Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Page 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Page 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 http://www.ætt.is aett@aett.is13 rúmlega sjötugur, en Helga varð fjörgömul, dó rúmlega níræð. Hún tók við búsforræði Gísla biskups sonar síns í Skálholti við andlát tengdadóttur sinnar, og var þar uns Gísli féll frá árið 1638. Sagan segir að Gísli hafi, eins og móðir hans, verið mjög aðhalds- samur og mun í sinni tíð hafa rekið fjölda manns frá Skálholtsstað, þar á meðal bæði börn og gam- almenni. Oddur biskup mun hafa tekið broti steinbog- ans mjög illa, enda ótrúlegt að brytinn hafi ráðist til atlögu án þess að það væri með vitund og vilja bisk- upsfrúarinnar. Biskupinn óttaðist hefnd guðs og Jón Halldórsson tilgreinir sérstaklega, eins og áður sagði, að Margrét dóttir þeirra hafi verið afmynduð í andliti og Eiríkur sonur þeirra hafi þótt vitgrannur, og hafði viðurnefnið „sá heimski“. Það var sagt stafa af því að hann vildi ekki læra til prests. Til eru margar sögur um fávitaskap Eiríks og er þá iðulega nefnt að það hafi stafað af ódæði móðurinnar. Hann var þó ekki ver viti borinn en það að hann eignaðist konu, og þær tvær, en sagan segir að faðir hans hafi séð fyrir því. Dóttirin Margrét þótti skapmikil og yfirgangssöm. Hvort sem það var af útlitinu, skaplyndinu eða einhverju öðru, þá var hún alla tíð einhleyp. „Hafði valbrá á annari kinn, giftist ekki“, segir Espólín um Margréti. Hún var trúlofuð sr. Þórði Jónssyni í Hítardal, frænda Jóns Halldórssonar, „dróst þó sundur, því að leyf- isbréfi frá konungi seinkaði“ segir Jón Halldórsson. Dóttir Þórðar Jónssonar var Guðríður sem giftist Jóni Vigfússyni, „Bauka-Jóni“, Hólabiskupi. Margrét var með efnuðustu konum landsins á sinni tíð. Meðal jarða hennar voru Oddgeirshólar og Öndverðarnes í Grímsnesi, þar sem hún bjó, en þar var hálfkirkja. Sem dæmi um ráðríki hennar, þá var kirkjustaðurinn Snæfoksstaðir, sem er næsti bær við Öndverðarnes, í auðn um tíma vegna yfirgangs og ráðríkis Margrétar. Hún átti í svo miklum deilum við prestana á Snæfoksstöðum að þeir héldust þar ekki við. Það má einnig, ef vill, líta á það sem straff guðs að Gísli sonur biskupshjónanna, Odds og Helgu, var mjög drykkfelldur, eftir því sem Jón Halldórsson í Hítardal segir. Þegar Gísli, árið 1631, siglir til Danmerkur til að taka við biskupsembættinu, eftir lát föður síns, er hann undir eftirliti Ketils Jörundssonar heyrara í Skálholti. Ástæðan mun hafa verið sú að Helga, móðir hans, treysti Katli best til að hafa eftirlit með drykkju son- arins. Gísli varð heldur ekki langlífur, hvort sem það var drykkjunni eða öðru að kenna, því hann lést árið 1638 aðeins 45 ára gamall. Jón Halldórsson nefnir hins Skálholt. Oddur Einarsson var biskup í Skálholti 1589 til 1630. Á harðindaárunum upp úr 1600 var mikil ásókn flökku- lýðs og fátæklinga að Skáholti. Nýttu þeir sér steinbogann yfir Brúarána. Málverk eftir Svein Þórarinsson, málað 1946, í eigu Menntaskólans í Reykjavík.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.