Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 4
Ef íslensk blóma- framleiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru. Ólafur Stephensen framkvæmdar- stjóri FA Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara og skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur. Gunnar Geir Gunnars- son, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu 500 KR/STK. 350 KR/STK. 600/750 KR/STK. 750 KR/6 STK. 20% afsláttur 10.-12. maí Vinsælir kínverskir réttir sem þekktir eru um allan heim CHINESE FLAVOUR | VIÐ HLEMM Opið 11:30 - 19:30 ( lokað í vondu veðri ) SAMFÉLAG Fjölskylduráði Norður- þings barst listi með 80 undirskrift- um á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. Meiri- hluti þeirra sem setja nafn sitt á listann eru foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Fjölskylduráð tekur vel í tillöguna en segir hana f lókna í framkvæmd ásamt því að skoða þurfi allar hliðar málsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, for- seti sveitarstjórnar Norðurþings, segir f lókið að verða við þessari ósk: „Fólk hefur skilning á erindinu en afar f lókið er að verða við því, til að mynda vegna félagslegrar einangrunar þeirra nemenda sem ekki myndu fara í leikskóla án þess að hafa sjálfir um það val hvort þeir væru bólusettir eða ekki,“ segir Örlygur Hnefill og bætir við að lagaleg staða til þess að bregðast við erindinu sé ekki skýr þar sem ekki sé skylda að bólusetja börn hér á landi. Öllum börnum með lögheimili á Íslandi stendur bólusetning til boða án endurgjalds en samkvæmt Embætti landlæknis er þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi ófullnægjandi. Fjölskylduráð Norðurþings hefur sent fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og hefur málinu verið frestað þar til álit frá ráðuneytinu hefur borist. Tillögur sem þessar hafa komið upp í f leiri sveitarfélögum landsins, svo sem í Reykjavík og í Garðabæ, þar sem þær hafa í báðum tilfellum verið felldar. – bdj Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss VELFERÐARMÁL „Við höfum sett til- kynningu inn á heimasíðu stofn- unarinnar um að aðgerðir séu nú hafnar og hvernig staðið verður að þessu. Við leggjum áherslu á að fá fyrirspurnir sendar í sérstakt net- fang, buseta@tr.is, en aðstoðum fólk auðvitað líka í gegnum síma,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar (TR), um endurskoðun á búsetuskerð- ingum lífeyrisþega. Félagsmálaráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að TR geti nú hafið endu r út reik ning bót a veg na búsetuhlutfalls þeirra sem búsettir hafa verið erlendis. Jafnframt segir að stofnunin geti í framhaldinu haf ið greiðslur á vangreiddum bótum til þeirra sem á því eiga rétt. Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra að TR hafi ekki talið sig búa yfir heim- ildum til að hefja umrædda vinnu. Beðið hafði verið eftir staðfestingu frá fjármála- og efnahagsráðuneyt- inu um að vinnan gæti hafist og fékkst hún í fyrradag. S a m h l iða leiðrét t i ng u nu m hefur verið unnið að breytingum á lögum um almannatryggingar til að bregðast við áliti umboðsmanns Alþingis frá því síðasta sumar. Þar kom fram að framkvæmd skerð- inga á lífeyrisgreiðslum vegna fyrri búsetu erlendis væri ekki í sam- ræmi við lög. – sar TR getur hafið endurgreiðslur Frá mótmælaaðgerðum gegn skerðingunum sem gerðar voru í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUR Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildar- stjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti inni- haldið á morgunverðarfundi sam- gönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkni- efnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunarakst- urs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akst- ursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Lík- urnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefna- aksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefna- neyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefna- akstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkni- efnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“ arib@frettabladid.is Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs Í fyrra urðu 868 slys á fólki í umferðinni, þar af fimmtán banaslys. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fjöldi slasaðra vegna fíkniefnaaksturs hefur margfaldast á síðustu árum. Deildarstjóri hjá Samgöngustofu segir tíðindin hörmuleg. Erfitt sé þó að taka á vandanum með auglýs- ingaherferð. INNLEND Blómaframleiðsla getur ek k i staðið undir íslenskum blómamarkaði og innf lutningur á afskornum blómum er nauð- synlegur segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda. Ólafur svarar þannig ummælum Axels Sæland í Frétta- blaðinu í gær þar sem h a n n s e g i r t o l l k v ó t a á blómu m ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur og að innlend b l ó m a f r a m - leiðsla geti staðið u n d i r m a r k- aðnum. Innflutningur afskorinna blóma sé óþarfur. „Okkur finnst dálítið merkilegt að stærsti blóma- framleiðandi á landinu skuli kvarta undan samkeppni frá innf lutningi sem nemur 15 prósentum af eingöngu hans framleiðslu og er f lutt inn með 30 prósenta tolli, 30-40 króna gjaldi á hvert blóm. Ef íslensk blómafram- leiðsla stenst ekki slíka samkeppni þá ættu menn kannski bara að fara að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Ólafur. Í blaðinu í gær var einnig fjallað um að innf lutningur afskorinna blóma sé mengandi. Kolefnisspor þeirra sé mun stærra en þeirra blóma sem ræktuð eru hér á landi. Aðspurður segir Ólafur að fjöl- breyttara vöruúrval til neytenda geti haft jákvæð áhrif á umhverfis- vernd: „Það þarf kannski að horfa á það í stærra samhengi. Þegar neyt- endur eru að taka ákvarðanir um hvaða vörur þeir kaupa út frá sínu heildar neyslumynstri. Ef þeir til dæmis spara mikið á því að kaupa innfluttar vörur sem eru ódýrari en innlend framleiðsla þá gengur það kannski hraðar að safna fyrir raf- bíl eða öðrum umhverfisvænum vörum“. – bdj Segir stærsta blómaframleiðanda landsins kvarta undan samkeppni Fólk hefur skilning á erindinu en afar flókið er að verða við því. Örlygur Hnefill Örlygsson 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -2 2 C C 2 2 F 8 -2 1 9 0 2 2 F 8 -2 0 5 4 2 2 F 8 -1 F 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.