Fréttablaðið - 10.05.2019, Side 38
Ástralski listamaðurinn Kailum
Graves kann vel við sig í óbyggðum.
Ástralski listamaðurinn Kailum Graves vann vídeólistaverk með myndum úr
vefmyndavélum Vegagerðarinnar.
Í verkinu Spukhafte Fernwirk
ung sýnir Graves íslenska vegi og
hvernig þeir breyta um ásýnd á
heilu ári.
Graves dvaldi á Íslandi í tvö
skipti á síðustu tveimur árum,
samtals í fjóra mánuði. Hann bjó
í listamiðstöðinni Nesi á Skaga
strönd en það er alþjóðleg miðstöð
með gestavinnustofum fyrir starf
andi listamenn á öllum sviðum
lista.
„Mig langaði að skoða Ísland á
annan hátt og í staðinn fyrir að
sýna landið í hefðbundnu ljósi vildi
ég kanna skilin milli menningar,
tækni og umhverfis. Hringvegur
inn sem tengir allt landið, fólkið
og ferðamannastaðina var því
áhugavert umfjöllunarefni,“ segir
Graves sem nýtur þess að vera fjarri
mannabyggð í vondu veðri.
Ein fyrsta vefsíðan sem Graves
skoðaði eftir að hann kom til lands
ins var vegagerdin.is.
„Þá uppgötvaði ég vefmynda
vélarnar og fannst frábært að sjá
handahófskenndar myndir af
kindum, mögnuðum sólsetrum,
ferðamönnum að stara á norður
ljós, óveðri og trukkum. Ég fór að
safna saman myndum úr vélunum
á hverjum degi í heilt ár.“
Inntur eftir því hvort hann eigi
sér uppáhalds vefmyndavél svarar
hann að það sé Súðavíkurhlíð 2.
„Línurnar í veginum minna mig á
íslenska fánann.“
Nafnið Spukhafte Fernwirk
ung, sem gæti lauslega útlagst
sem „dularfull fjarvirkni“, dregur
Graves af orðasamband sem Ein
stein notaði til að lýsa fyrirbærinu
„quantum entanglement“.
Það er undarlega dáleiðandi að
horfa á myndbandið sem finna má
á vefslóðinni kailumgraves.com/
spukhaftefernwirkung/.
Listaverk um
vegi Íslands
www.fi.is
Skráðu þig inn – drífðu þig út
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími 568 2533 | www.fi.is
íslenska náttúru
Upplifðu
Gjafabréf FÍ
er ávísun á góða samverustund, útivist, hreyfingu
og upplifun í íslenskri náttúru.
Gjafabréf FÍ gildir sem inneign í ferðir félagsins, fjalla- og hreyfiverkefni,
skálagistingu, félagsaðildar eða til kaupa á miklu úrvali ferðabóka
sem fást á skrifstofunni.
Hægt er að kaupa gjafabréf FÍ á heimsíðu félagsins
www.fi.si og á skrifstofu FÍ Mörkinni 6.
Tilvalin gjöf
fyrir alla
ferðafélaga
og útivistarfólk
20 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN
Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar
frá Rotterdam, í ferðir sem farnar
verða í sumar og næsta vetur.
Þetta er í fyrsta sinn sem hollenskt
flugfélag selur sjálft sæti í ferðir til
Akureyrar, en flugið er tilkomið
vegna ferða á vegum hollensku
ferðaskrifstofunnar Voigt Travel
sem býður upp á skipulögð ferðalög
um Ísland frá Akureyri. Transavia
selur hins vegar aðeins sætin, óháð
Voigt Travel, og má því segja að í
fyrsta sinn sé áætlunarflug í boði
milli Akureyrar og Hollands.
Ljóst er að þetta skapar gríðarleg
tækifæri fyrir ferðaþjónustu á
Norðurlandi, en einnig fyrir aðrar
atvinnugreinar. Norðlendingar
hafa nú enn fleiri tækifæri til að
kaupa stök flugsæti til Rotterdam,
en þessu til viðbótar selur Ferða
skrifstofa Akureyrar stök sæti, sem
og pakkaferðir, til Rotterdam. Vert
er að minnast á að frá Rotterdam er
svo hægt að fljúga áfram til annarra
áfangastaða, en þeir skipta tugum.
Markaðsstofa Norðurlands, sem
skipa eftir nýafstaðna kosningu
Baldvin Esra Einarsson frá Saga
Travel sem jafnframt er formaður,
Viggó Jónsson frá Drangeyjar
ferðum, Sigurður Líndal Þórisson
frá Selasetri Íslands, Arngrímur
Arnarson frá Norðursiglingu og
Edda Hrund Guðmundsdóttir
frá Hótel Laxá, segist í tilkynn
ingu fagna þessum stóra áfanga,
sem er árangur af áralöngu starfi
Flugklasans AIR 66N sem Markaðs
stofan heldur utan um. Það sé mjög
ánægjulegt að geta tilkynnt um
aukna umferð um Akureyrarflug
völl og meiri sýnileika áfangastað
arins Norðurlands og auka þannig
framboð á flugsætum til Íslands,
segir þar enn fremur.
Beint flug frá Rotterdam til Akureyrar
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-3
B
7
C
2
2
F
8
-3
A
4
0
2
2
F
8
-3
9
0
4
2
2
F
8
-3
7
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K