Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 23
 Fegurðin í upp- landi Hafnar- fjarðar er mikil og nátt- úruperlurnar margar. Árdís Ármannsdóttir, samskipta- stjóri Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjörður státar af heillandi hafnarsvæði og lifandi miðbæ sem saman- stendur af fjölbreyttum versl- unum, fallegum hönnunar- og handverksbúðum og vinnustofum, kaffihúsum og veitingastöðum sem öll hafa sinn sjarma og sér- stöðu ásamt menningarstofn- unum sem í sameiningu skapa ein- staka upplifun. „Í Hafnarfirði geta allir aldurshópar fundið eitthvað við sitt hæfi. Listunnendur geta heimsótt Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, fróðleiksfúsir söguunnendur heimsótt eitt af sex húsum Byggða- safns Hafnarfjarðar eða þau öll og tónlistarunnendur skellt sér m.a. á tónleika í Bæjarbíói eða á sýningu í Gaflaraleikhúsinu. Þessir staðir ásamt Bókasafni Hafnarfjarðar og fjölda annarra staða bjóða upp á fjölbreytta dagskrá allt árið um kring,“ segir Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðar- bæjar. Stutt í alla þjónustu „Íbúar Hafnarfjarðar nýta sér þessa þjónustu óspart og gestir víða að eru farnir að sækja bæinn heim gagngert til að mæta á námskeið, sækja tónleika og aðra menningarviðburði eða upp- lifa stemninguna beint í gegnum árlegar hátíðir. Þannig fagna Hafn- firðingar sumri með safnhátíðinni Björtum dögum, Sjómannadegi og 17. júní auk þess sem vinsældir Jólaþorpsins í Hafnarfirði ná vel út fyrir landsteinana,“ upplýsir Árdís og bendir á að Hafnarfjörður sé orðinn ferðamannaparadís Íslend- inga sem nýta sér það að gista á þeim hótelum eða gistiheimilum sem finna má í bænum eða tjalda á tjaldsvæðinu á Víðistaðatúni yfir sumartímann. Þaðan er stutt í alla þjónustu, opin leiksvæði, folfvöll, skrúðgarðinn í Hellisgerði og svo allt það sem miðbærinn og hafnarsvæðið hafa upp á að bjóða. Steinsnar frá eru þrjár sundlaugar; Sundhöll Hafnarfjarðar, Suður- bæjarlaug og Ásvallalaug sem allar eru einstakar á sinn hátt og ósnortin fegurð náttúrunnar, m.a. við Hvaleyrarvatn og Ástjörn, rétt handan við hornið.“ Uppskrift að góðum degi í Hafnarfirði Gunnella Hólmarsdóttir f lutti til Hafnarfjarðar ásamt manni sínum, Eðvarði Atla Birgissyni, og tveimur börnum fyrir fjórum árum og hefur fjölskyldan komið sér vel fyrir í Kinnunum í suðurbæ Hafnarfjarðar. Gunnella heldur úti Snapchat og Instagram reikning- unum „HREINSUM HAFNAR- FJÖRГ þar sem hún deilir meðal annars hagnýtum leiðum og aðferðum við flokkun á heimilis- sorpi og plokkun í nærumhverfinu auk þess að veita önnur ráð. Gunnella lýsir hér fyrir les- endum góðum degi með fjölskyld- unni. Hún hvetur bæði Hafn- firðinga og aðra landsmenn til að upplifa Hafnarfjörð gangandi eða á hjóli og það með allri fjöl- skyldunni. „Það skiptir okkur fjölskylduna miklu máli að vera í göngufæri frá menningu, verslun og þjónustu. Við höfðum búið til fjölda ára í miðbæ Reykjavíkur og gátum ekki hugsað okkur að f lytja of langt frá miðbænum og miðbæjarstemningunni. Mið- bærinn í Hafnarfirði uppfyllir allar okkar óskir og vel það. Ég nýt þess að bjóða vinum og fjölskyldu HEIM í Hafnarfjörðinn og áfram í upplifunarferð í miðbæ Hafnar- fjarðar,“ segir Gunnella. „Í lok slíkrar ferðar er ég yfirleitt nánast alltaf búin að selja viðkomandi hugmyndina um að f