Mosfellingur - 10.01.2019, Síða 28
- Íþróttir28
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, taekwondo, og Andri Freyr
Jónasson, knattspyrnu, eru íþróttafólk Aftureldingar árið
2018. Þetta var kunngert á uppskeruhátíð félagsins sem
fram fór í Hlégarði 27. desember.
Fremsta taekwondokona landsins
Í umsögn um Maríu Guðrúnu segir: Hún er fremsta
taekwondokona ársins, og var fulltrúi TKÍ í vali á íþrótta-
manni ársins árið 2017. Fyrir utan að vera máttarstólpi
í landsliðsstarfinu sér hún um poomsae-þjálfun hjá
fjölmörgum félögum.
María Guðrún hefur keppt á mörgum mótum í ár fyrir
Íslands hönd, og bar þar hæst keppni á heimsmeistaramót-
inu í Taívan þar sem hún lenti í 9.-16. sæti í erfiðum flokki.
María Guðrún er Íslandsmeistari í poomsae auk þess að
vera margfaldur bikarmeistari í bæði poomsae og bardaga.
Markahæstur í 2. deildinni í sumar
Í umsögn um Andra Frey segir: Andri Freyr spilaði stórt
hlutverk í liði Aftureldingar sem varð deildarmeistari í 2.
deild á nýliðnu tímabili. Hann var markahæsti leikmaður
deildarinnar og skoraði meðal annars tvö mörk í síðasta leik
sumarsins. Í þeim leik var allt undir því spennan á toppi
deildarinnar var gríðarleg. Andri Freyr skoraði 21 mark í 18
leikjum auk þess sem hann skoraði 5 mörk í 3 bikarleikjum.
Fjölmörg önnur verðlaun voru veitt
• Gunnillubikar – veitt stigahæstu konu í frjálsum:
Arna Rut Arnarsdóttir.
• Hópbikar UMSK: 3. flokkur
karla í knattspyrnu sem varð
Íslandsmeistari í haust.
• Starfsbikar UMFÍ:
Meistaraflokksráð karla í
handbolta.
• Hvataverðlaun: Þjálfarar
körfuknattleiksdeildar
Aftureldingar.
• Vinnuþjarkur Afturelding-
ar: Ása Dagný Gunnarsdóttir.
• Samstarfsviðurkenning:
Bæjarblaðið Mosfellingur
fyrir frábæran stuðning og
samstarf á liðnum árum.
Uppskeruhátíð í Hlégarði á milli hátíðanna • María Guðrún taekwondokona og Andri Freyr knattspyrnumaður efst
Íþróttafólk aftureldingar 2018
María Guðrún oG
andri freyr jónasson
ása daGný
vinnuþjarkur
Prufaðu
að æfa
handbolta
Afturelding býður öllum krökkum að prufa að æfa handbolta á meðan á HM stendur
7.–8. flokkur kvk (1.–4. bekkur)
Þriðjudagur16:30–17:30 (Salur 2)
Fimmtudagur 16:30–17:30 (Salur 2)
6. flokkur kvk (5.–6. bekkur)
Mánudagur 15:30–16:30 (Salur 2)
Föstudagur 17:30–18:30 (Salur 1)
Laugardagur 09:00–10:00 (Salur 2)
5. flokkur kvk (7.–8. bekkur)
Mánudagur 19:30–20:30 (Salur 2)
Þriðjudagur 16:30–17:30 (Salur 1)
Miðvikudagur 16:30–17:30 (Salur 1
Laugardagur 09:30–10:30 (Salur 1)
4. flokkur kvk (9.–10. bekkur)
Mánudagur 16:30–17:30 (Salur 1)
Þriðjudagur 20:30–21:30 (Salur 1)
Föstudagur 16:30–17:30 (Salur 1)
Laugardagur 13:00–14:00 (Salur 2)
3. flokkur kvk (16–18 ára)
Mánudagur 20:30–21:30 (Salur 2)
Miðvikudagur 20:00–21:30 (Salur 2)
Fimmtudagur 20:00–21:00 (Salur 1)
Laugardagur 14:00–15:00 (Salur 1)
8. flokkur kk (1.–2. bekkur)
Þriðjudagur 15:30–16:30 (Salur 2)
Fimmtudagur 15:30–16:30 (Salur 2)
7. flokkur kk (3.–4. bekkur)
Miðvikudagur 15:30–16:30 (Salur 1)
Föstudagur 15:30–16:30 (Salur 1)
6. flokkur kk (5.–6. bekkur)
Mánudagur 16:30–17:30 (Salur 2)
Fimmtudagur 16:30–17:30 (Salur 1)
Sunnudagur 09:30–10:30 (Salur 1)
5. flokkur kk (7.–8. bekkur)
Mánudagur 18:30–19:30 (Salur 2)
Miðvikudagur 19:00–20:00 (Salur 1)
Fimmtudagur 15:30–16:30 (Salur 1)
Sunnudagur 10:30–11:30 (Salur 1)
4. flokkur kk (9.–10. bekkur)
Mánudagur 17:30–18:30 (Salur 2)
Þriðjudagur 20:30–21:30 (Salur 2)
Föstudagur 19:00–20:00 (Salur 2)
Sunnudagur 11:30–12:30 (Salur 1)
3. flokkur kk (16–18 ára)
Mánudagur 20:00–21:30 (Salur 1)
Miðvikudagur 20:00–21:30 (Salur 1)
Fimmtudagur 17:30–18:30 (Salur 2)
Laugardagur 12:00–13:00 (Salur 1)
Handknattleiksdeild Aftureldingar býður
öllum krökkum að prófa að æfa handbolta á
meðan á HM í handbolta stendur. Krakkar í
Mosfellsbæ eru hvattir til að nýta sér þetta
tækifæri til að prófa þessa frábæru íþrótt.
Allar æfingar fara fram undir handleiðslu
frábærra þjálfara hjá Aftureldingu.
Til að prófa handbolta hjá Aftureldingu
þarf bara að mæta á æfingu – ekki þarf að
skrá sig. Þjálfarar taka vel á móti nýjum ið-
kendum og koma þeim af stað í íþróttinni.
Æfingatíma má sjá hér á blaðsíðunni til
hliðar eða á www.afturelding.is
SKRÁNING Á AFTURELDING.FELOG.IS
Daníel Hannes Pálsson
SKRIÐSUND FYRIR
FULLORÐNA
Sunddeild Aftureldingar kynnir
14. JANÚAR -
13. FEBRÚAR
4. MARS -
3. APRÍL
Tvö 5
í
ÞJÁLFARI:
Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 12. Að lágmarki 4 þurfa að
skrá sig til að námskeið fari fram.Nánari upplýsingar á sund@afturelding.com
Verð aðein
s
12.500 kr
.
fyrir hvort
námskeið
Handknattleiksdeildin býður krökkum að mæta á æfingar
frítt að æfa handbolta
á meðan á HM stendur