Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 16
Þetta er f lókin ástarsaga, en þó ekki mín ástarsaga. Ekki að öllu leyti,“ segir söngkonan
Gyða Margrét Kristjánsdóttir um
sína fyrstu plötu sem kom út á
dögunum.
Rödd Gyðu er mögnuð og marg-
slungin. Frá barnsaldri lærði hún
á píanó og söng, síðast í tónlistar-
skóla FÍH.
„Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að foreldrar mínir settu mig í tón-
listarnám og á fermingarárinu hóf
ég nám í einsöng sem þroskaði
rödd mína mikið. Í FÍH lærði ég
á píanó og ryþmískan söng, allt
þar til ég tók snarpa u-beygju
síðastliðið haust og skráði mig í
mannfræði við Háskóla Íslands.
Ég hef nefnilega brennandi áhuga
á fólki, menningu og fjölbreyti-
leika mannkyns, og get vitaskuld
alltaf snúið aftur til námsins í FÍH
sem ég geri eflaust þegar fram líða
stundir,“ segir Gyða sem á sér þá
einu framtíðarósk að syngja þótt
gaman væri að starfa við mann-
fræðina samhliða.
Nýtt lag á þriggja vikna fresti
Gyða tók þátt í undankeppni
Söngvakeppni Sjónvarpsins 2018
með laginu Brosa eftir Fannar Frey
Magnússon, samnemanda sinn í
FÍH.
„Eftir keppnina skoruðum við
Fannar hvort á annað að semja
og klára nýtt lag á þriggja vikna
fresti. Það var bæði skemmti-
legt og krefjandi verkefni sem
ýtti okkur af stað að klára heila
plötu sem annars hefði eflaust
ekki tekist jafn fljótt. Við náðum
áskoruninni í öll skipti nema
eitt, þegar ég lagðist í rúmið með
hálsbólgu, en þriðju hverju viku
náðum við að semja og ljúka við
upptökur á nýju lagi og nú eru þau
öll samankomin á plötu,“ útskýrir
Gyða um nýja afurð þeirra Fann-
ars, Andartak.
„Við vorum ráðvillt þegar kom
að titli plötunnar og skrifuðu
niður fullt af hugmyndum en
komumst að því að lögin fjalla öll
um mikilvæg andartök í lífi hvers
manns en í þeim var engin eilífð.
Því þótti okkur Andartak vel við
hæfi.“
Gyða segir viðtökur við Andar-
taki góðar og lögin eru farin að
heyrast á öldum ljósvakans.
„Það er bæði tímafrekt og dýrt
að gefa út plötu og það tekur á
andlega og á persónulegar taugar
en við Fannar tókum þetta föstum
tökum á metnaði, þrjósku og
ákveðni. Útkoman er poppuð raf-
tónlist sem ég veit ekki enn hvort
sé nákvæmlega minn tónlistarstíll
en maður þarf að prófa til að vita
það og hafa trú á sjálfum sér og
draumum sínum.“
Sammannlegar tilfinningar
Sköpunarverk Gyðu og Fannars
fjallar um ást í gleði og sorg.
„Við tölum mikið um ástina,
þótt hún sé ekki alltaf mitt aðal-
yrkisefni. Ástin hefur sín mörgu
andlit og við sömdum um allt
sem okkur datt í hug; að vera yfir
sig ástfangin yfir í sára ástar-
sorg og allt þar á milli. Fyrstu sex
lögin voru hugsuð sem heildstæð
ástarsaga og við röðum þeim
þannig upp en svo tóku við ýmsar
ástarupplifanir og platan er öll í
þeim dúr,“ útskýrir Gyða sem kýs
að ljóstra ekki upp þeim laga- og
textasmíðum sem segja hennar
eigin ástarsögur.
„Nei, ég vil að lögin séu and-
litslaus. Ég hef fengið svo mikið
af skilaboðum sem innihalda
spurningar um hvort lögin séu
um mig og fólk sem ég hef verið að
hitta, en lögin eiga ekki að tengjast
neinum sérstökum. Sum laganna
eru beint frá mínu hjarta en mig
langaði að semja um tilfinningar
sem allir geta tengt við. Sumt
byggir á sögum frá raunverulegu
fólki en allt hjálpar það hlustend-
um að setja sig í kunnugleg spor
á vegi ástarinnar,“ upplýsir Gyða
sem hefur líka uppskorið þakklæti
fyrir tónsmíðarnar á Andartaki.
„Það er svo gott að kveikja á
lagi, skilja það sem maður heyrir
og finna að maður er ekki einn að
burðast með tilfinningar sínar.
Þannig hef ég fengið fjölda skila-
boða með þökkum fyrir huggun
og styrk sem í lögunum felst og
platan er auðvitað líka persónu-
leg losun. Maður kemur frá sér
tilfinningum sem aðrir taka inn
og geta unnið úr í sínum tilfinn-
ingum.“
Vestfirðingar hittast í lagi
Gyða er 22 ára, fædd og uppalin
fyrstu æviárin á Ísafirði en á síðari
æskuárum fluttist hún suður og
hefur ætíð síðan búið í Mosfellsbæ
þar sem hún starfar nú á leikskól-
anum Krikaskóla.
