Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 8
8http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
aett@aett.is
söngvari og kona hans Inga Valfríður Einarsdóttir frá
Miðdal, systir Guðmundar listmálara og myndhöggv-
ara, í Laugarnes, og bjuggu þar á fjórða áratug ásamt
börnunum sínum sex og frægu, ljósu hrossunum sín-
um, þar á meðal hinni landsfrægu Glettu. Yngri dóttir
Sigurðar og Ingu er Þuríður söngkona og listmálari.
Með tímanum færðist borgarbyggðin austur á bóg-
inn, erfðafestulöndum var úthlutað og Laugarnesjörðin
var tekin undir íbúðabyggð. Á stríðsárunum voru
einnig mörg hús flutt í Laugarneshverfið þegar flug-
völlurinn var byggður í Skerjafirði.
Kampurinn
Á stríðsárunum var reist stórt braggahverfi á Laugar-
nestanganum, kallað Laugarneskampur. Árið 1941
tók síðan bandaríska setuliðið við Laugarneskampi,
sem hýsti þá aðallega sjúkradeildir hersins auk skála
hjúkrunarkvenna, yfirmanna og annarra hermanna.
Kampurinn samanstóð af 100 bröggum og öðrum
byggingum.
Þegar umsvif bandaríska hersins drógust saman um
1945, var kampurinn nýttur sem íbúðarhúsnæði fyrir
Íslendinga. Á árunum 1951-1957 voru íbúar flestir í
kampinum eða um 300 manns. Þessi byggð setti um
tíma mikinn svip á Laugarnesið en er nú horfin með
öllu. Í einum bragganna bjó Sigurjón Ólafsson mynd-
höggvari með fjölskyldu sinni. Þar var byggt listasafn
sem ber nafn hans. Síðasti bragginn í Laugarnesi var
rifinn árið 1980.
Í dag er búið í fjórum húsum á svæðinu. Einn
íbúanna er Birgitta Spur, ekkja Sigurjóns Ólafssonar.
Hún er fædd á Fjóni og nam höggmyndalist við
Konung legu listaakademíuna í Kaupmannhöfn.
Við hlið Listasafnsins býr Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndagerðarmaður og í þriðja húsinu, sem
stendur enn sunnar á nesinu býr listakonan Kogga,
Kolbrún Björgólfsdóttir, en eiginmaður hennar var
Magnús Ólafur Kjartansson myndlistarmaður..
Saga Laugarnessins er orðin löng, saga þessa
grágrýtistanga sem forðum myndaðist við eldgos
í Mosfellsheiðinni eins og allur berggrunnur borg-
arinnar og eyjarnar allar. Þar birtist okkur saga þjóð-
arinnar í hnotskurn öld fram af öld. Kirkjugarðurinn,
eina mannanna verkið sem enn sér glöggt stað aftan úr
öldum, geymir íbúa þessarar jarðar í að minnsta kosti
800 ár. En allt er breytingum háð. Engir bátar liggja
lengur í vörunum, söngur Sigurðar er þagnaður, líkt
og hófatak Glettu, en listverk Sigurjóns prýða nesið
þar sem aldan skellur á ströndinni, blíð og stríð, líkt
og hún hefur gert frá ómuna tíð.
Helstu heimildir:
Brynleifur Tobíasson, Saga Laugarness gegnum
aldirnar
Lesbók Morgunblaðins 24. 12. 1943
Árni Magnússon og Páll Vídalín, Jarðabók.
Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma, 1. -3. bindi,
1984-1986.
Bjarni F. Einarsson, Laugarnes. Greinargerð um
fornleifar á Laugarnesi í Reykjavík, Rvík 1993.
Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir, Rvík 1909-
1915.
Einar Bjarnason, Lögréttumannatal, Rvík 1952.
Eiríkur Briem, Árbók hins íslenzka fornleifafélags
1914, Landnám í Reykjavík...
Jón Espólín, Ættartölubækur.
Jón Helgason, Þegar Reykjavík var 14 vetra, Rvík
1916.
Jón Helgason, Árbækur Reykjavíkur 1786-1936.
Jón Helgason, Þeir sem settu svip á bæinn,
Rvík 1941.
Klemens Jónsson, Saga Reykjavíkur, Rvík 1929.
Kvenfélag Laugarnessóknar 35 ára 1941-1976.
Manntöl 1703, 1729, 1801, 1816 og 1845.
Ministerialbækur Reykjavíkur 1769-1797.
Ólafur Snóksdalín, Ættartölur I-III.
Páll Líndal, Reykjavík Sögustaður við Sund,
1.- 4. bindi, Rvík 1986-1988.
Páll Eggert Ólason, Íslenskar æviskrár,
Rvík 1948-1976.
Sálnaregistur Reykjavíkur 1784-1804.
Sögublogg september 2014, Erla Hulda
Halldórsdóttir sagnfræðingur
Þorgrímur Gestsson, Mannlíf við Sund, Býlið,
byggðin, borgin, Rvík 1998.
Þór Magnússon, Laugarneskirkja hin forna,
Afmælisrit Laugarneskirkju 1949-1989.
Þórir Stephensen, Dómkirkjan í Reykjavík,
Rvík 1996.
Æviminningar Steingríms biskups Jónssonar
Laugarneskirkjan, í núverandi mynd, er eitt af
meistaraverkum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara
ríkisins. Hún var reist á erfðafestulandi Kirkjubóls.
Kirkjan var vígð 18. desember 1949. Laugarneskirkju
er fyrst getið árið 1200 í kirknatali Páls Jónssonar
Skálholtsbiskups. Hún stóð þá í sjálfu Laugarnesinu við
kirkjugarðinn allt til 1794.