lytja til Hafnarfjarðar,“ bætir Gunnella hlæjandi. Hreyfing, menning, sund og matur. Já og plokk! „Góður dagur hjá okkur er blanda af hreyfingu, menningu, sundi og mat. Já, og plokki, plokk er orðið fastur liður hjá fjölskyldunni, rétt eins og hjá svo mörgum öðrum fjölskyldum. Það er fullkomið að byrja daginn í einni af þremur laugum bæjarins. Ásvallalaug er innilaug og kjörin fyrir fjöl- skyldur með lítil börn. Við förum yfirleitt í Suðurbæjarlaug eða Sundhöllina sem er söguleg og falleg. Eftir sund er kjörið að skella sér í hjólatúr eða göngu- ferð eftir Strandstígnum á BRIKK eða Pallett og fá sér eitthvað gott af seðlinum þar. Þegar allir eru orðnir nokkuð mettir þá er frábært að hjóla Strandstíginn í heild sinni og stoppa jafnvel á Norðurbakkanum með litla veiði- stöng. Þessa leið er líka gaman að labba því hægt er að fræðast um sögu Hafnarfjarðar á skiltum á stígnum,“ segir Gunnella. „Við höfum gaman af því að koma við í Hafnarborg og ekki skemmir fyrir ef það er einhver skipulögð dagskrá í gangi þar eða á bókasafninu. Námskeið eða vinnustofa fyrir börnin sem við getum notið með þeim. Heimsókn í Byggðasafn Hafnarfjarðar klikk- ar aldrei. Slík heimsókn vekur alltaf upp spurningar og pælingar um lífið og tilveruna bæði nú í dag og hér áður fyrr. Samverustundir sem þessar eru mér afar mikil- vægar,“ segir Gunnella. „Hinum fullkomna degi með fjölskyldunni væri svo hægt að ljúka í aparólunni á Víðistaðatúni, með því að dýfa tánum ofan í Hvaleyrarvatn eða með leik í frisbí-golfi. Síðan er annaðhvort hægt að grilla heima eða í grill- húsinu á Víðistaðatúni eða skella sér á veitingastað á leiðinni heim. Fjölbreytni staða hér í Hafnarfirði er mikil og því hægt að spila valið eftir stemningunni í fjölskyldunni hverju sinni“ segir Gunnella. Paradís fyrir fólk á öllum aldri „Fegurðin í upplandi Hafnarfjarð- ar er mikil og náttúruperlurnar margar,“ bendir Árdís á og bætir við að fjölmargir ganga Helga- fellið á degi hverjum á meðan aðrir kjósa að ganga, hlaupa eða hjóla hringinn í kringum Ástjörn eða Hvaleyrarvatn. „Hvaleyrarvatn er vinsæll viðkomustaður og á góðum degi þá stingur fólk á öllum aldri sér þar til sunds eða fleytir sér á kajak þvert yfir vatnið. Upp- land Hafnarfjarðar er algjör para- dís fyrir útivistarfólk á öllum aldri. Það er stutt upplifananna á milli í Hafnarfirði og ljóst að hver og einn getur fundið stað, skemmtun og upplifun við hæfi.“ Hafnarfjörður frábær fyrir alla Í Hafnarfirði er allt innan seilingar og allir geta fundið stað, skemmtun og upplifun við hæfi. Vinalegur bær sem hefur á síðustu árum og áratugum þróast úr því að vera lítið sjávarþorp í það að vera heilsubærinn Hafnarfjörður með rétt tæplega 30.000 íbúa og enn í stöðugri þróun. Hafnarfjörður er einstaklega fallegur bær þar sem margt er í boði fyrir alla fjölskylduna. Gunnella og fjölskylda hennar á fallegum sumardegi. Í Hafnarfirði eru litlar og skemmtilegar búðir með ýmsa fallega muni. Heilsubærinn Hafnarfjörður leggur áherslu á hreyfingu og vellíðan. KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S T U DAG U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9 LANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 8 -5 4 2 C 2 2 F 8 -5 2 F 0 2 2 F 8 -5 1 B 4 2 2 F 8 -5 0 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.