leiddi mig áfram í hönnuninni. Mér varð hugsað til þess hvernig þetta var í gamla daga þegar ekki fengust tilbúin föt og konur sátu oft fram á nótt og saumuðu föt á alla fjölskylduna. Kjólarnir sem ég saumaði hafa gamaldags og nútímalegt yfirbragð í bland. Ég geri til dæmis gegnsæja kjóla með gamaldags yfirbragði. En gegnsæj- ar f líkur hefðu seint verið leyfðar á fyrri tímum,“ segir Hrafnhildur sem hefur heillast af tísku frá unga aldri. Hún lærði fatahönnun í IED í Barcelona og bætti síðar við sig textílhönnun í Myndlistaskóla Reykjavíkur. „IED lagði áherslu á sníðagerð og saum en ég hafði lítið sem ekkert pælt í textíl og áferð. Það opnaði augu mín mikið að fara í Myndlistaskólann í Reykjavík, þá gat ég sameinað þetta tvennt. Fata- hönnun er ótrúlega skapandi fag og á sama tíma krefst hún mikillar tæknilegrar kunnáttu og færni.“ Hrafnhildur hefur unnið að sýningunni Tvennum tímum um tveggja mánaða skeið. „Mig hafði lengi langað til þess að hanna upp úr þessum efnivið sem ég átti svo ég ákvað að nýta tækifærið og gera það fyrir þessa sýningu,“ segir hún en á sýningunni verður hægt að sjá línu af kjólum eftir Hrafnhildi. „Til dæmis má sjá kjól sem var saumaður úr gömlum gardínum, og annan úr fallegu bómullarefni sem ég fann í Rauðakrossbúðinni í Mjódd.“ Hrafnhildur segist alltaf hafa heillast af gömlum fatastíl og heldur til dæmis mikið upp á bún- ingamyndir. „Það sem heillar mig við gamla handverkið er öll vinnan sem liggur að baki. Hún krefst þolinmæði og færni. Allt var gert í höndunum og tók lengri tíma.“ Innt eftir sínum eigin stíl segir hún hann fremur einfaldan. „Yfir- leitt er ég bara í gallabuxum og bol sem ég finn með flottu sniði. Ég hef mjög mikinn áhuga á tísku og hef gaman af því að fylgjast með nýjustu tískustraumum en kaupi mér samt ekki sérstaklega mikið af fötum. Markmiðið er alltaf að kaupa sjaldnar og vandaðri fatnað. Þegar mamma var ung vann hún heilt sumar og keypti sér eina kápu og einn sumarkjól fyrir sumarlaunin. Fötin voru látin endast, voru margnýtt og jafnvel saumaðar nýjar f líkur upp úr þeim gömlu.“ Um sína uppáhaldshönnuði segir Hrafnhildur: „Mér finnst alltaf spennandi að skoða tísku- sýningarnar, til dæmis hjá Maison Margiela og Gucci. En svo fæ ég tískuinnblástur úr ýmsum áttum, til dæmis úr RuPaul’s Drag Race eða gömlum búningamyndum.“ Sýningin Tvennir tímar stendur til aprílloka. Gamaldags nútími Gamlar blúndur frá langömmu leiddu Hrafnhildi Halldórsdóttur fata- hönnuð í rétta átt þegar hún undirbjó sýninguna Tvennir tímar sem verður í Borgarbókasafninu í Kringlunni. Hrafnhildur Halldórsdóttir fatahönnuður sýnir kjóla í Borgarbókasafni í Kringlunni á HönnunarMars. MYND/STEFÁN Það sem heillar mig við gamla handverkið er öll vinnan sem liggur að baki. Hún krefst þolinmæði og færni. Á sýningunni verður hægt að sjá línu af kjólum eftir Hrafnhildi kr. 10.990.- Nýjar vörur Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Vorjakkar // regnjakkar Str. S-XXL Litir: rautt, gult, blátt, grænt, svart, off white kr. 12.990.- kr. 10.900.- Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 D -0 6 0 C 2 2 9 D -0 4 D 0 2 2 9 D -0 3 9 4 2 2 9 D -0 2 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.