Fréttablaðið - 10.05.2019, Side 34
Dagana 27. maí til 8. júní næstkomandi verður haldin jarðvangs-
vika í Reykjanesjarðv-
angi eða Reykjanes
UNESCO Global
Geopark. Þetta
verður röð fjöl-
breyttra viðburða,
meðal annars göngu-
ferðir, fjölskyldurat-
leikur, hreinsun með
Bláa hernum, fuglaskoð-
unar- og fjöruferð og fyrirlestur um
eldvirkni á Reykjanesi. Dagskráin
er enn í mótun og verður auglýst á
vefsíðu jarðvangsins, www.reykja-
nesgeopark.is og á Facebook.
„Vikan hefst á gönguferð í sam-
starfi við Wappið, gönguapp sem
Einar Skúlason stendur fyrir og er
að þróa,“ segir Daníel Einarsson,
verkefnastjóri jarðvangsins á
Reykjanesi. „Wappið inniheldur
meðal annars gönguleiðir um
Reykjanes, sem jarðvangurinn
hefur kostað.“
Útivist í Geopark er samstarfs-
verkefni jarðvangsins, HS Orku og
Bláa lónsins. Dagskrá sumarsins
verður auglýst á næstunni á heima-
síðu/facebook.
Markmið jarðvangsins
Reykjanesjarðvangur vinnur að
því að kveikja áhuga íbúa og gesta
á svæðinu. Meðal annars með því
að vekja athygli á áhugaverðri
jarðsögu. Hann vinnur að því að
fræða íbúa og gesti um svæðið og
annast landsvæðið á sjálfbæran
hátt. Jarðvangurinn nær yfir allt
land sveitarfélaganna Grindavíkur-
bæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesja-
bæjar og Sveitarfélagsins Voga.
Hann varð hluti af alþjóð-
legum samtökum jarð-
vanga, Global Geoparks
Network, árið 2015.
„Ástæða þess að
jarðvangurinn fær
UNESCO vottun er að
það er einstakt á heims-
vísu að úthafshryggur
sjáist svo vel á landi,
þar sem Mið-Atlantshafs-
hryggurinn rís úr sæ og stígur á
land við Reykjanestá. Allt landslag
á svæðinu endurspeglast af því.
Afleiðingin er eldvirkni, gliðnunar-
sprungur, jarðskjálftar og jarðhiti.
Mið-Atlantshafshryggurinn er eitt
stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri
á jörðinni,“ segir Daníel.
Veröld vættanna
Það er ýmislegt fleira á döfinni hjá
Reykjanesjarðvangi á næstunni.
Nýlega var sett af stað verkefni
sem kallast Veröld vættanna. Það
er samstarfsverkefni jarðvangsins,
Þekkingarseturs Suðurnesja og
Markaðsstofu Reykjaness. Mark-
mið verkefnisins er að koma upp-
lýsingum og fróðleik á framfæri
við yngstu kynslóðina. Vættirnir
koma til með að auðvelda öll sam-
skipti við yngri kynslóðina og auka
þannig staðarvitund hennar og
þekkingu á umhverfismálum og
umhverfinu.
Vættirnir eru fjórir. Bergrisinn
góði, Berglind blómadís, Brimir
hafmaður og Reykjanes-Skotta.
„Við fengum Margréti Tryggva-
dóttur, rithöfund og fyrrverandi
alþingiskonu, til að skrifa persónu-
lýsingu og sögu um vættina. Svo
fengum við hönnuðina Guðmund
Bernharð og Silviu Pérez til að
teikna myndheiminn,“ segir Daníel.
„Framhaldið á þessu verkefni er
óendanlegt. Við sjáum til dæmis
fyrir okkur að nýta þetta í fram-
tíðinni til að búa til gönguleiðir
fyrir fjölskyldur. Okkur langar að
setja upp einhvers konar gagnvirk
skilti í hæð barnanna svo þau geti
leitt göngu með foreldrum sínum
og fræðst á sama tíma.“
Samstarf við Bláa lónið
Nýlega tóku Bláa lónið og Reykja-
nesjarðvangur upp víðtækt sam-
starf sem að stuðlar að markmiðum
jarðvangsins og sveitarfélaganna.
Til stendur til að Bláa lónið sjái um
uppbyggingu og rekstur þjónustu-
miðstöðvar við Reykjanesvita. „Það
er mikið fagnaðarefni að fá svona
sterkan aðila til að koma inn í þetta
með okkur,“ segir Daníel.
„Það er ótrúlega fjölbreytt og
mikilfengleg náttúra á Reykjanesi.
