Mosfellingur - 10.01.2019, Page 20
Skotíþróttakona
Þann 24. febrúar setti Bára ásamt
Guðrúnu og Elísabetu Íslandsmet í
liðakeppni í loftskammbyssu með 1.500
stig. Auk þess setti Bára Íslandsmet
ásamt Guðrúnu og Hörpu í liðakeppni í
loftriffli með 1.575,4 stig
Bára setti Íslandsmet í 50 m liggjandi
riffli og er nýja metið 617,8. Bára,
Guðrún og Margrét settu Íslandsmet í
liðakeppni í 50 m liggjandi riffli.
Bára setti Íslandsmet í þrístöðu
með 22 calibera riffli með 1.034 stig.
Einnig settu Bára, Guðrún og Margrét
Íslandsmet í liðakeppni í þrístöðu með
22 cal riffli með 2.892 stigum. Bára
varð bikarmeistari í 50 m liggjandi
riffli og vann allar keppnir á árinu fyrir
utan eina. Bára fór á heimsbikarmót í
München í Þýskalandi í maí. Hún náði
28. sæti og skaut 613,7 stig. Bára fór
á heimsmeistaramót í Kóreu í byrjun
september og var hún eini Íslendingur-
inn sem komst upp úr undanriðli í úrslit af skotíþróttafólkinu.
Bára varð Kópavogsmeistari 2018 í loftskammbyssu og loftriffli 4. nóvember.
Bára Einarsdóttir skotíþróttir
Íþróttakona Golfklúbbs
Mosfellsbæjar
Arna Rún Kristjánsdóttir er 20 ára
kylfingur úr Mosfellsbæ. Arna Rún
hefur æft golf hjá GM frá 12 ára aldri.
Arna Rún er einn af bestu afrekskylf-
ingum GM en hún hóf háskólanám í
Bandaríkjunum haustið 2018 við Grand
Valley State háskólann í Michigan-fylki.
Hún stundar nám við skólann samhliða
því að leika með liði skólans. Liðið sem
Arna leikur með er í sjöunda sæti af 192
liðum í annari deild háskólagolfsins og
er því mjög sterkt.
Arna Rún hefur keppt í áraraðir á móta-
röðum GSÍ, en hún vann til að mynda
fyrsta mót sumarsins á Eimskipsmóta-
röðinni, mótaröð þeirra bestu. Arna
Rún hefur verið lykilmaður í sveit GM á
Íslandsmótum golfklúbba síðustu ár.
Arna Rún er metnaðarfullur og sam-
viskusamur kylfingur sem er frábær
fyrirmynd fyrir aðra kylfinga og yngri iðkendur klúbbsins.
Arna Rún Kristjánsdóttir golf
Hestaíþróttakona Harðar
Aðalheiður hefur verið í hesta-
mannafélaginu Herði alla tíð.
Árið var magnað hjá henni, hún sló
15 ára gamalt heimsmet ásamt því að
vinna þrenn reiðmennskuverðlaun á
Landsmótinu, reiðmennskuverðlaun
FT, FT fjöðrina og Isibless-verðlaunin,
ein virtustu knapaverðlaun sem hægt
er að vinna í heimi hestamennskunnar
á Íslandi.
Aðalheiður var tilnefnd á uppskeruhátíð
hestamanna til kynbótaknapa og knapa
ársins.
Hún sýndi 17 hross í 1. verðlaun á árinu
auk þess að vera alltaf í toppsætum á
þeim mótum sem hún keppti á í ár.
Aðalheiður náði einnig frábærum
árangri í Meistaradeild Cintamani í
vetur, endaði þar í 7. sæti eftir tímabilið
og var efst kvenna.
