Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017 aett@aett.is bæra trausta heimild fyrir því að ættfæra Margréti Bjarnadóttur sem dóttur Guðlaugar Brandsdóttur, og eru yfirgnæfandi líkur á því að þar hafi verið um handvömm að ræða. Því mun fara best á því að ættfæra Margréti Bjarnadóttur sem dóttur Sigríðar Björnsdóttur í samræmi við vitnisburð hinna gömlu klassísku ættatalnahöfunda. Helstu heimildir: Íslenzkar æviskrár III, bls. 69­70; Eylenda II, bls. 24­ 25, 47, 105-106 og 183; Skyggir skuld fyrir sjón I, bls. 184, 210, 232-233 og 237; Umleikinn ölduföldum, bls. 33 og 44-51; Manntal á Íslandi 1703, bls. 162, 163, 165 og 171; Lbs. 2730, 4to (athugasemdir Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar við Manntal á Íslandi 1703), bls. 162, 163 og 171; Ættatölub. Jóns Espólíns, 2983, 2989-2992, 4872 og 4878-4886; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 194, 195, 238, 660 og 661­662; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 661, 3974, 4444 og 4446-4448; Kirkjubækur Staðar á Reykjanesi í Barðastrandarprófastsdæmi. Horft út eftir Þorskafirði. Kollabúðir fyrir botni fjarð- arins. Ljósmynd Björn Jónsson. Smælki Thor og fyrsta lambið Það er ekki amalegt að lesa það í gömlum skræð- um að forfeður mínir, eða því sem næst, hafi lagt grunninn að veldi og auðæfum Thorsaranna! En þannig var að langalangömmubróðir minn, Daníel Jónsson, hreppstjóri og dannebrogsmaður á Þóroddsstöðum í Húnavatnssýslu, átti með konu sinni, Valgerði Tómasdóttur, son sem Jón hét. Hann var besti vinur Thors Jensen meðan Thor hafði aðsetur á Borðeyri. Thor kom oft til þeirra að Þóroddsstöðum og í ævisögu sinni segir Thor: „Þóroddsstaðir voru rausnarheimili í hvívetna. Þangað kom ég strax fyrsta sumarið á Borðeyri og æ síðan. Þar var allt með myndarbrag, einnig gleðskapurinn ef því var að skipta.“„Vinur minn, Daníel á Þóroddsstöðum gaf mér fjallalamb fyrsta sumarið, það var fyrsta stoðin sem ég fékk hér á landi til þess að geta bjargazt upp á eigin spýt- ur.“ „Af öllum bændum sem ég kynntist þar í hér- aðinu var Daníel mér beztur. Hann fóðraði fyrir mig lambið og síðan átti ég alltaf nokkrar kindur meðan ég var á Borðeyri, þó líklega aldrei fleiri en 5.“ „Daníel var það líka, sem gaf mér fyrsta gull- peninginn sem ég eignaðist. Hann sat eitt sinn á skrifstofunni hjá Sveini húsbónda mínum og var að gera upp við hann viðskiptin, er mér var geng- ið fram hjá dyrunum. Daníel varð mín var, kall- aði á mig og stakk að mér 10 króna gullpeningi. Kvaðst hann gefa mér þetta fyrir lipra afgreiðslu í búðinni og fyrir það, hve fljótur ég hafi verið að læra íslenzku.“ Þau hjónin Daníel og Valgerður voru miklar mæðumanneskjur, þau misstu öll börnin sín í æsku nema Jón, vin Thors, og hans fengu þau heldur ekki að njóta lengi, því hann lést úr lungnabólgu aðeins 21 árs. (Úr Minningabók Thors Jensen Reynsluárin). Ritstjóri Daníel Jónsson dannebrogsmaður á Þóroddsstöðum í Húnavatnssýslu. Valgerður Tómasdóttir húsfreyja á Þóroddsstöðum í Húnavatnssýslu. Smælki Eiðurinn Einu sinni var Sigurði bónda í Ösgerði, koti hjá Arnarbæli, kennt barn, en hann neitaði faðerninu. Málið kom fyrir Steindór sýslumann, og var Sigurði dæmdur eiður. Áður en hann fór til eið- tökunnar, lét hann sauma sér kot og var í því í fyrsta sinn á eiðadaginn. Á þinginu sór Sigurður svofelldan eið: „Ég sver það við sál mína og sam- vizku, að ég hefi ekki haft holdleg mök við stúlk- una N. N., síðan ég kom í þetta kot“. Sýslumaður og þingvottar hugðu, að hann ætti við kotið Ösgerði, og var eiðurinn tekinn gildur. Ekki á allt kosið Ja, það er nú ekki á allt kosið, sagði móðirin, þeg- ar dóttirin kynnti kærastann fyrir henni.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.