Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 2
Veður Æft öðru sinni Norðlæg átt, 5-10 m/s. Él norðan- og austanlands, einkum við sjávarsíðuna. Skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestanlands og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast suðvestan til, en víða næturfrost, einkum inn til lands- ins. SJÁ SÍÐU 18 ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn REYKJAVÍK Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hunda- og kattahald yrði leyft í fjölbýlishúsum félagsins. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði í haust um að hunda- og kattahald yrði leyft í félagslegum íbúðum. Málið var sent til frekari vinnslu hjá Félagsbústöðum og velferðarsviði og varð niðurstaðan sú að ekki væri rétt að standa gegn umræddu gæludýrahaldi. Á fundi með leigjendum kom fram að það þætti eðlilegt að ákvæð- um laga um fjöl- býlishús væri fylgt en þar er meðal annars gerð sú krafa að af la þurfi samþykkis annarra íbúa. Þá þótti eðlilegt að útiloka tilteknar tegundir stórra hunda. – sar Félagsbústaðir leyfa gæludýr DÓMSMÁL Karlmaðurinn, sem tek- inn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðu r inn hafði t ínt eg g í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem lík- legt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfn- urum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagn- vart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Nátt- úrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, f lórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja ligg- ur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis him- briminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef ein- staklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. sveinn@frettabladid.is Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Maður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar upp á 450 þúsund krónur fyrir að stela eggjum friðaðra fugla og reyna að flytja úr landi með. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands segir stjórnvöld þurfa að vera á varðbergi. Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eggin hundrað Smyrill 10 egg Flórgoði 5 egg Heiðlóa 4 egg Jaðrakan 8 egg Spói 4 egg Hrafn 10 egg Kjói 4 egg Hrossagaukur 4 egg Kría 4 egg Himbrimi 10 egg Álka 2 egg Skúmur 4 egg Lómur 2 egg Teista 2 egg Langvía 6 egg Silfurmávur 18 egg Sílamávur 3 egg Þorkell Lindberg Þórarinsson. Fleiri myndir frá æfingunni er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF- útgáfu á Fréttablaðið.is. +PLÚS Önnur sviðsæfing Hatara fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í Tel Aviv í gær. Samkvæmt fregnum FÁSES, félags áhugafólks keppnina, prófaði Hatari nýjan leikmun í stað svipanna tveggja sem voru notaðar á síðustu æfingu. Enn er vafamál hvort trommari sveitarinnar muni sveif la svipum, sem prófaðar voru á þriðjudaginn, eða sleggju í keppninni sjálfri. Ísland tekur þátt í fyrra undanúrslitakvöldinu þriðjudaginn 14. maí. SAMGÖNGUR Borgarráð Reykjavík- urborgar samþykkti í gær megin- línur og samningsmarkmið í við- ræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Bensín- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru 75 en á landinu öllu eru þær 250. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að í stað bensínstöðvanna komi íbúðauppbygging, verslanir eða önnur starfsemi. „Skilgreindir hafa verið hvatar fyrir olíufélögin til að hraða þess- ari umbreytingu í samvinnu við borgina í græna átt,“ ritar Dagur. Loftslagsáætlun Reykjavíkur- borgar gerir ráð fyrir því að bensín- stöðvum verði fækkað um helming fyrir árið 2030. „Nú brá svo við að borgarráði leist svo vel á uppleggið að það sameinaðist um að herða á markmiðinu og stefna á að ná því fyrir árið 2025,“ ritar Dagur og bætir við: „Og allir með.“ Loftslagsáætlun borgarinnar gerir ráð fyrir að bensínstöðvar verði að mestu horfnar árið 2040 og að bílaumferð og almennings- samgöngur verði laus við losun gróðurhúsalofttegunda sama ár. Árið 2030 er stefnt að því að hlut- deild bílaumferðar verði 58 pró- sent, almenningssamgangna verði 12 prósent og gangandi og hjólandi 30 prósent. – khn Eining um að fækka dælunum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -0 F 0 C 2 2 F 8 -0 D D 0 2 2 F 8 -0 C 9 4 2 2 F 8 -0 B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.