Mosfellingur - 10.01.2019, Síða 8
STÓLAJÓGA
Kynning verður á stólajóga fimmtudag-
inn 10. janúar kl. 13:30 í borðsal Eirhamra.
Kennari verður Edit Ólafía. Áætlað er
að kennt verði á þriðjudögum kl. 13:00.
Edit mun kynna hvernig þetta gagnast
okkur og hvernig hún setur upp tímana.
Þess má geta að stólajóga hentar eldri
borgurum einstaklega vel. Endilega
komið og kynnið ykkur málið :)
Opið hús/menningarkvöld
Fyrsta opna húsið/menningarkvöld ársins
verður í Hlégarði mánudaginn 14. janúar
2019 kl. 20:00.
Þar mun karlakórinn Gamlir Fóstbræður
flytja okkur þekkt karlakórslög, flest eftir
íslensk tónskáld. Stjórnandi Árni Harðar-
son og einsöngvari Þorgeir J. Andrésson
Kaffinefndin verður svo með sitt rómaða
kaffihlaðborð að venju.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og þarf að
greiða með peningum þar sem ekki er
posi á staðnum
Menningar-ogskemmtinefndFaMos
Félagsvist
Félagsvistin byrjar
aftur 11. janúar kl.
13:00 og er spiluð alla
föstudaga kl. 13:00.
Aðgangseyrir er 600 kr
og innifalið er kaffi, meðlæti og kannski
vinningur ef heppnin er með þér.
Hreyfing
Vatnsleikfimi byrjar 7. janúar kl 11:20
í Lágafellslaug. Munið að koma tímanlega
til að ganga frá skráningu og greiðslu,
ekki posi á staðnum.
Ringó byrjar 8. jan.
Boccia 9. jan.
Leikfimi hjá Karin á Eirhömrum
byrjar 10. janúar. Kveðja,íþróttanefnd.
PÚTT – PÚTT – PÚTT
Eins og undanfarin ár verður FaMos með
vikulegar púttæfingar frá áramótum til
vors undir stjórn Karls E. Loftssonar.
Æfingarnar hefjast fimmtudaginn 10.
janúar kl. 13:00 í vélaskemmu
Golfklúbbs Mosfellsbæjar á Blika-
staðanesi. Pútterar og golfboltar eru á
staðnum fyrir þá sem þess þurfa með.
Gler/leir námskeið
Loksinslauspláss
Sívinsælu gler/leir námskeið Fríðu
byrja aftur miðjan janúar og er laust á
fimmtudögum kl. 10:30-14:30. Kennari er
Fríða Sigurðardóttir sem hefur í mörg ár
kennt glervinnslu og leirvinnslu hjá eldri
borgurum. Endilega skráið ykkur í síma
6980090 eða á elvab@mos.is
Skáldið og sveitin
Félag aldraðra í Mosfellsbæ (FaMos)
gengst fyrir námskeiði á Eirhömrum í jan-
úar og febrúar þar sem fjallað verður um
tengsl Hallórs Laxness við Mosfellssveit.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 22.
janúar og kennt verður fjóra þriðjudaga
í samfellu klukkan 17:00 – 18:50
og þegar nær dregur vori verður
haldið á slóðir skáldsins Mosfellsdal.
Kennari verður Bjarki Bjarnason.
Þátttaka tilkynnist til Benedikts St.
Steingrímssonar, formanns Menningar-
og skemmtinefndar FaMos í síma 864
9409 eða á netfangið bs@isor.is. Áætlað
þátttökugjald er 8.000 krónur.
Gaman saman
Byrjar aftur 31. janúar kl. 13:30
í borðsal Eirhamra.
Vetrarfegurð
Fimmtudaginn 24. janúar ætlar Úrsúla
Jünemann að vera með ljósmyndasýn-
ingu á skyggnutjaldi í borðsal kl 13:30.
Sýndar verða fallegar myndir frá kalda
árstímanum sem Úrsúla hefur tekið.
Námskeiði í módelsmíði
Lausplássloksins-vor2019
Ýmiss módelverkefni gætu komið til
greina t.d. bátar, brýr, hús og raunar hvað
sem áhuginn beinist að. Þeir sem hafa
áhuga eru beðnir um að senda póst á
elvab@mos.is ásamt nafni og símanúm-
eri. Kennt er mánudaga og föstudaga frá
kl. 13:00. Leiðbeinandi á námskeiðinu er
Gústaf Guðmundsson
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er ElvaBjörgPálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum er opin
alla fimmtudaga frá 15–16.
