Mosfellingur - 10.01.2019, Side 32
- Aðsendar greinar32
Íslenska ullin er einstök
Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem
náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár.
UNGA FÓLKIÐ
Bólið
Einnig bætist við opnanir í Bólinu! Við höfum nú opið öll
föstudagskvöld og svo verður einnig opið á þriðjudags-
kvöldum í Lágó. Dagskráin okkar verður send út á mentor,
hana má líka finna á facebook: Félagsmiðstöðin Ból,
Instagram: Bolid270, Snapchat: Bolid_270 og svo er hún hér
fyrir neðan.
10-12 ára
Tímarnir breytast! nú verður 10-12 ára starfið okkar á
manudögum í Lágó frá 14:00 - 15:45 og miðvikudögum í
Varmá frá 14:00 - 15:45. Dagskrá verður send á foreldra í
gegnum Mentor og verður einnig auglýst á facebook:
10-12ára starf bólsins.
Ungmennahúsið Mosinn er komin á fullt og nú bætist
kvöldopnun á fimmtudagskvöldum við! Dagskrána og
auglýsingar fyrir viðburði má finna á facebook síðu Mosans:
Ungmennahúsið Mosinn í Mosfellsbæ.
Mosinn
Við hér í Mosfellsbæ eigum tvær
frábærar sundlaugar. Annars vegar
Lágafellslaug sem er ein vinsælasta
sundlaug höfuðborgarsvæðisins og
hins vegar gamla góða Varmárlaug
sem er falinn demantur.
Hér er unnið mjög metnað-
arfullt starf innan sunddeildar
Aftureldingar við afreksþjálfun í
sundi. Deildin mun í vor einnig bjóða upp
á námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna og
þannig stuðla að því að efla íþróttaiðkun
almennings í Mosfellsbæ.
10 ástæður fyrir því að þú ættir skella
þér í laugina og rifja upp gamla takta úr
sundkennslu í grunnskóla.
1. Eykur liðleika – Sund er mjúk hreyf-
ing sem setur lítið álag á bein og liðamót. Í
sundlaugum hér á landi þar sem vatnið er
allt frá 27–30 gráður þá ná vöðvarnir góðri
slökun og hjálpar þér að teygja á mikilvæg-
um vöðvum. Ef þú ert mikið fyrir það að
hlaupa eða hjóla þá er sund tilvalin íþrótt til
að slaka á eftir erfiða æfingu og hjálpa þér
að hreinsa líkamann og losa um stífleika.
2. Brennsla – Klukkustundar sund á ró-
legu tempói brennir allt að 500 kcal. Sund
eykur grunnbrennsluna og heldur áfram að
brenna eftir æfingar.
3. Bætir vöðvasamræmi – Þegar þú syndir
þá notar þú yfir 2/3 vöðva líkamans í það að
koma þér áfram. Þú notar hendur, fætur,
búkinn og höfuð og þarft að láta alla þessa
vöðva vinna saman til þess að finna hið full-
komna jafnvægi til þess að njóta sundsins.
4. Bætir líkamsstöðuna – Sund styrkir
liðamót og bætir líkamsstöðuna með því
að rétta úr hryggjasúlunni. Sund er því
tilvalið fyrir fólk sem er með alls kyns bak-
vandamál.
5. Sund er fyrir ALLA – Börn allt niður
í 3 mánaða hafa möguleika á sundkennslu
og fólk sem er 100 ára syndir. Um leið og
þú kemur ofan í vatnið þá verður líkaminn
þinn léttur, mjúkur og það skiptir
ekki máli hversu gamall eða gömul
þú ert, líkamanum líður rosalega
vel í vatni og þú í kjölfarið finnur
til slökunar. Hversu gott væri að ná
þeirri tilfinningu á hverjum degi?
6. Fullkomin líkamsrækt
– Sund er tilvalin íþrótt til þess að
móta líkamann. Þú þarft ekki á
þungum lóðum að halda, þú þarft ekki að
kaupa rándýran íþróttafatnað. Eina sem
þarf er líkaminn, sundfatnaður og sund-
laugin.
7. Fulllkomin þolíþrótt – Sund talin
ein fullkomnasta loftháða íþrótt sem til er.
Ólíkt hlaupum þá þartu að stjórna öndun
þinni mun meira í sundi sem kallar á meira
súrefni til vöðvana, lætur þá vinna meira
fyrir súrefninu án þess að þú takir eftir því.
Sund styrkir einnig hjartavöðvann, stækkar
það og gæðin í hverri pumpu verða betri
sem leiðir til betri blóðrásar.
8. ALLA ÆVI – Sund er íþrótt sem þú
þarft aldrei að segja skilið við. Sund er
íþrótt sem er til staðar fyrir þig alla ævi og
þú getur stundað hana á hverjum degi.
9. Endurhæfing – Ertu að jafna þig eftir
meiðsli, slæm/ur í hnjám og þarft hvíld
frá sífelldum höggum frá gangstéttinni?
Sund er tilvalið til að viðhalda úthaldi og
styrk. Með góðri þjálfun 3x í viku getur þú
viðhaldið úthaldi og styrk í allt að 8 vikur á
meðan þú jafnar þig af meiðslum.
10. Minnkar stress – Í sífellt hraðari
heimi verður fólk stöðugt meira stressað.
Það er margsannað að sund getur bætt
skapgerð og minnkað stress hjá fólki. Það
að skella sér í laugina eftir langan vinnudag
dregur úr stressi og þú nærð fullkominni
slökun á líkama og sál.
Birt með leyfi höf.: Guðmundur Hafþórs-
son, yfiþjálfari sundfélagsins Ægis
Kær sundkveðja, Jón Ágúst Brynjólfsson,
formaður sunddeildar Aftureldingar
Nýárskveðja frá sunddeildinni