Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 52

Fréttablaðið - 21.03.2019, Side 52
 AÐALFUNDUR KRÝSUVÍKURSAMTAKANNA 2019 Haldinn að Strandgötu 43 Hafnarfirði miðvikudaginn 3.apríl 2019 kl. 17.00 Dagskrá : VENJULEG AÐALFUNDARSTÖRF Stjórnin Fimmt án ára af mæli Eternal Sunshine of the Spotless Mind er fyrir-taks tilefni til þess að rifja upp hversu mögnuð þessi kvikmynd er. Vill líka svo skemmtilega til að hún hverfist einmitt um minningar og gleymsku. En þó fyrst og fremst sársaukafullar minningar og ástar- sorg sem er svo óbærileg að aðalper- sónan, sem Jim Carrey lék sérlega vel, var tilbúin til þess að nýta nýja tækni til þess að láta fjarlægja þær úr huga sínum. Slíkt hið sama gerði fyrrverandi kærastan, sem Kate Winslet lék. Ástin og tilfinningarnar láta hins vegar ekki að sér hæða og þegar fyrrverandi kærustuparið hittist aftur, algerlega ómeðvituð um að þau áttu að baki fallegt samband og erfiðan skilnað, fella þau hugi saman aftur. Auðvitað getur verið of boðslega freistandi að fá frelsi frá þrúgandi og erfiðum minningum með því einfaldlega að láta þær hverfa. En hvað erum við annað en minning- arnar sem við burðumst með? Gildi minninganna Sennilega ekki mikið og í þeirri erfiðu staðreynd leynist hinn fagri kjarni þessarar fimmtán ára gömlu myndar sem hefur staðist tímans tönn svo vel að þau sem mögulega eru búin að gleyma henni ættu að horfa á hana aftur. Aðrir hafa ekkert val. Þetta er mynd sem allir verða Besta ástarsaga aldarinnar? Fimmtán ár eru liðin frá frumsýningu þeirrar stórmerkilegu og undurfögru myndar Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Á þessum tímamótum vilja einhverjir hampa henni sem einni bestu mynd aldarinnar. Kate Winslet og Jim Carrey fá að kenna á því í Eternal Sunshine of the Spotless Mind að ekki er hægt að flýja minningar, ástarsorg eða ástina. Charlie Kaufman með verðskuld- aðan Óskar fyrir handrit mögulega einnar bestu myndar síðari tíma. NORDICPHOTOS/GETTY að sjá í það minnsta einu sinni á ævinni. Með því skilyrði að þeir gleymi henni ekki. Persónu Winslet f innst hún á tímabili vera að hverfa vegna þess að hana skortir minningar sem hún áður átti og kvöldu hana. Og þegar parið er orðið ástfangið á ný og endurheimtir f y r r i m i n n i n g a r ákveða þau samt að taka sénsinn á öðrum erfiðum sambands- slitum. Vegna þess að ástin er alltaf þess virði, sama hvað gerist síðar. Stóru spurningarnar sem Eternal Sunshine of the Spotless Mind krefur áhorf- andann um svör við, eru einfald- lega hvað gerist ef við sættum okkur við ástarsorgina frekar en að óttast hana. Hvernig væri að taka minn- ingunum og sorginni bara sem hluta af okkur sjálfum frekar en að leggja á f lótta? Kv i k my nd a g a g n r ý n a nd i n n Roger Ebert heitinn endurskoðaði dóm sinn um myndina 2010 og bætti hálfri stjörnu við til þess að hún fengi fullt hús. Sjálfur gaf ég henni fimm stjörnur í Fréttablaðinu á sínum tíma og get því ekki fjölgað þeim þótt ég glaður vildi. En í til- efni tímamótanna gef ég sjálfum mér fimmtán ára gamalt orðið. Og nú eins og þá er spurningarmerki í fyrirsögninni: Lækning við ástarsorg? „Sambandsslit og skilnaðir geta farið ansi illa með fólk og það eru þá ekki síst minningarnar um þá eða þann fyrrverandi sem valda hugarangri og éta þá sem engjast í ástarsorg upp að innan. Í Eternal Sunshine of the Spot- less Mind kemst Jim Carrey að því að það er til skemmtileg og ódýr lausn á þessu hvimleiða vanda- máli; maður fer bara til læknis sem hreinsar burt allar minningar hans um fyrrverandi kærustuna sína. Aðgerðin tekur eina nótt og þegar hann vaknar mun hann ekki sakna elskunnar sinnar, sem Kate Winslet leikur, einfaldlega vegna þess að fyrir honum hefur hún aldrei verið til. Það borgar sig að segja sem minnst um innihald myndarinnar en atburðarásin á sér að mestu stað í huga aðalpersónunnar á meðan hún sefur og horfir á minningar sínar hverfa. Sagan er eftir Charlie Kaufman sem er án efa einn frumlegasti handritshöfundurinn í Banda- ríkjunum þessi misserin en hann á að baki snilldarmyndirnar Being John Malkovich og Adaptation. Þeir sem þekkja til verka hans ættu því að hafa nokkra hugmynd að því að hverju þeir ganga hér. Hann er sem fyrr að þvælast inni í kollinum á persónum sínum og það kemur vel í ljós hér að hann er orðinn býsna f linkur í þessum hugarflækjum þar sem Eternal Sunshine of the Spotless Mind er töluvert betri en fyrri myndirnar og þá er heilmikið sagt. Sagan er í eðli sínu flókin og það hefði hæglega verið hægt að klúðra henni en framsetn- ingin er pottþétt, áferðin smart og leikararnir svo góðir að það klikkar ekkert. Carrey sýnir heldur betur hvað í honum býr og glansar í gegnum hlutverk sitt, Kate Winslet og Eliah Wood (ekkert hobbitalegur) eru einnig traust en senuþjófurinn er Mark Ruffalo sem er gersamlega óþekkjanlegur frá því í In the Cut og tekur af öll tvímæli um það að hann er leikari í topp klassa. Eternal Sunshine of the Spotless Mind vekur upp margar spurningar um ástina, hugsanir, minningar og samskipti kynjanna. Hún svarar ef til vill engu en minnir á hið forn- kveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og að minning- arnar eru það dýrmætasta sem við eigum þó þær geti verið sárar. Lækningin við ástinni og sorg- inni sem getur fylgt henni finnst sjálfsagt aldrei en þessi mynd getur ýft upp sár hjá áhorfendum um leið og hún veitir huggun með því að sýna svo ekki verður um villst að sársauki og söknuður er eitthvað sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera til. Eternal Sunshine er hreinn gull- moli í bíóf lórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ thorarinn@frettabladid.is 2 1 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍÓ 2 1 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 D -0 1 1 C 2 2 9 C -F F E 0 2 2 9 C -F E A 4 2 2 9 C -F D 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.