Mosfellingur - 10.01.2019, Side 2
Í þá gömlu góðu...
héðan og þaðan
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 31. janúar
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Í fjórtánda skipti veljum við nú Mosfelling ársins. Fjölmargar
tilnefningar bárust okkur og fyrir
valinu varð Óskar Vídalín faðir Einars
Darra sem lést eftir neyslu
lyfsseðilsskyldra lyfja. Það
hefur verið aðdáunarvert
að fylgjast með hvernig
aðstandendur hafa tekið
málin í sínar hendur
og hrundið af stað
þjóðarátaki sem
tekið er eftir. „Ég á
bara eitt líf“ eru
svo sannar-
lega orð að
sönnu.
Uppskeruhátíð Aftureldingar var haldin á milli hátíðanna. Við á
bæjarblaðinu þökkum auðmjúk fyrir
þá viðurkenningu sem blaðið fékk.
„Samstarfsviðurkenning fyrir frábær-
an stuðning og samstarf á liðnum
árum.“ Takk.
Ég held ég geti fullyrt að ekki hafi
komið út Mosfellingur í 16 ár án
þess að þar sé fjallað um íþróttaafrek
okkar fólks í bæjarfélaginu. Aftur-
elding er sameiningartákn okkar
Mosfellinga og við eigum að vera
stolt af ungmennafélaginu okkar sem
verður 110 á árinu.
Ó, UMFA, við elskum þig!
Viðurkenning
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
þrettándinn í Mosfellsbæ
Enn eitt árið er runnið í aldanna skaut. Mosfellingar og
gestir þeirra hafa í áratugi haldið þeim góða sið að safnast
saman í brekkurnar neðan Holtahverfis við Leirvog á
þrettándanum. Dagskrá er nokkuð hefðbundin frá ári
til árs. Myndin er frá árinu 1988 en þá stigu álfameyjar
fagran dans við bálið. Þekkja má systurnar Hildi og Diljá
Oddsdætur, sem áttu heima á Teigunum á þessum árum.
Mynd: Mosfellspósturinn
- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali