Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
http://www.ætt.is aett@aett.is5
Skálholtsstaður var í rúst. Reykjavík hafði þá öðl-
ast kaupstaðarréttindi og til stóð að flytja bæði bisk-
upssetrið og Skálholtsskólann til Reykjavíkur, auk
Alþingis. Innan lóðamarka kaupstaðarins voru þá 39
hús og 167 íbúar. Hannes Finnsson Skálholtsbiskup
kom að skipulagningu hins nýja biskupsseturs. Hann
var bæði mjög efnaður og framsýnn maður og hann
gerði sér lítið fyrir og keypti Skálholtið og fékk kon-
ungsleyfi til að sitja þar áfram í sinni biskupstíð.
Laugarnesið hafði hann erft árið 1787 eftir fjar-
skylda frænku sína, Elínu Hákonardóttur, og hafði
því ekkert á móti því að biskupssetrið yrði þar. Ekkert
varð þó úr flutningi biskupsstólsins og sat Hannes í
Skálholti til dauðadags árið 1796. Hann hafði þá ver-
ið sjö ár í hjónabandi með seinni konu sinni, Valgerði
Jónsdóttur. Á þeim var 32 ára aldursmunur. Hún var 18
ára og hann fimmtugur þegar þau gengu í hjónaband.
Hún varð því ekkja 25 ára gömul. Þau Hannes voru
frændsystkin, skyld að öðrum og þriðja.
Valgerður fæddist 1771 á Seljalandi undir Vestur-
Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru efnafólk og fað-
irinn sýslumaður. Fyrri kona Hannesar var Þórunn,
dóttir Ólafs Stephensens stiftamtmanns í Viðey, en
hún var aðeins 16 ára er þau Hannes giftust. Hana
missti hann rúmlega tvítuga.
Þau Hannes og Valgerður eignuðust fjögur börn
sem öll komust upp. Eldri dóttur sína skírðu þau
Þórunni, eftir fyrri konu Hannesar. Hún giftist
Bjarna Thorsteinssyni amtmanni og þeirra sonur var
Steingrímur Thorsteinsson skáld og rektor. Engan
hefði grunað að Þórunn Hannesdóttir, síðasta bisk-
upsdóttirin í Skálholti, ætti eftir að verða tengdamóð-
ir bláfátækrar stúlku, barnabarns Eiríks Hjörtssonar,
ungs bónda í Laugarnesbænum, sem um aldamót-
in 1800 stóð þar í kirkjugarðinum yfir moldum konu
sinnar og ungrar dóttur á helköldum vetrardegi. Slík
blöndun æðri og lægri stétta var nánast óhugsandi.
Þessi fátæka, unga stúlka hét Guðríður Eiríksdóttir
og var frá Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Hún átti eftir
að verða seinni kona Steingríms Thorsteinssonar og
eiga með honum fimm mannvænleg börn.
Voldug og rík
Valgerður biskupsfrú var systir Jóns Johnsen lögsagn-
ara á Stóra-Ármóti, en hann var umboðsmaður kon-
ungsjarða í Árnessýslu. Hún naut hans vel í viðskipt-
um sínum þegar hún eftir lát Hannesar sankaði að sér
jörðum, enda varð hún ein efnaðasta og voldugasta
kona landsins. Ólafur Stephensen stiftamtmaður,
fyrrverandi tengdafaðir Hannesar manns hennar, var
henni einnig afar hollur ráðgjafi. Í tíu ára ekkjudómi
sínum eftir lát Hannesar eignaðist hún 22 jarðir og
rekaítök á tíu rekafjörum austan úr Öræfum og vestur
á Strandir. Hún reisti einnig kirkju í Skálholti og var
sú kirkja kölluð Valgerðarkirkja. Allt þetta sýnir að
hér var enginn meðalmaður á ferð.
Steingrímur Jónsson, seinni maður Valgerðar, var
fræði- og lærdómsmaður. Hann hafði verið skrifari
Hannesar biskups í Skálholti, en Hannes átti mikið
safn gamalla rita. Steingrímur var mikill gáfumað-
ur og einstakur námsmaður, hann lauk embættisprófi
í guðfræði við háskólann í Kaupmannahöfn með
ágætiseinkunn sumarið 1803. Hann var fyrsti rektor
Bessastaðaskóla, prestur og prófastur í Odda og loks
biskup yfir Íslandi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson,
prófastur á Mýrum í Álftaveri, síðar í Holti undir
Eyjafjöllum, og kona hans, Helga Steingrímsdóttir.
Hún var systir eldklerksins Jóns Steingrímssonar.
Steingrímur biskup átti mikið safn handrita og bóka
og var stórvirkur rithöfundur. Hann var frábærlega vel
að sér í sögu landsins og einn lærðasti maður Íslands
um sína daga. Jón Sigurðsson forseti var biskups-
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson gáfu Laugarnes-
kirkjunni altaristöflu eða bænabrík. Hún er eini grip-
urinn sem varðveist hefur frá Laugarneskirkju hinni
fornu.