Um leið og þú keyrir út af Reykja-
nesbrautinni geturðu farið mjög
flotta hringi á stuttum tíma og séð
fjölbreytta náttúru. Það er hægt að
lýsa Reykjanesinu sem þverskurði
af náttúru Íslands. Það er nánast
allt þarna nema vatnsmiklar ár og
stórir fossar. Við hvetjum alla til að
taka sunnudagsrúntinn og heim-
sækja Reykjanesið.“
Mikilfengleg náttúra og
útivistarperlur á Reykjanesi
Það er hægt að lýsa Reykjanesinu sem þverskurði af náttúru Íslands.
Reykjanes
UNESCO Global
Geopark býður
upp á fjölbreytta
útivist og afþrey-
ingu fyrir alla fjöl-
skylduna.
Margrét Björk, eða Maggý, eins og hún er yfirleitt kölluð, kynntist ferða-
þjónustu frá blautu barnsbeini.
Hún er alin upp á Snæfellsnesi, þar
sem foreldrar hennar voru með
bændagistingu og hefur haldið
sig við ferðaþjónustuna síðan.
Maggý er ferðamálafræðingur og
var í fyrsta útskriftarhópnum sem
lauk BA-námi í ferðamálum frá
Háskólanum á Hólum, en síðan þá
hefur hún bætt við sig ýmiss konar
menntun.
Maggý hefur unnið sem atvinnu-
ráðgjafi hjá Samtökum sveitar-
félaga á Vesturlandi síðan árið
2008, en hún hefur einnig sinnt
ýmsum aukaverkefnum sem
snúast um byggðaþróun og ferða-
þjónustu.
„Síðastliðið ár hef ég unnið
fyrir Markaðsstofu Vesturlands
sem verkefnisstjóri fyrir Áfanga-
staðaáætlun Vesturlands, sem
var unnin undir handleiðslu
Ferðamálastofu. Áfangastaða-
áætlunin snýst um að meta þarfir
og styrkleika ólíkra svæða og
vinna sameiginlega stefnumótun
varðandi framtíðarsýn, markmið
og aðgerðir í ferðamálum,“ segir
Maggý. „Á Vesturlandi þarf að huga
að margvíslegum þáttum varðandi
ferðamálin, því þar eru mjög fjöl-
breytt svæði sem hafa ólíkar þarfir.
Undanfarna mánuði hef ég unnið
að því að kynna Áfangastaða-
Mörg járn
í eldinum
vestanlands
Margrét Björk Björnsdóttir er nýr for-
stöðumaður Markaðsstofu Vestur-
lands. Hún hefur mikla reynslu af
ferðamálum og atvinnu- og byggða-
þróun, sem nýtist vel í þau fjölmörgu
verkefni sem eru í vinnslu.
Maggý er nýtekin við sem forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands.
áætlunina og innleiða verkefni
tengd henni.
Þetta er mjög mikilvægt, því
ferðaþjónustan hefur svo mikil og
víðtæk áhrif á samfélagið,“ segir
Maggý. „Hér í Borgarnesi eru til
dæmis fimmtán veitingastaðir í
boði einfaldlega af því að það eru
svo margir sem eiga leið hér um.
Fjármagnið sem ferðamenn koma
með inn í samfélagið nýtist í alls
kyns þjónustu og uppbyggingu
sem heimamenn njóta góðs af.“
Maggý var ráðin í starfið í eitt ár.
„Á þessu ári langar mig til að efla og
styrkja samtal og samstarf við þjón-
ustuaðila, sveitarfélög, íbúa og gesti,
til þess að við göngum öll í takt í
ferðamálum,“ segir hún. „Ég hlakka
til að sinna verkefnum sem lúta að
ábyrgri uppbyggingu ferðamála,
ásamt því að kynna Vesturland sem
eftirsóknarverðan áfangastað.“
Margt á seyði fyrir vestan
Það er nóg til að kynna. „Á Vestur-
landi er margt í boði og fjölmörg
verkefni og viðburðir í vinnslu. Hér
er líka mjög fjölbreytt náttúra, svo
fólk getur stundað útivist og notið
fegurðarinnar,“ segir Maggý. „Það
er alltaf að bætast í f lóru gisti- og
veitingastaða og hér er hægt að
komast í alls kyns báts- og hesta-
ferðir, skoða hraunhella og jökla og
slaka á í heitum laugum.
Það er líka margt að gerast í
menningu og listum á Vesturlandi.
Hellissandur hefur verið titlaður
„street art capital of Iceland“ og
í Grundarfirði skreytir stein-
höggvari bæinn. Í sumar verður
svo meðal annars haldin stór
samsýning yfir 70 listamanna sem
tengjast Snæfellsnesi,“ segir Maggý.
„Síðast en ekki síst eru hér góðir
golfvellir og íþróttaaðstaða, góð
veiði, frábær matur og mikil saga.“
16 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-5
4
2
C
2
2
F
8
-5
2
F
0
2
2
F
8
-5
1
B
4
2
2
F
8
-5
0
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K