Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 2
Veður Æft öðru sinni Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él norðan- og austanlands, einkum við sjávarsíðuna. Skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestanlands og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast suðvestan til, en víða næturfrost, einkum inn til lands- ins. SJÁ SÍÐU 18 ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn REYKJAVÍK Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hunda- og kattahald yrði leyft í fjölbýlishúsum félagsins. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði í haust um að hunda- og kattahald yrði leyft í félagslegum íbúðum. Málið var sent til frekari vinnslu hjá Félagsbústöðum og velferðarsviði og varð niðurstaðan sú að ekki væri rétt að standa gegn umræddu gæludýrahaldi. Á fundi með leigjendum kom fram að það þætti eðlilegt að ákvæð- um laga um fjöl- býlishús væri fylgt en þar er meðal annars gerð sú krafa að af la þurfi samþykkis annarra íbúa. Þá þótti eðlilegt að útiloka tilteknar tegundir stórra hunda. – sar Félagsbústaðir leyfa gæludýr DÓMSMÁL Karlmaðurinn, sem tek- inn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðu r inn hafði t ínt eg g í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem lík- legt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfn- urum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagn- vart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, f lórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja ligg- ur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis him- briminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef ein- staklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. sveinn@frettabladid.is Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Maður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar upp á 450 þúsund krónur fyrir að stela eggjum friðaðra fugla og reyna að flytja úr landi með. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands segir stjórnvöld þurfa að vera á varðbergi. Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eggin hundrað Smyrill 10 egg Flórgoði 5 egg Heiðlóa 4 egg Jaðrakan 8 egg Spói 4 egg Hrafn 10 egg Kjói 4 egg Hrossagaukur 4 egg Kría 4 egg Himbrimi 10 egg Álka 2 egg Skúmur 4 egg Lómur 2 egg Teista 2 egg Langvía 6 egg Silfurmávur 18 egg Sílamávur 3 egg Þorkell Lindberg Þórarinsson. Fleiri myndir frá æfingunni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF- útgáfu á Fréttablaðið.is. +PLÚS Önnur sviðsæfing Hatara fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Tel Aviv í gær. Samkvæmt fregnum FÁSES, félags áhugafólks keppnina, prófaði Hatari nýjan leikmun í stað svipanna tveggja sem voru notaðar á síðustu æfingu. Enn er vafamál hvort trommari sveitarinnar muni sveif la svipum, sem prófaðar voru á þriðjudaginn, eða sleggju í keppninni sjálfri. Ísland tekur þátt í fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 14. maí. SAMGÖNGUR Borgarráð Reykjavík- urborgar samþykkti í gær megin- línur og samningsmarkmið í við- ræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Bensín- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru 75 en á landinu öllu eru þær 250. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að í stað bensínstöðvanna komi íbúðauppbygging, verslanir eða önnur starfsemi. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þess- ari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt,“ ritar Dagur. Loftslagsáætlun Reykjavíkur- borgar gerir ráð fyrir því að bensín- stöðvum verði fækkað um helming fyrir árið 2030. „Nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ ritar Dagur og bætir við: „Og allir með.“ Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að bensínstöðvar verði að mestu horfnar árið 2040 og að bílaumferð og almennings- samgöngur verði laus við losun gróðurhúsalofttegunda sama ár. Árið 2030 er stefnt að því að hlut- deild bílaumferðar verði 58 pró- sent, almenningssamgangna verði 12 prósent og gangandi og hjólandi 30 prósent. – khn Eining um að fækka dælunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -0 F 0 C 2 2 F 8 -0 D D 0 2 2 F 8 -0 C 9 4 2 2 F 8 -0 B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.