Mosfellingur - 10.01.2019, Qupperneq 22
Akstursíþróttamaður
Atli Jamil er 29 ára og hefur keppt í
3 ár fyrir Torfæruklúbb Suðurlands.
Norðurlandameistari og annar til
Íslandsmeistara. Atli Jamil er góð
fyrirmynd í torfæru, snyrtilegur og með
flott utanumhald í keppnum. Metnaður
hans er til fyrirmyndar.
Helstu afrek árið 2018:
FIA NEZ NORÐURLANDAMEISTARI 2018
2. sæti til Íslandsmeistara 2018
Íslandsmeistaramót 2018 Hella - 5. sæti
Íslandsm.mót 2018 Stapafell - 1. sæti
Íslandsm.mót 2018 Egilsstaðir- 1. sæti
Íslandsm.mót 2018 Akranes - 2. sæti
Íslandsm.mót 2018 Akranes- 4. sæti
Íslandsm.mót 2018 Akureyri - 4. sæti
Atli Jamil Ásgeirsson akstursíþróttir
Íþróttamaður handknattleiks-
deildar Aftureldingar
Elvar er 23 ára gamall, uppalinn hjá
félaginu og hefur spilað allan sinn
feril þar. Á síðasta tímabili var Elvar
valinn leikmaður ársins hjá UMFA þrátt
fyrir að meiðast illa og missa af hluta
tímabilsins. Elvar sneri aftur fyrir lok
tímabils og lék afar vel eftir að hann
sneri aftur.
Í vetur hefur Elvar farið á kostum í
Olísdeildinni og verið einn allra besti
leikmaður liðsins. Elvar var í haust
einnig valinn í B–landslið Íslands og er
því farinn að banka á landsliðsdyrnar.
Að undanförnu hefur Elvar verið orðað-
ur við sterk lið í þýsku úrvalsdeildinni í
handbolta.
Elvar Ásgeirsson handknattleikur
Kraftlyftingamaður
Mosfellsbæjar
Friðbjörn er sannkallað undrabarn
í heimi kraftlyftinganna. Hann varð
Íslandsmeistari í klassískum kraftlyft-
ingum 2018 þar sem hann lyfti 607 kg
í samanlögðu, hann lyfti 205 kg í hné-
beygju, 142,5 kg í bekkpressu og 255 kg
í réttstöðulyftu og sett nýtt Íslandsmet.
Friðbjörn keppti á bikarmótinu í klass-
ískum kraftlyftingum þar sem hann lyfti
630 kg í samanlögðu, 210 kg í hnébeygj-
um, 150 kg í bekkpressu sem er nýtt
Íslandsmet og 620 kg í samanlögðu sem
líka er nýtt Íslandsmet. Friðbjörn Bragi
er 8. stigahæsti keppandi karla 2018.
Hann setti líka sex Íslandsmet í öllum
keppnisgreinum kraftlyftinga.
Friðbjörn Bragi Hlynsson kraftlyftingar
Íþróttamaður blakdeildar
Aftureldingar
Radoslaw kom til liðsins í nóvember
2017 og varð strax mjög mikilvægur
hlekkur í liðinu. Radek eins og hann
er kallaður býr yfir mikilli reynslu sem
fáir á Íslandi hafa eftir að hafa spilað
sem atvinnumaður í blaki í heimalandi
sínu og kemur með mikla reynslu inn
í annars ungt lið félagsins. Hann er
mikil fyrirmynd yngri leikmanna og
er eini leikmaður Aftureldingar sem
hefur spilað blak á Ólympíuleikum.
Hann er stigahæstur í liðinu það sem
af er þessari leiktíð. Þrátt fyrir að vera
elstur í liðinu gefur hann ekkert eftir og
er alltaf tilbúinn til að miðla af reynslu
sinni og aðstoða þegar til hans er leitað.
Radoslaw Rybak blak
Frjálsíþróttamaður
Aftureldingar
Guðmundur Ágúst hefur átt gott ár. Í
flokki karla á hann fjórða besta tímann í
60 metrum innanhúss, fjórða besta tíma
í 200 metra hlaupi innanhúss og sjötta
besta tímann í 400 metrum innanhúss.
Þess má geta að Guðmundur var gjald-
gengur í aldursflokki 20-22 ára þar sem
hann var meðal annars næstfljótastur í
ár í 60 metra hlaupi.
Guðmundur hefur æft frjálsar íþróttir
hjá Aftureldingu síðan 2014 og hefur
bætt sig jafnt og þétt. Guðmundur
Ágúst hefur mikið keppnisskap og æfir
samviskusamlega. Hann er mikilvæg og
frábær fyrirmynd allra íþróttamanna,
skipulagður og þolinmóður.
Guðmundur Ágúst Thoroddsen frjálsar
Skylmingamaður
Franklín Ernir hefur æft ólympískar
skylmingar með höggsverði hjá Skylm-
ingafélagi Reykjavíkur síðan 2012.
Hann hefur átt einstaklega gott keppn-
isár og æfir og keppir með unglinga- og
fullorðinslandsliði í skylmingum. Hann
vann einstakt afrek, varð þrefaldur
Norðurlandameistari í skylmingum með
höggsverði, í flokki U17, í liðakeppni
karla og í liðakeppni U17. Hann fékk
einnig silfur í flokki U20. Hann varð
Íslandsmeistari í flokki U17, vann silfur
í U20 og brons í fullorðinsflokki.
Hann varð Íslandsbikarmeistari í flokki
U17 og vann gull í sama flokki á RIG.
Hann tók þátt í fyrsta skipti á EM í Rúss-
landi og HM á Ítalíu og gekk ágætlega.
Franklín Ernir Kristjánsson skylmingar
Íþróttamaður Golfklúbbs
Mosfellsbæjar
Björn Óskar er 21 árs gamall og hefur
æft golf hjá GM frá 6 ára aldri. Árið 2018
var án efa besta ár Björns í keppnis-
golfi. Í mars lenti Björn í 3. sæti í Lake
Charles Invitational mótinu í bandaríska
háskólagolfinu. Björn Óskar var valinn í
A-landslið Íslands sem keppti á Evrópu-
móti landsliða í Þýskalandi í júlí. Á
Íslandsmótinu í sumar lenti Björn Óskar
í 2. sæti eftir eftirminnilega baráttu.
Björn lék stórkostlegt golf en hann lék
hringina fjóra á 10 höggum undir pari.
Björn er afskaplega samviskusamur og
metnaðarfullur kylfingur sem leggur
afar hart að sér við æfingar. Björn er
mikill íþróttamaður og frábær fyrirmynd.
Björn Óskar Guðjónsson golf
Knattspyrnumaður
Aftureldingar
Andri Freyr spilaði stórt hlutverk í liði
Aftureldingar sem varð deildarmeistari
í 2. deild á nýliðnu tímabili. Hann var
markahæsti leikmaður deildarinnar og
skoraði meðal annars tvö mörk í síðasta
leik sumarsins. Andri Freyr skoraði
21 mark í 18 leikjum auk þess sem
hann skoraði 5 mörk í 3 bikarleikjum.
Þjálfarar og fyrirliðar í 2. deildinni völdu
Andra Frey besta leikmann deildarinnar
og þá var hann valinn leikmaður ársins
af þjálfurum og meistaraflokksráði
Aftureldingar. Andri Freyr hefur alla tíð
leikið fyrir félagið, hann lagði ákaflega
hart að sér á síðasta tímabili og tók
miklum framförum.
Andri Freyr Jónasson knattspyrna
Útnefning á íþróttakarli
og íþróttakonu
Mosfellsbæjar 2018