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 8965700 bruarholl@simnet.is
Pétur Guðmundsdóttir gjaldkeri
s. 868 2552 peturgud@simnet.is Jón Þórður Jónsson ritari
s. 856 3405 jthjons@simnet.is
Snjólaug Sigurðardóttir meðstjórnandi
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is Halldór Sigurðsson varamaður
s. 893 2707 dori007@simnet.is Kristbjörg Steingrímsdóttir varamaður
s. 898 3947 krist2910@gmail.com
STJÓRN FAMOS
FéLAG ALdRAðRA
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Risa þorrablót UMFA
haldið 26. janúar
Þorrablót Aftureldingar 2019 fer
fram laugardaginn 26. janúar í
íþróttahúsinu að Varmá. Miða-
sala og borðaúthlutun fer fram
föstudaginn 18. janúar á veitinga-
staðnum Blik. „Mikil stemning
hefur myndast í forsölunni en
eins og áður er eingöngu hægt að
taka frá sæti gegn keyptum miða.
Uppselt hefur verið á þorrablótið
undanfarin ár. VIP borðin sem eru
10 manna hringborð eru komin í
sölu en þeim fylgja fljótandi veigar
og fleiri forréttindi,“ segir Ása Dagný
nýkjörin vinnuþjarkur Aftureldingar
og nefndarmaður í þorrablótsnefnd
Aftureldingar. Dagskráin verður
með hefðbundnu sniði, Geiri í
Kjötbúðinni sér um veislumatinn
sem samanstendur af heitum og
köldum þorramat ásamt heil-
grilluðu lambalæri. Tríóið Kókos
ábyrgist söng og almenna gleði
og kynnir kvöldsins er Þorsteinn
Hallgrímsson. Eurobandið með
Regínu Ósk, Friðrik Ómar og Selmu
Björns í fararbroddi leikur svo fyrir
dansi fram á nótt. Blótið er stærsta
fjáröflun barna og unglingastarfs
handbolta- og knattspyrnudeildar
Aftureldingar. Allar upplýsingar um
blótið má finna á Facebook-síðu
Þorrablóts Aftureldingar.
mest lesnu fréttirnar á
mosfellingur.is árið 2018
Vilja opna á umræðuna
og nálgast verkefnið
í kærleika
Einar Darri Óskarsson lést á heim-
ili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25.
maí síðastliðinn. Einar Darri var
aðeins 18 ára gamall en dánarorsök hans
var lyfjaeitrun vegna neyslu á lyfinu OxyContin. Fjölskylda og vinir Einars Darra hafa
stofnað minningarsjóð í hans nafni sem ætlaður er fyrir ýmis forvarnaverkefni og varpa
ljósi á þann allsherjar vanda sem misnotkun á lyfjum er hér á landi og þá sérstaklega á
meðal ungmenna, allt niður í nemendur í grunnskóla...
Uppbygging hafin
á kaupfélagsreitnum
Framkvæmdir eru nú hafnar við
Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur
verið kaupfélagsreiturinn. Vinna
við niðurrif sjoppu og gamla kaupfélagsins
er hafin og skipulagsnefnd og bæjarstjórn
hafa samþykkt byggingaráformin og
byggingarleyfisumsókn er nú í yfirferð hjá embætti byggingarfulltrúa. Miðað er við að
á reitnum rísi fjögur fjölbýlishús á þremur til fimm hæðum. Gert er ráð fyrir allt að 65
íbúðum fyrir 50 ára og eldri og verslunarrými á götuhæð einnar byggingarinnar...
Heimurinn hreinlega
hrundi við þessar fregnir
Júlía Rut Lárusdóttir Mønster
greindist með bráðahvítblæði árið
2017 aðeins þriggja ára gömul.
Föstudagurinn 15. september 2017 byrjaði
eins og allir aðrir dagar hjá fjölskyldu Júlíu
Rutar sem býr í Klapparhlíðinni. Börnin
fóru í skólann og foreldrarnir til vinnu en stuttu síðar fékk faðirinn símtal frá leikskólan-
um um að Júlía væri komin með hita svo hún var sótt og farið var með hana heim...