„Ég vona að ég sé góð blanda
úr báðum landsfjórðungum. Ég
fer sem oftast vestur enda á ég
þar stóran frændgarð og góðar
minningar sem kalla á mig aftur
og aftur.“
Við gerð Andartaks rakst Gyða
óvænt á annan Vestfirðing sem
hún þó hefur aldrei hitt í eigin
persónu.
„Ég var á lokametrunum við
gerð plötunnar þegar ég heyrði
í Vestfirðingnum Antoni Lína í
útvarpinu en hann býr á Akureyri.
Mér fannst hann ótrúlega flottur
og sendi honum umsvifalaust
línu og lag sem ég vildi bera undir
hann. Nokkrum dögum síðar
sendi Anton Líni okkur upptöku
með söng sínum og viðbót sem
hann gerði við lagið og þar tók
Fannar við og mixaði lagið saman.
Ég vona svo sannarlega að ég hitti
Anton Lína augliti til auglitis í
sumar og lagið er mitt uppáhalds
á plötunni,“ upplýsir Gyða um hið
seiðandi lagið Þyrni. „Það er bæði
óvænt og skemmtilegt hvernig
heimurinn virkar í dag; að geta
sent frá sér litla orðsendingu sem
hefur þessi áhrif. Draumar geta
vissulega ræst.“
Á plötunni syngur Gyða líka á
dúettinn Ljósár með Guðmundi
Þórarinssyni, atvinnumanni í
knattspyrnu hjá IFK Norrköping
í Svíþjóð, en Gummi Tóta, eins
og hann er kallaður, tók þátt í
Söngvakeppninni með tvö lög
í fyrra, þar af söng hann sjálfur
annað þeirra.
„Lögin sem þegar eru komin
í spilun eru Þyrnir með Antoni
Lína og Í hjartastað, en mitt allra
vinsælasta lag er Einmana sem
fjallar um einmanaleikann og
hvernig allir geta orðið einmana.
Fólk virðist tengja við það, sem og
ástina sem kemur við okkur öll
á einn eða annan hátt. En jafnvel
þótt textarnir höfði til margra er
tónlistin það sem gælir fyrst og
fremst við eyrun og fær fólk til að
hlusta.“
Styður við heillandi Hatara
Komandi vika verður Eurovisi-
on-veisla hjá unnendum söngva-
keppninnar.
„Ég styð Hatara og það er gaman
að vinna á leikskóla þar sem
börnin öll elska Hatara. Þegar
lagið heyrist fara þau að dansa og
syngja og þau kunna textann utan-
bókar. Það er skondið að fylgjast
með þeim þruma hátt: „Svallið
var hömlulaust“ og „Þynnkan var
endalaus“. Það hræðir mig aðeins
að fólk skilji ekki íslenska textann
í keppninni en mér finnst atriði
og framkoma Hatara heillandi.
Það verður tvöfalt Eurovision-
partí ef allt fer samkvæmt áætlun.
Mamma og pabbi eru dugleg að
setja snakk í skál, grilla og halda
upp á Eurovision og ég held að
stemningin í Eurovision sé sú lang-
skemmtilegasta; hún er bæði falleg
og sameinandi,“ segir Gyða sem
syngur reglulega við gleðilegar
athafnir eins og brúðkaup
og skírnir.
„Það er dýrmætt og gefandi og
ég vona að ég verði alltaf að syngja.
Vonandi verður eftirspurn eftir
minni eigin tónlist svo mikil að ég
geti f lutt hana opinberlega. Það
væri skemmtilegt,“ segir Gyða.
Hennar stærstu fyrirmyndir
í tónlistarheiminum eru þrjár
YouTube-stjörnur sem unnu sér til
frægðar að gera eigin ábreiður af
þekktum lögum.
„Það eru þau James Arthur, Tori
Kelly og Shannon Saunders sem öll
hafa sinn eigin karakter í tónlist
og hafa orðið heimsþekkt fyrir
tónlistarflutning sem hófst heima
í stofu. Í þeim þremur sameinast
tónlistarsmekkur minn í heild
sinni.“
Gyða gengur undir listamanns
nafninu gyda á Spotify. Fylgstu
með Gyðu á Instagram: gyda_mus
ic og Facebook: @gyda0music.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Gyða tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2018 með laginu Brosa. Hún segir Eurovision-stemninguna þá langskemmtilegustu, bæði fallega og sameinandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig
Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761
| Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@
frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Ég hef fengið mikið
af skilaboðum sem
innihalda spurningar
um hvort lögin séu um
mig og fólk sem ég hef
verið að hitta, en lögin
eiga ekki að tengjast
neinum sérstökum þótt
sum þeirra séu beint frá
mínu hjarta.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
8
-1
8
E
C
2
2
F
8
-1
7
B
0
2
2
F
8
-1
6
7
4
2
2
F
8
-1
5
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K