Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Síða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Síða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is7 sem tekin er í þeim gamla garði í Laugarnesinu. Árið áður hafði annar franskur sjómaður látist úr bólu 23. apríl, einnig hann var jarðaður strax daginn eftir. Holdsveikraspítalinn Holdsveikraspítalinn var gjöf dönsku þjóðarinnar til Íslendinga að frumkvæði dönsku Oddfellowreglunnar. Hann var reistur í nafni vináttu, kærleika og sannleika og vígður 27. júlí 1898. Byggingin var úr timbri á tveim hæðum um 2000 m² að stærð. Spítalinn var þá stærsta hús sem hafði verið reist á Íslandi. Hann var starfræktur til ársins 1940, er hann var fluttur í Kópavog. Spítalinn var gerður fyrir 60 sjúkrarúm, en talið er að um aldamótin 1900 hafi verið um 237 holdsveikir menn á Íslandi. Þegar holdsveikum fækk- aði var hluti byggingarinnar tekinn til annarra nota. Þegar spítalinn var fluttur lagði breski herinn bygginguna undir sig og síðar sá bandaríski. Spítalinn brann til kaldra kola 7. apríl árið 1943. Einu menj- arnar um brunann er skjöldur sem festur var yfir aðalinngangi spítalans. Hann er varðveittur hjá Oddfellowreglunni. Hjáleigurnar Fjórar hjáleigur fylgdu lengi Laugarnesi: Norðurkot, Suðurkot, Barnhóll og nafnlaus hjáleiga austan við bæinn. Suðurkot var niður við sjóinn, beint vestur af síðasta bæjarstæðinu, Suðurkotsvörin er nokkru sunnan við Suðurkotið. Suðurkot var einnig kall- að Naustakot. Norðurkot var norðvestur af síðasta bæjarstæðinu og Norðurkotsvörin þar rétt austan við. Norðurkot var einnig kallað Sjávarhólar. Hverri hjáleigu fylgdi 1 kúgildi. Landskuld eftir hvert þeirra var 40 álnir. Allar þessar hjáleigur voru enn byggðar 1801, en 1835 eru þær komnar í eyði og munu ekki hafa byggst eftir það. Við manntalið 1762 er tvíbýli í Laugarnesi og heimilisfólk alls 14 á báðum búum. Árið 1784 er enn tvíbýli í Laugarnesi. Heimilismenn eru þá 15 alls. Við manntalið 1801 er þar einnig tvíbýli og heimilisfólk alls 17. 1847 er Laugarnes sem fyrr talið 20 hundruð að dýrleika, en 1861 var það 31,3 hundruð. Síðasti torfbærinn í Laugarnesi var rifinn 1885. Hann mun hafa staðið þar sem gamla kirkjan var, eða litlu ofar. Enn sér greinilega móta fyrir kirkjugarðinum. Sameigendur Eftir að biskup flutti frá Laugarnesi 1856 var Laugarnesjörðin seld félaginu ,,Sameigendur Lauganess“ en það réði til sín ábúanda sem sá um að reka jörðina, leigja hagagöngu og selja hey til skepnueigenda í Reykjavík auk þess að selja mó úr Laugamýri og Kirkjumýri. Jörðin varð síðan eign Reykjavíkurbæjar 1885. Síðustu ábúendur Laugarnesjarðarinnar voru hjónin Þorgrímur Jónsson söðlasmiður og Ingibjörg Kristjánsdóttir sem fluttu að Laugarnesi 1915 með stór- an barnahóp. Þau sáu um rekstur á jörðinni og leigu á hagabeit fyrir bæjabúa. 1948 flutti Sigurður Ólafsson Holdsveikraspítalinn var reistur árið 1898. Hann var gjöf dönsku þjóðarinnar til Íslendinga að frumkvæði dönsku Oddfellowreglunnar. Líkan smíðað af Agli Strange eftir vinnuteikningum Gunnars M Theodórssonar. Í Laugarnesi hefur trúlega staðið bær allt frá landnáms- öld. Bæjarhóllinn er hár og mjög greinilegur. Síðasti bærinn var rifinn árið 1987. Þar bjuggu, á fjórða áratug, Sigurður Ólafsson, söngvari og hestamaður og kona hans Inga Valfríður Einarsdóttir ásamt börnum sínum. Þar á undan bjó í Laugarnesi Þorgrímur Jónsson söðla- smiður og kona hans Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir með stóran barnahóp. Ljósmynd Gunnar Svanberg 1952.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.