Á www.mosfellingur.is eru birtar helstu fréttir úr blaðinu
4. desember
21. ágúst
8. júlí
3
2
1
Narnía í leikhúsinu
- fjórar sýningar eftir
Sýningar á ævintýraleikritinu Narn-
íu halda áfram hjá Leikfélagi Mos-
fellssveitar í janúar, en uppselt var á
allar sýningar fyrir jól. Leikritið sem
er byggt á bókinni Ljónið, nornin
og skápurinn eftir C.S. Lewis fjallar
um fjögur börn sem í leik opna
gamlan fataskáp sem svo leiðir þau
inn í töfralandið Narníu. Narnía er
í klakaböndum og börnin verða að
kljást við hina hræðilegu hvítu norn
til að leysa landið úr álögum.
Leikstjóri er Agnes Wild og Eva
Björg Harðardóttir hannar búninga
og leikmynd. Aðalhlutverkin eru í
höndum fimm ungra og efnilegra
leikara, þeirra Silju Högnadóttur,
Arnbjörns Ólafssonar, Guðbjörns
Dagbjartssonar, Kristínar Péturs-
dóttur og Úlfhildar Jónsdóttur.
Aðeins fjórar sýningar eru eftir í jan-
úar og er miðasala í síma 566 7788.
ALVÖRU ÚTSALA
Í MÚRBÚÐINNI
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Afslættir gilda til 31/1/2019
aðeins á auglýstar vörur og
á meðan birgðir endast.
Stingsög - Sverðsög 12V
Skrúfvél 12V
Fjölno
tatæki
300W
Verðdæmi:
Deka Projekt 10L, Gljástig 10. St.A
Verð nú 4.793kr.
Verð áður 6.390 kr.
af allri málningu
BLÖNDUM ALLA HEIMSINS LITI
Lutool Combo Kit allt settið aðeins
11.243
Áður kr. 14.990
Olíufylltur
rafmagnsofn
2000W
Verð nú
5.943
Áður 8.490 kr.
30%
AFSLÁTTUR
Lutool rafhlöðuborvél
24V Li-Ion
Verð nú
8.704
Áður 10.880 kr.
20%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
Drive slípirokkur
115mm 910W
Verð nú
2.995
Áður 5.990 kr.
50%
AFSLÁTTUR
BOZZ- LH2202
Hitastýrt sturtutæki með
niður eða uppstút
(rósettur fylgja)
7.112
Áður kr. 8.890
20%
AFSLÁTTUR
af öllum
Supacell
LED perum
Verð frá
236 kr.
20%
AFSLÁTTUR
25%
AFSLÁTTUR
25-40%
AFSLÁT
TUR
Spandy 1200W Cyclone
pokalaus heimilsryksuga
4.395
Áður 8.790 kr.
50%
AFSLÁTTUR
Geymslubox og kassar.
Margar stærðir.
Verð nú frá 218kr.
MIKIÐ
ÚRVAL Rafmagnshitablásari
2Kw Verð nú
1.592
Áður 1.990 kr.
Rafmangshitablásarar
2kW. til 15kW
Verð nú frá kr.
5.592
20%
AFSLÁTTUR Tu-RWL0430W
LED vinnuljós 30W m/
hleðslubatteríi Verð nú
5.994
Áður 9.990 kr.
40%
AFSLÁTTUR
Oulin Florens
eldhústæki
Verð nú
7.729
Áður 11.890 kr.
35%
AFSLÁTTUR
Delta vinnuföt - mikið úrval
af flottum vönduðum fötum
20%
AFSLÁTTUR
Egematur Aria
3.996
Verð áður 4.995
20%
AFSLÁTTUR
Verðdæmi: Plastkassi 52L m/hjólum og loki
Verð nú 1.343kr. Verð áður 1.790 kr.
Vatnsheld úlpa.
Verð nú:
9.592 kr
Áður 11.990 kr.
Síðerma varmabolur.
Verð nú:
3.992 kr.
Áður 4.990 kr.
Delta Mach2
vinnubuxur.
Verð nú:
3.992 kr.
Áður 4.990 kr.
Gua-543-1 vegghengdur vaskur,
1mm stál, einnig fáanlegur í borð
7.794
Áður kr. 12.990
40%
AFSLÁTTUR
DRIVE
Bílskúrsryksuga fyrir vatn & ryk
20 lítra tankur
1200 Wött
7.996 kr.
Áður 9.995 kr.
20%
AFSLÁTTUR