Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 28
Laugin Guðlaug á Langasandi var opnuð við hátíðlega athöfn í desember á síðasta ári og hefur verið afar vinsæl síðan meðal bæjarbúa, ferðamanna og annarra landsmanna. Að sögn Sædísar Alexíu Sigurmundsdóttur, verkefnastjóra hjá Akraneskaup- stað, var markmiðið með byggingu Guðlaugar að auka útivistargildi svæðisins, fjölbreytileika þess og koma til móts við núverandi not- endur svo og framtíðarnotendur. „Aðsókn í sjóbað hefur stóraukist og er það einn þáttur í að koma til móts við þann hóp. Svo og að auka enn frekar sérstöðu svæðisins þar sem Langisandur er um margt sérstakt svæði og má þá helst nefna að hann er eina náttúrulega baðströndin í þéttbýli á Íslandi og mannvirki á við Guðlaugu þekkist ekki á Íslandi. Með því að skapa enn frekari sérstöðu sjáum við tæki- færi í því að auka straum innlendra og erlendra ferðamanna svo og að auka notkun heimamanna og bæta lýðheilsu almennings.“ Guðlaug er staðsett í grjótgarð- inum við Langasand og saman- stendur hún af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. „Útsýnið úr lauginni er stórfenglegt en þaðan sést yfir Faxaflóann og til Reykjavíkur. Hæð mannvirkisins er um sex metrar yfir meðalstór- streymisflóði og er gert ráð fyrir því að sjór geti f lætt inn í vaðlaugina.“ Einstök hönnun Guðlaugar Samningur um framkvæmdina var undirritaður í ágúst 2017 og tók því framkvæmdin um sextán mánuði. Sædís segir Guðlaugu byggja á æva- fornri baðmenningu Íslendinga, sem nýtt hafa heita vatnið til baða frá landnámi. „Samkvæmt hönn- unarvinnu Basalt arkitekta tekur Guðlaug mið af fornu hringlaga laugaforminu og lagar það að ein- stakri staðsetningu á Langasandi og sjósóknarsögu Akraness. Hug- myndin kviknaði út frá dældum sem myndast umhverfis steina á sandinum en þá myndast litlar náttúrulegar „laugar“ í f læðar- málinu. Þessi hugmynd var svo tekin áfram og formað mannvirki á þremur stöllum í sjóvarnargarð- inum sem hver og einn hverfist um stakan stein líkt og á ströndinni.“ Þarfir sjósundfólks höfðu einnig áhrif á hönnun lauganna að sögn Sædísar. „Sjósundfólki finnst mörgu kostur að þurfa ekki að fara beint ofan í heitan pott úr köldum sjó, en neðri laug Guðlaugar er kaldari þar sem yfirfallið úr efri lauginni kælir vatnið og það blandast sjó. Þannig getur sundfólk trappað sig upp og niður í hita til að minnka óþægileg áhrif á líkamann.“ Heillandi nálægð við hafið Umsagnir bæði heimamanna og gesta hafa verið gríðarlega jákvæðar að hennar sögn. „Margir heimamenn stunda laugina, bæði sjósundsfólk og aðrir, og er laugin orðin fastur liður í hversdagslegri rútínu fjölda fólks. Erlendir gestir sem heimsækja laugina verða fyrir miklum áhrifum af nálægð við hafið og hafa margir lýst því yfir að þetta sé ein sterkasta upplifun af íslenskri náttúru sem þeir verða fyrir á ferð sinni um landið.“ Búningsklefar eru á svæðinu og útisturtur. „Í framtíðinni ætlum við að útbúa varanlegri búningsað- stöðu með innisturtu og salernum auk veitingasölu. Auk þess er verið að bæta aðgengi frá lauginni niður á sandinn og aðstöðu fyrir skó og handklæði nær lauginni. Einn- ig verður hægt að leigja búnað til sjósunds. Ég hvet því sem flesta til að koma í heimsókn og kynnast þessari einstöku perlu bæjarins.