Mosfellingur - 10.01.2019, Side 21
Íþróttakona taekwondodeildar
Aftureldingar
María var valin taekwondokona ársins
af TKÍ og er því besta taekwondokona
landsins annað árið í röð. Fyrir utan að
vera máttarstólpi í starfi deildarinnar
sem einn okkar bestu þjálfara, þá er
hún sannkallaður leiðtogi í landsliði
Íslands í poomsae og má segja að hún
gegni þar nokkurs konar hlutverki
fyrirliða. María Guðrún hefur keppt á
mörgum mótum í ár fyrir Íslands hönd,
og bar þar hæst keppni á heimsmeist-
aramótinu í Taívan í nóvember þar
sem hún lenti í 9.-16. sæti í gríðarlega
erfiðum flokki. María Guðrún hefur
einnig staðið fyrir og stýrt námskeiðum
í sjálfsvörn kvenna sem hafa verið
haldin víða um land undanfarin ár og
eins á vegum deildarinnar.
Það eru fáir aðilar á Íslandi í taekwondo
sem komast með tærnar þar sem
María Guðrún hefur hælana og á hún
gríðarlega mikinn þátt í þeirri staðreynd að Afturelding er ríkjandi
Íslands- og bikarmeistari í taekwondo.
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir taekwondo
Íþróttakona blakdeildar
Aftureldingar
Velina Apostolova, Villý, hefur verið lyk-
ilmaður í liði Aftureldingar frá upphafi,
eða frá því að blakdeildin tefldi fram
liði í efstu deild í blaki á Íslandi sem var
haustið 2011. Villý hefur verið fyrirliði
undanfarin ár og á síðustu leiktíð hlaut
liðið silfurverðlaun á Íslandsmótinu í
blaki. Villý hefur verið mjög mikilvægur
hlekkur í uppbyggingarstarfi ungra
leikmanna í blakdeild Aftureldingar.
Hún hefur unnið mikið og óeigingjarnt
starf í þágu liðsins og félagsins og er
alltaf boðin og búin til aðstoðar þegar til
hennar er leitað. Villý er góð fyrirmynd
yngri leikmanna og er mjög mikilvæg
fyrir ungt lið Aftureldingar. Hún hefur
tekið þátt í og á stóran hlut í öllum 11
titlum kvennaliðs blakdeildar Aftureld-
ingar, bikar-, deildar- og Íslandsmeist-
aratitlum frá því að liðið tók fyrst þátt
og er blakdeild Aftureldingar heppin og
stolt af að hafa svona liðsmann innan sinna raða. Villý varð einnig Íslandsmeistari í
strandblaki kvenna sumarið 2018 ásamt meðspilara sínum.
Velina Apostolova blak
KoSninG
á www.MoS.iS
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2018
Kynning á íþróttakonum sem tilnefndar eru vegna kjörs til
íþróttakonu Mosfellsbæjar 2018, og afrekum þeirra á árinu.
Kosning fer fram á vef Mosfellsbæjar
www.mos.is dagana 10. - 15. janúar.
Velja skal karl í 1., 2. og 3. sæti sem og
konu í 1., 2. og 3. sæti. Kosningin er ekki
gild nema valið sé í öll þrjú sætin.
Úrslit verða kynnt fimmtudaginn
17. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Íþróttakona handknattleiks-
deildar Aftureldinga
Þóra María er fyrirmyndaríþróttamaður
í alla staði, hún æfir af sína íþrótt af
miklum metnaði og dugnaði og leggur
mikið á sig til að ná markmiðum sínum.
Þóra hefur verið lykilmaður í meistara-
flokksliði Aftureldingar í rúm 2 ár og var
valin besti leikmaður liðsins á lokahófi
meistaraflokkanna síðastliðið vor
auk þess sem hún fékk verðlaun sem
efnilegasti leikmaður Grill 66 deildar
kvenna á lokahófi HSÍ í vor.
Í vetur hefur hún verið einn af betri
leikmönnum deildarinnar enda spilað
frábærlega sem endurspeglar stöðu
liðsins í deildinni.
Þóra María hefur verið fastamaður í
yngri landsliðum síðastliðin 3 ár og
engin breyting var þar á í ár. Hún er einn
af burðarásum í 19 ára landsliði kvenna
eins og stendur.
Þóra María Sigurjónsdóttir handknattleikur