Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 36
Kraftmikið starf fer fram hjá Sjóbaðsfélagi Akraness en bæjarbúar hafa lengið
stundað sjósund í sjónum við
Langasand. Ein þeirra sem hefur
stundað sjósund í mörg ár er Skaga-
konan Carmen Llorens sem stakk
sér fyrst í kaldan sjóinn árið 2011 og
hefur ekki hætt síðan. „Ég var búin
að heyra um sjósund og langaði að
prófa. Það var síðan fyrir átta árum
sem ég ákvað að prófa og það varð
ekki aftur snúið. Mér finnst ótrú-
lega skemmtilegt að tilheyra þessu
sjósundssamfélagi og það eru svo
sannarlega allir velkomnir enda
eru þeir sem stunda sjósund frá 5-6
ára aldri og allt upp í áttrætt.“
Réttur búnaður mikilvægur
Hún segir ískalt bað vera allra
meina bót. „Það er eiginlega ekki
hægt að lýsa þessu með orðum.
Ég er einfaldlega endurnærð eftir
sjóbaðið. Vissulega er þetta ískalt
þegar ég fer ofan í, sérstaklega yfir
veturinn, en það breytist eftir smá-
stund ofan í sjónum. Þá hætti ég að
finna fyrir kuldanum og fer að líða
vel. Ég mæli hiklaust með þessu og
fólk á öllum aldri af báðum kynjum
getur stundað sjósund. Áhuginn
er alltaf að aukast og við hvetjum
alla til þess að prófa. Hér á Akranesi
lánum við líka búnað til þeirra sem
vilja prófa. Þótt sjórinn sé kaldur í
fyrstu skilar æfingin svo sannarlega
árangri. Það getur þó tekið tíma
að þjálfa sig upp í kalt hafið og því
er réttur útbúnaður mikilvægur,
sérstaklega sjósundsskór, vettlingar
og hetta á höfuðið yfir kaldasta
tímann.“
Syndir víða
Hún segist helst synda á Akranesi
enda sé aðstaðan þar frábær. „Guð-
laug við Langasand hefur gjörbreytt
aðstöðunni hér og það verða allir
sem stunda sjósund að prófa Guð-
laugina. Fyrir utan Akranes þá fer
ég stundum í Hvalfjörð og syndi
þar í grennd við Bjarteyjarsand.
Sjóbaðsfélag Akraness fer árlega í
lok ágúst og syndir „Helgusundið“
ef veður leyfir. Sundið er kennt við
Helgu sem var jarlsdóttir frá Gaut-
landi. Hún bjargaði sér og tveimur
sonum sínum úr Geirshólma og í
land og í dag er það kallað Helgu-
sund. Vegalengdin er um 1.600
metrar. Þar er einnig mjög góð
náttúrulaug sem tekur vel á móti
sjófólki. Lengstu sundin hjá mér
á hverju ári er úr Skarfavör og á
Langasand, sem er um 1.600 metra
langt sund.“
Sjórinn er allra meina bót
Aðstaða til sjósunds er frábær á Akranesi eftir að Guðlaug var opnuð á Langasandi í fyrra. Carm
en Llorens er ein þeirra fjölmörgu sem stunda sjósund og segir það hæfa fólki á öllum aldri.
Carmen, aftast á mynd með fánann, með hressum sjósundsfélögum sínum.
Glæsilegt Akrafjallið blasir við sundköppum.Á nýársdag klæða sjósundskappar sig upp og synda í köldum og hressandi sjónum.
Frá árlegri stungukeppni sem er haldin við Langasand.
Mér finnst ótrúlega
skemmtilegt að
tilheyra þessu sjósunds
samfélagi og það eru svo
sannarlega allir vel
komnir enda eru þeir
sem stunda sjósund frá
56 ára aldri og allt upp í
áttrætt.
18 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN
Opið virka daga
kl. 11:00 - 22:00
Helgar
kl. 16:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.790 kr.*
KJÚKLINGUR Í ANANASSÓSU
SVÍNAKJÖT Í KUNG PAOSÓSU
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI
*tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum.
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
8
-4
F
3
C
2
2
F
8
-4
E
0
0
2
2
F
8
-4
C
C
4
2
2
F
8
-4
B
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K