“ Guðlaug er opin alla daga vikunnar, frá 1. maí til 31. ágúst, frá kl. 12-20 fyrir utan miðviku- og laugardaga, þá verður opið frá kl. 10-18 og lengst á sunnudögum eða frá kl. 10-20. Aðgangur í laugina er ókeypis. Nánari upplýsingar á Facebooksíðu laugarinnar undir heitinu Guðlaug. NaturalPool Náttúruleg og glæsileg laug við Faxaflóa Akranes – góður bær heim að sækja Á Akranesi má finna fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri. Bærinn er tilvalinn viðkomu- staður á styttri og lengri ferðalögum enda stutt frá höfuðborginni og nú er ókeypis í gögnin. Guðlaug er ný afþreyingarlaug við Langasand á Akranesi sem tekin var í notkun fyrir fimm mán- uðum. Laugin nýtur mikilla vinsælda meðal heimamanna og innlendra sem erlendra ferða- langa. Guðlaug samanstendur af útsýnispalli, heitri laug og grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar. Akranes býður upp á frábæra aðstöðu fyrir golfara en þar má finna 18 holu völl sem heitir Garðavöllur, yfirbyggt og flóðlýst æfingasvæði utandyra, pútt- og vippvelli og sex holu æfingavöll. Í nýrri frístundamið- stöð er svo boðið upp á glæsilega inni æfingastöðu með púttvelli og golfhermum auk þess sem miðstöðin býður upp á frábæra aðstöðu fyrir golfara og aðra gesti segir Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri golfklúbbsins Leynis á Akranesi. „Það sem helst einkennir Garðavöll er hvað hann er léttur á fótinn og hentar öllum kylfingum á mismunandi getustigi í golfi. Völlurinn er sannkallaður keppnisvöllur og ávallt tilbúinn snemma á vorin og mikið heims- sóttur af kylfingum enda eru skráðar heimsóknir um 18.000 á hverju ári.“ Golfklúbburinn Leynir hefur yfir að ráða góðri yfirbyggðri æfingaaðstöðu sem kallast Teigar en þar geta kylfingar æft í skjóli óháð veðrum og vindi allt árið um kring. „Æfingaaðstaðan er f lóðlýst með tólf bása þar sem kylfingar geta slegið af gervigrasmottum. Kylfingar geta æft öll golfhögg, hvort sem það eru stutt vipp úr glompu eða löng högg með tré- kylfu. Við bjóðum upp á mikið úrval af skotmörkum.“ Frábær aðstaða Ný frístundamiðstöð er sann- kallað fjölnotahús sem nýtist til margra hluta segir Guðmundur. „Húsið er félagsaðstaða Leynis með afgreiðslu vallar, golfverslun, skrifstofum og fundaraðstöðu auk inni æfingaaðstöðu. Veislusalur hússins býður upp á móttöku gesta og kylfinga og rúmar 200 manns í sæti. Salurinn býður upp á að vera skipt upp í tvo til þrjá minni sali og því er hægt að vera með mis- munandi hópa og gesti samtímis. Galito Bistro Café rekur veitinga- hluta hússins og þjónustar mat og drykk fyrir gesti hússins.“ Garðavöllur er í þægilegri fjar- lægð frá höfuðborgarsvæðinu og nýta margir sér það að sögn Guð- mundar. „Á hverju sumri koma um 12-13.000 gestir utan póst- númera 300 og 301 og stór hluti þeirra er frá höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur eru góðar yfir sumar- tímann og nú kostar ekkert að fara í Hvalfjarðargöngin. Mikið bókaður Hann segir sumarið líta vel út og völlurinn sé mikið bókaður fyrir ýmiss konar golfmót og mót- töku hópa. „Sömuleiðis má nefna að bókanir eru góðar á veislusal nýrrar frístundamiðstöðvar og spennandi tímar eru fram undan í rekstri hússins í samstarfi við Galito Bistro Café. Stærstu golf- mótin á næstunni eru stigamót unglinga í maí, Íslandsmót í holu- keppni í júní, meistaramót Leynis í júlí og Íslandsmót golfklúbba 2. deild kvenna í júlí.“ Nánari upplýsingar um Garðavöll má finna á leynir.is. Frábær aðstaða fyrir golfara í fallegu umhverfi Golfklúbburinn Leynir býður golfurum upp á frábæra aðstöðu á Akranesi. Þar má m.a. finna 18 holu völl, gott æfingasvæði og glæsilega nýja frístundamið- stöð. Völlurinn er í þægilegri fjar- lægð frá höfuð- borgarsvæðinu. Ný frístundamiðstöð hýsir m.a. félagsaðstöðu Leynis, golfverslun, æfingaaðstöðu, veitingaaðstöðu og veislusal. MYND/AKRANESKAUPSTAÐUR 10 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -2 7 B C 2 2 F 8 -2 6 8 0 2 2 F 8 -2 5 4 4 2 2 F 8 -2 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.