Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Síða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Síða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is11 Sjúkrasjóður Störfin voru mörg og margbreytileg. Auk þess að annast sjúklingana þvoði hún þvottana, sléttaði línið og þvoði gólfin. Oft annaðist hún einnig matargerð- ina. Það var ótrúlegt hvað hún gat komið miklu í verk. Líkamsþrek hennar var mikið, hún vann margfalt dagsverk, þó átti hún enn meira sálarþrek. Margrét lifði sig inn í starfið og var hjúkrunarkona af guðs náð. Hún þótti hafa einstaklega heilsteypta og trausta skapgerð. Margrét bætti einnig um betur og stofnaði styrkt- arsjóð sjúklinga árið 1933 og gaf sjóðnum 6000 kr. Á þeim tíma var ekki til neitt sjúkrasamlag. Árið 1956 lét Margrét loks af störfum við sjúkrahúsið á Hvammstanga. Þá var hún 68 ára. Eftir nokkurra ára dvöl hjá undirrituðum og konu hans á Litla-Fljóti, þarfnaðist hún sjúkrahúsvistar. Hún dvaldi sín síð- ustu ár á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, sem hún hafði helgað krafta sína áratugum saman. Þar hlaut hún ljúfa og góða umönnun og hjúkrun. Margrét lést 1979 nær 91 árs. Hún hlaut hinstu hvílu í sveitinni sinni og var jörðuð í kirkjugarðinum á Torfastöðum í Biskupstungunum, þar sem systir hennar og nafna, bóndi í Hrosshaga, hlaut einnig sína hinstu gröf. Guðrún María Benónýsdóttir á Hvammstanga orti eftir hana lítið ljóð þar sem segir m.a. Sem verndardís hún sat hjá sjúkrarbeði, og sá hvað ætíð henta mundi best. Hjá hverjum einum vakti von og gleði og veitti allt er sjúkan getur hresst. Kauplaust oft við veikra hvílu vakti, hún vann þá stundum bæði dag og nótt. Og hverjum þeim er raunir henni rakti, hún rétti hjálp svo batinn gengi fljótt. NýIR FéLAGAR Guðjón Hólm Guðjónsson kt. 080359-3579 Hrísarimi 29, 112 Reykjavík Helga Margrét Reinhardsdóttir salvörður og móttökuritari á Þjóðskjalasafni kt. 240349-3969 Sæbólsbraut 59, 200 Kópavogi Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur kt. 150644-2409 Efstaleiti 14, 103 Reykjavík Stefán Halldórsson rekstrarhagfræðingur kt. 211249-4049 Skaftahlíð 1, 105 Reykjavík Vissir þú? ☛ Vissir þú að Þorbjörg Halldórsdóttir, móð- ir Friðriks, morðingja Natans Ketilssonar, og móðursystir Ólafar skáldkonu frá Hlöðum, var dæmd í Natansmálinu til fimm ára þrælk- unar í Betrunarhúsinu í Kaupmannahöfn? Hún afplánaði allan sinn dóm og kom aftur til Íslands að lokinni fangavistinni. ☛ Vissir þú að fjórum árum eftir aftökuna í Vatnsdalshólum var síðasti Íslendingurinn tek- inn af lífi í Kaupmannahöfn? Það var Sigurður Gottsveinsson, sem hafði verið dæmdur til ævilangrar þrælkunar í Kaupmannahöfn fyrir húsbrot og rán á Kambi í Flóa. Í fangavistinni réðst hann á fangavörð með hnífi og var líflát- inn fyrir. ☛ Vissir þú að næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, í Helluhólma í Héraðsvötnum? Þar var Ingibjörg Jónsdóttir hálshöggvin vegna þess að hún hafði fætt barn á laun. ☛ Vissir þú að 1805 átti að taka Steinunni og Bjarna frá Sjöundá af lífi en enginn hæf- ur böðull er sagður hafa fundist til verksins? Steinunn andaðist í fangelsinu í Reykjavík áður en til aftöku kom, en Bjarni var tekinn af lífi í Noregi. ☛ Vissir þú að eftir 1830 var tugur Íslendinga dæmdur til dauða í Hæstarétti? Helstu glæp- ir voru sifjaspell, morð á nýfæddum börnum eða barnsmæðrum. Konungur mildaði refs- ingu allra og enginn var tekinn af lífi. ☛ Vissir þú að það var ekki fyrr en árið 1928 sem dauðarefsing á Íslandi var afnumin með öllu? ☛ Vissir þú að Skúli fógeti var móðurbróð- ir Magnúsar Ketilssonar sýslumanns og Oddnýjar Ketilsdóttur, formóður Hólm­ fríðar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Ættfræðifélagsins? ☛ Vissir þú að Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, var á ferð í Hraununum og kom á bæi og baðst ásjár, þreyttur og svangur, en var úthýst? Þá kvað hann: Úti stend ég ekki glaður illa hlaðinn kaununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna í Hraununum.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.