Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 50

Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 50
Þórdís Helgadóttir hefur verið valin leikskáld Borgarleikhússins. „Ég er full af þakklæti fyrir að til sé tækifæri eins og þetta. Það er mikill heiður að vera valin í þetta verkefni og forréttindi fyrir nýjan höfund,“ segir Þórdís. Þórdís er menntuð í heimspeki, ritstjórn og ritlist. Smásagnasafn hennar Keisaramörgæsir kom út 2018 og leikverkið Þensla var sýnt í Borgarleikhúsinu fyrr á þessu ári sem hluti af sýningunni Núna 2019, í leikstjórn Kristínar Jóhannesdótt- ur. Með Svikaskáldum hefur Þórdís gefið út ljóðabókina Ég er ekki að rétta upp hönd, og smásögur henn- ar, ljóð, esseyjur og þýðingar hafa birst víða í tímaritum og bókum. „Þensla var fyrsta leikverkið mitt og það var einstaklega gaman að fá það sett upp í atvinnuleikhúsi,“ segir Þórdís. Vill gera eitthvað nýtt Þórdís gegnir stöðu leikskálds Borgarleikhússins í eitt ár og mun á þeim tíma vinna að verki sem verður sýnt í leikhúsinu á þar- næsta leikári. Hún sendi inn tvær hugmyndir með umsókn sinni. „Ég veit ekki enn hvor hugmyndin verður ofan á,“ segir hún. „Bæði verkin eru einhvers konar absúrd drama, annað hefur ekki hlotið nafn, hitt heitir Jamaica Farewell Forréttindi fyrir nýjan höfund Þórdís Helgadóttir er leikskáld Borgar- leikhússins. Verk eftir hana sýnt á þar- næsta leikári. Vill gera eitthvað nýtt. „Ég er full af þakklæti fyrir að til sé tækifæri eins og þetta,“ segir Þórdís. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is og fjallar um mæðgur í sólarlanda- ferð í Karíbahafi. Smásagnasafn Þórdísar, Keisara- mörgæsir, sem kom út fyrir síðustu jól, ber með sér að höfundurinn hefur ríkt ímyndunarafl en sögurn- ar eru á mörkum raunveruleika og fantasíu. Þórdís er spurð hvort hún hafi áhuga á að gera eitthvað svipað í leikhúsi. „Ég hef áhuga á að gera eitthvað nýtt,“ segir hún. „Mig langar að gera tilraunir og prófa mig áfram með miðilinn. Mér finnst ég vera rétt komin með tærnar á þröskuldinn á stað sem býr yfir alls konar nýjum verkfærum og möguleikum. Undan- farið hef ég verið að lesa fjölmörg verk og kynnast leikhúsforminu. Einhvern veginn gerist það samt yfirleitt sjálf krafa að verkin mín enda á þessum óljósa stað mitt á milli fantasíu og raunveruleika. En við sjáum bara til.“ Heillandi form Hún segir um leikhúsformið: „Þetta er form sem mér finnst vera ótrúlega heillandi því innan þess er hægt að gera svo ótal margt, möguleikarnir eru endalausir og allt í umgjörðinni gerist fyrir framan mann. Ég hef alltaf verið heilluð af vinnu sviðs- listafólks og það gefur mér mikla innspýtingu að fá að vinna með því í návígi og kynnast nokkrum leyndarmálum.“ Allt fyrir Hótel & veitingahús í kælingu, frystingu og meira til Afgreiðslu- & kökukælar Stálborð, vaskar, hillur og skáparKlakavélar Vitamix blandarar Hraðkælar & frystar Kæli- & fryskápar og borð Hillukælar Plaststrimlar í kæli- & frystiklefa Vínkælar Bar skápar Minibarskápar BarirKæli- & frystiklefar og allt tilheyrandi 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 C -E D 5 C 2 2 9 C -E C 2 0 2 2 9 C -E A E 4 2 2 9 C -E 9 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.