Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 22
Um 76 prósent Íslendinga fóru í dagsferð árið 2017. Voru farnar að jafnaði 4,7
ferðir. Þetta kemur fram í skýrslu
Ferðamálastofu. Um fjórðungur
ferðalanga fór í eina til tvær ferðir,
ríf lega fimmtungur þrjár til fimm
ferðir og svipað hlutfall sex eða
fleiri ferðir. Dagsferð er skil-
greind sem að minnsta kosti fimm
klukkustunda löng ferð út fyrir
heimabyggð án þess að gist væri
yfir nótt.
Flestir fara á Suðurlandið eða 61
prósent. Þar á eftir kemur Vestur-
land og höfuðborgarsvæðið,
Norðurland og Reykjanes fá
saman bronsið með 22 prósent.
Langflestir fara á Þingvelli
og næstvinsælasti dagsferðar-
rúnturinn er Geysir og Gullfoss.
Borgarnes er í fjórða sæti og
Reykjanesbær fær fimmta sætið
yfir vinsælustu dagsferðarstaði
landsins.
Um 84 prósent ferðuðust innan-
lands árið 2017. Farnar voru að
jafnaði um sex ferðir og var megin-
tilgangur flestra þeirra, eða í 70%
tilfella, frí eða skemmtiferð.
Júlímánuður var sem fyrr vin-
sælastur til ferðalaga 2017. Fast
á eftir fylgdu ferðalög í ágúst og
júní. Færri ferðuðust aðra mánuði.
Flestir gistu í sumarhúsi, íbúð
í einkaeign og hjá vinum eða
ættingjum. Gisting á hóteli eða
gistiheimili, í tjaldi, fellihýsi eða
húsbíl, sumarhúsum eða orlofs-
húsum var auk þess mikið nýtt.
Af þeirri afþreyingu sem greitt
var fyrir á ferðalögum árið 2017
fóru margir í sund eða jarðböð, á
söfn eða sýningar, á tónleika eða
í leikhús, á tónlistar- og bæjar-
hátíð og í veiði. Önnur afþreying
var nýtt í minni mæli s.s. dekur
og heilsurækt, skíðaferðir, golf og
ýmiss konar skoðunarferðir. Um
29% greiddu ekki fyrir afþrey-
ingu.
Þingvellir vinsælasta dagsferðin
Borgarnes kemur inn í þriðja sæti af þeim 56 stöðum sem spurt var um vítt
og breitt um landið enda margt hægt að gera þar í bæ. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
28 prósent rúlluðu á Þingvelli í dagsferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Í skýrslu Ferða-
málastofu fyrir
árið 2017 kemur
fram að 76 pró-
sent Íslendinga
fóru í dagsferð.
Langflestir rúlla
um Suðurlandið.
Um 84 prósent
ferðuðust innan
lands árið 2017. Farnar
voru að jafnaði um sex
ferðir og var megin
tilgangur flestra þeirra
frí eða skemmtiferð.
Príma er mest selda kryddið á Íslandi og við seljum það raunar um allan heim,“ segir
Gunnar Tryggvi Halldórsson,
gæðastjóri Vilko, og tekur dæmi
um gómsætt krydd sem nú fer
sigurför um heiminn.
„Við fáum fyrirspurnir oft í viku
um kartöflukrydd Príma, út á
franskar kartöflur. Þá hafa ferða-
menn heimsótt Ísland, fengið sér
franskar og fundið eitthvað alveg
sérstakt sem þeir finna ekki ytra
þegar heim er komið. Því hafa þeir
samband og panta sér kryddið út,“
upplýsir Gunnar.
Skemmtilegasta sagan inni-
heldur indversk hjón sem kolféllu
fyrir kartöflukryddinu góða.
„Þau settust inn á veitinga-
stað hér á Blönduósi og fengu sér
franskar með vel af kartöflukryddi.
Þegar þeim var sagt að kryddið
væri framleitt í sama bæ komu þau
í heimsókn og keyptu sér fimm
kíló af kartöflukryddi sem þau
tóku með heim til Indlands þar
sem öll krydd heimsins verða til,“
segir Kári Kárason, framkvæmda-
stjóri og brosir.
Krydd sem allir elska
Kryddlína Príma samanstendur
af 139 kryddum fyrir matseld og
bakstur. Nú fást líka lífræn krydd
í verslunum Krónunnar sem er
skemmtileg nýjung og mun fara
víðar.
„Fram undan er indæll grilltími
sumarsins og við grillmennskuna
er ómissandi að bragðbæta matinn
með nýjum kryddum Príma; Grill-
borgaranum og Grillmeistaranum.
Með nýju grillkryddunum svörum
við óskum neytenda um fleiri og
grófari kryddblöndur á grillmat
og útkoman er ný, fersk og ómót-
stæðileg blanda,“ segir Kári sem
þróar kryddblöndur Príma í góðu
samstarfi við birgja fyrirtækisins
ytra.
„Í farvatninu eru æðislega
spennandi krydd en við blöndum
líka gamalgrónar krydduppskriftir
enda talsvert um kryddblöndur
sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri
við, eins og sítrónupipar sem er
einstaklega vel heppnuð krydd-
blanda og gott dæmi um krydd
sem er sérframleitt eftir okkar upp-
skrift og óskum,“ útskýrir Gunnar.
Yfir 300 samlokuuppskriftir
Príma er í góðum tengslum við yfir
fjögur þúsund fylgjendur sína á
samfélagsmiðlum.
„Þaðan fáum við ríkulegar hug-
myndir um kryddnotkun lands-
manna og sjáum fólk nota óvæntar
kryddblöndur á til dæmis kartöflur
og grænmeti. Þá verða til trend og
tískusveiflur sem við sjáum fljótt í
sölutölum og grill snapparar nota
gjarnan allt önnur krydd en við
lögðum upp með en þannig hefur
til dæmis komið í ljós að lamba-
kjötskryddið er sturlað gott út
á laxinn,“ upplýsir Gunnar sem
hefur líka spurt velunnara Príma
á samfélagsmiðlum hvaða krydd
þeir noti á samlokurnar sínar.
„Við þeirri spurningu fengum
við um 300 svör og því eru nú
til um 300 uppskriftir af sam-
lokum með Príma-kryddi á einni
færslu. Þannig verða til óvænt tvist
úr ólíklegustu kryddblöndum,
spánnýr vinkill á notkun krydds-
ins og um leið unaðsleg bragðupp-
lifun þeirra sem njóta.“
Sjá nánar á vilko.is og á Facebook
undir Prima krydd.
Príma kryddin sigra heiminn
Grillsumarið er fram undan og ný grillkrydd Príma alls ómissandi við grillmennskuna. Príma á í
góðu vinfengi við fylgjendur á samfélagsmiðlum og sendir krydd til Íslandsvina um allan heim.
Hér má sjá fimm vinsælustu kryddin frá Príma og nýja Grillborgarann.
Óvænt tilbrigði
við krydd Príma
verða til hjá
fylgjendum
fyrirtækisins
á samfélags-
miðlum, eins
og þetta dúó
af piparblöndu
og hvítlauks-
pipar sem gerir
kartöflu- og
grænmetisrétti
að einskærri
sælkeraupp-
lifun.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN
1
0
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
8
-5
4
2
C
2
2
F
8
-5
2
F
0
2
2
F
8
-5
1
B
4
2
2
F
8
-5
0
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K