Fréttablaðið - 10.05.2019, Side 29
Akranesviti er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Akranesi og gegnir um leið
mikilvægum þætti í menningar- og
listalífi bæjarins. Raunar er um tvo
vita að ræða, sá eldri og minni var
byggður árið 1918 en endurbyggður
árin 2012-2013 en sá nýrri og hærri,
Akranesviti, var byggður árin 1943-
1944. Útsýnið frá toppi Akranesvita
er stórfenglegt allan hringinn, frá
Reykjanesskaga, yfir höfuðborgina,
Faxaflóann og út að Snæfellsjökli og
um leið er hann einstakur staður til
tónleikahalds og fyrir myndlistar-
sýningar segir Hilmar Sigvaldason,
vitavörður og umsjónarmaður
Upplýsingamiðstöðvar ferða-
manna á Akranesi. „Upphafið að
breyttu hlutverki vitans má rekja til
haustsins 2011 þegar ég tók myndir
af gamla Akranesvitanum, sem þá
var í afar slæmu ástandi. Ég sendi
myndirnar á Morgunblaðið og bað
um umfjöllun um ástand vitans
sem leiddi til þess að hann var
endurbyggður. Gamli vitinn var svo
valinn á einni erlendri vefsíðu þriðji
fallegasti viti í heimi. Hvað varðar
nýrri vitann, þá var ég formaður
ljósmyndafélags á Akranesi og einn
félagsmanna fékk lánaðan lykil að
vitanum til að taka myndir af toppi
hans. Í millitíðinni fæ ég þessa hug-
mynd að kanna hvort möguleiki
væri að gera vitann aðgengilegan
fyrir almenning. Það tókst það vel
að nú er hann vinsæll ferðamanna-
staður. Þeir sem komu að þessu
starfi með mér voru félagar mínir í
Ljósmyndafélaginu Vitinn á Akra-
nesi auk Akraneskaupstaðar.“
Spennandi dagskrá
Hilmar segir svo margt heillandi
við vitann. „Staðsetning hans er t.d.
frábær og af toppi hans er magnað
útsýni. Hljómburður Akranesvita
heillar marga tónlistarmenn og
hefur honum verið líkt við hljóm-
burðinn í Péturskirkju í Róm. Þá
er vitinn nýttur undir myndlistar-
sýningar. Í dag er vitinn, ásamt
Guðlaugu við Langasand, helsta
aðdráttarafl ferðamanna á Akra-
nesi.“
Dagskrá sumarsins í vitanum
verður spennandi en endanleg
dagskrá er ekki tilbúin. „Í sumar
eru þó tvær myndlistarsýningar. Þá
munu nemendur Tónlistarskólans
á Akranesi sjá um tónlistarflutning
á virkum dögum í allt sumar. Hvað
tónleikahald varðar þá er það
svona tilfallandi. Ég er að reyna að
tengja vitann við nokkrar tón-
listarhátíðir, bæði yfir sumar og
vetur. Klárlega verða þó tónleikar í
vitanum í kringum Írska daga sem
eru í byrjun júlí en sú bæjarhátíð
verður haldin í tuttugasta skiptið í
sumar.“
Vonandi betra aðgengi
Akranesviti er ekki eini viti lands-
ins sem hefur fengið breytt hlutverk
og þar ræður ferðaþjónustan miklu
segir Hilmar. „Meðal annars var vit-
anum í Dyrhólaey breytt um tíma
í gistirými. Það er verið að kanna
möguleika á að opna vita í nágrenni
nokkurra bæjarfélaga. Væntingar
mínar eru þær að sem flestir vitar á
Íslandi verði aðgengilegir almenn-
ingi, líkt og gert er með Akranes-
vitann. Að sjálfsögðu verður að
takmarka opnunartímann því
að ekki gengur upp að vera með
vitana opna allan sólarhringinn án
eftirlits. En vitar eru afar heillandi
byggingar og staðsetning þeirra
líka. Ég myndi til dæmis vilja hafa
menningarviðburði við alla vita
landsins á Jónsmessu, þá til dæmis í
formi tónleika eða upplesturs.“
Hægt er að fylgjast með dagskrá
Akranesvita á Facebook-síðunni
Akranesviti.
Akranesviti í nýju og spennandi hlutverki
Akranesviti er
einn vinsælasti
viðkomustaður
ferðamanna á
Akranesi. MYND/
AKRANESKAUP-
STAÐUR
Einn vinsælasti
viðkomustaður
ferðamanna
á Akranesi er
Akranesviti. Út-
sýnið af toppi
hans er frábært
og vitinn gegnir
stóru hlutverki í
lista- og menn-
ingarlífi bæjarins
en þar eru m.a.
haldnir tónleikar
og myndlistar-
sýningar.
Velkomin
á Akranes
Fjölbreytt
og frábær
skemmtun
Menningarleg
upplifun
Byggðasafnið í Görðum
Akranesviti
Eitthvað fyrir
alla fjölskylduna
Sund og fjöruferð
Klifur og golf
Skemmtileg útivist
fyrir alla
Guðlaug og sjósund
Göngu- og hjólaleiðir
Fjallgöngur á Akrafjall
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXKYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 1 0 . M A Í 2 0 1 9 LANDSBYGGÐIN
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
8
-2
7
B
C
2
2
F
8
-2
6
8
0
2
2
F
8
-2
5
4
4
2
2
F
8
-2
4
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K