Kynbótahross: 2 heimsmet, hæst
dæmdi klárhestur í heimi frá upphafi og
hæst dæmdi vindótti stóðhestur í heimi. 13 hross í 1. verðlaun fyrir LM.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttir
Kraftlyftingakona Mosfellsbæjar
Arna átti frábært ár og keppti á
Reykjavíkurleikunum í janúar 2018 þar
sem hún setti 7 Íslandsmet og varð
önnur í 63 kg flokki. Arna varð síðan
Íslandsmeistari í klassískum kraftlyft-
ingum í opnum flokki 2018 með 339 kg
í samanlögðu og setti 4 Íslandsmet í
réttstöðulyftu.
Arna varð líka Íslandsmeistari unglinga
á Akureyri þar sem hún tók 358 kg í
samanlögðu og varð stigahæst kvenna.
Arna varð í fjórða sæti á Norðurlanda-
mótinu í klassískum kraftlyftingum
þar sem hún lyfti 355 kg í samanlögðu.
Arna lokaði síðan árinu með frábærum
árangri á Evrópumótinu í klassískum
kraftlyftingum sem fram fór í Litháen
þar sem hún varð í 7. sæti. Arna setti
alls 13 Íslandsmet á árinu og er önnur
stigahæsta kona landsins með 338,79
Wiks-stig. Hún hefur stundað kraft-
lyftingar í rúmt ár og er þegar með þeim bestu á Norðurlöndum. Með þeim aga og
ástundun sem hún leggur á sig er ljóst að hún stefnir hratt á alþjóðlegan frama.
Arna Ösp Gunnarsdóttir kraftlyftingar
Knattspyrnukona Aftureldingar
Þrátt fyrir ungan aldur var Hafrún Rakel
lykilleikmaður liðsins í Inkasso deildinni
sumar 2018.
Hún lék 17 leiki í deild, skoraði þar tvö
mörk, lék tvo leiki í bikar og skoraði eitt
mark. Þá lék hún þrjá leiki í Lengjubikar
og skoraði í þeim þrjú mörk.
Þar að auki ferðaðist Hafrún Rakel með
u16 ára og u17 ára landsliðum Íslands
árið 2018.
Með u16 ára landsliðinu fór hún til
Litháen þar sem Hafrún Rakel lék allar
mínútur í liði Íslands í riðlinum þar ytra.
Hafrún fór með u17 ára landsliðinu
á Norðurlandamót og kom við sögu í
öllum leikjum liðsins og skoraði meðal
annars í vítaspyrnukeppni.
Þá byrjaði Hafrún alla leiki u17 ára
landsliðs Íslands í undankeppni EM
síðastliðið haust. Samtals lék Hafrún 10
landsleiki á árinu og skoraði þrjú mörk.
Hafrún Rakel er frábær fyrirmynd fyrir
yngri iðkendur félagsins. Mosfellsbær má vera stolt af því að eiga
jafn flotta og frambærilega íþróttakonu og Hafrúnu Rakel.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir knattspyrna
Frjálsíþróttakona Aftureldingar
Gunnhildur Gígja hefur verið í frjáls-
íþróttadeild Aftureldingar síðan 2013 og
hefur bætt sig jafnt og þétt undanfarin
ár. Árið 2018 var henni gott í 60 metra
grindahlaupi þar sem hún bætti tímann
sinn fimm sinnum. Auk þess varð hún
Íslandsmeistari í fimmþraut á meist-
aramóti í fjölþrautum auk bætingar í
þrístökki.
Gunnhildur hefur einnig verið að þjálfa
yngri iðkendur í frjálsíþróttadeild
Aftureldingar við góðan orðstír.
Gunnhildur útskrifaðist frá Fjölbraut í
Breiðholti af myndlistarbraut um jólin
2018.
Á árinu 2019 munu bíða hennar
skemmtilegar áskoranir en hún hefur
fengið íþróttastyrk hjá University of
Charleston í Vestur-Virginíu. Þar mun
hún stunda frjálsíþróttir samhliða
háskólanámi í listgreinum.
Gunnhildur Gígja Ingvadóttir frjálsíþróttir
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2018