Mosfellingur - 10.01.2019, Side 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Leó Georgsson fæddist 28. október
2018. Hann var 4030 gr og 52 cm.
Foreldrar: Birta Róbertsdóttir og
Hans Georg Júlíusson.
Í eldhúsinu
Áhrif
fæðuneyslu
okkar Á
loftslags-
breytingar
Að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga
er mikil áskorun og oft virðist sú barát
ta
fremur vonlaus og erfið. Þrátt fyrir þa
ð
eru margar leiðir til staðar. Við þurfum
ekki að bíða eftir að stjórnvöld grípi til
róttækra aðgerða til þess að sporna ge
gn
frekari losun gróðurhúsalofttegunda.
Ein afar áhrifamikil leið sem við
getum farið er að minnka kjötneyslu.
Af hverju, hvaða máli skiptir það?
Hér á landi er ekki mikil fræðsla
um áhrif fæðuneyslu okkar á losun
gróðurhúsalofttegunda. Samt sem áðu
r
er það afar mikilvægur þáttur, rétt eins
og breytt orkunotkun og landnotkun ti
l
að nefna dæmi.
Á Íslandi má rekja um 13% losunar
gróðurhúsalofttegunda til landbúnaða
r.
Af þessum 13% er gríðarmikill munur
á
prósentuhlutfalli milli afurða:
Kolefnisfótspor sauðfjárbúa er mest,
eða um 50%, nautgripabú næst um 33%
,
svínabú 3%, fuglabú 2% og garðyrkja
(grænmetisræktun) 2%.
Það liggur því í augum uppi að neysla
kjöts veldur töluvert meiri losun heldu
r
en t.a.m. neysla grænmetisfæðis. Því
skiptir afar miklu máli hvað við borðu
m.
Við þurfum ekki öll að gerast vegan, eð
a
byrja að borða skordýr strax. Í krafti
fjöldans getur það haft veigamikil áhri
f
ef allir sem neyta kjöts minnka neyslu
sína og taka meðvitaðri ákvarðanir.
Einnig hefur mikið að segja hvaðan
fæðan kemur. Stærra kolefnisfótspor
fylgir innfluttum vörum og því hefur
mikil áhrif að velja íslenska framleiðsl
u.
Þegar litið er til landbúnaðarfram-
leiðslu erlendis þá hefur hún töluvert
meiri afleiðingar en framleiðslan hér á
landi. Alvarlegustu afleiðingar þess eru
m.a. eyðing lands og skóga, útrýming
dýrategunda sem og mengun vatns og
lofts.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá
snýst þetta allt um að taka meðvitaðar
ákvarðanir - Gera sitt besta í að minnk
a
fótspor sitt og hafa þannig jákvæð áhri
f
á jörðina.
Tobbi og Emilía skora á Gumma Hreins og Jónu í Dalnum að deila næstu uppskrift
- Heyrst hefur...36
Tobbi og Emilía deila að þessu sinni með
Mosfellingi einfaldri og veisluhæfri uppskrift
að ljúffengri nautalund
Aðferð:
• Nautalundin pipruð vel.
• Lundin vafin inn í plastfilmu, 5 vafningar
(nokkrar klípur af smjöri með).
• Sett í ofn á 60° í 2-3 klst.
• Sett á vel heitt grillið og lundinni lokað.
• Þá er smurt vel af Dijon sinnepi og síðan
sett vel af púðursykri yfir, athugið að
lundinni er ekki snúið eftir það.
Passa að setja gljáann ekki of seint því það
tekur smá stund fyrir sykurinn að bráðna.
Það fer eftir smekk hvers og eins hve kjötið
á að vera mikið grillað. Gera þarf ráð fyrir
að sykurinn þurfi smá tíma til að bráðna.
Meðlæti:
• Grillkartöflur með hvílaukssmjöri
• Sveppa- eða bernaisesósa.
Einnig er gott að skera gulrætur í strimla
og steikja úr smjöri og sykri – brúnaðar
gulrætur. Salat að eigin vali.
Verðiykkuraðgóðu.
Heyrst Hefur...
...að söngkonan Stefanía Svavars
sé orðin mamma en hún eignaðist
strák rétt fyrir jól.
...að kennsla í Helgafellsskóla
hefjist á mánudaginn.
...að rafmagnslaust hafi orðið víða
í Mosfellsbæ korter fyrir jól en það
hafi þó aðeins staðið yfir í nokkrar
mínútur.
...Guðrún og Valur séu að selja
gistiheimilið sitt á Minna-Mosfelli.
...að áhugasamir aðilar séu að skoða
þann möguleika að opna kaffihús
þar sem Bymos var að loka í Háholti.
...að framkvæmdastjóri Aftureldingar,
Jón Júlíus, hafi verið valinn kylfingur
ársins í Grindavík.
...að þrettándatónleikar Storm-
sveitarinnar hafi endað með svaka
eftirpartýi í koníaksstofunni í
Hlégarði en uppselt var á tónleikana.
...að búið sé að loka Bymos eftir 16 ára
þjónustu við Mosfellinga.
...að stelpurnar í handboltanum taki
á móti FH í fyrsta heimaleik ársins í
kvöld kl. 20 aða Varmá.
...að lögreglu hafi verið tilkynnt
um líkamsárás á Ásláki rétt fyrir jól
þar sem tveimur Mosfellingum
lenti saman.
...að uppselt sé á nýtt leikfiminám-
skeið eldri borgara, bæði nýliða-
og framhaldsnámskeið.
...að pólfarinn Vilborg Arna
Gissurardóttir sé flutt í Mosó.
...að Hvíti Riddarinn muni breytast
í Blackbox með vorinu (staðfest).
...að eigendur Blackbox reki m.a.
Keiluhöllina, Shake&Pizza,
Hamborgarafabrikkuna,
Múlakaffi og Lemon.
...að líf og fjör verði á Bókasafninu
á Safnanótt 8. febrúar.
...að ekkert sé um heita mat í Varmár-
skóla þessa dagana vegna veikinda
og manneklu og nemendur mæta
með nesti í skólann.
...að verið sé að rétta í Skáksambands-
málinu þessa dagana sem teygir
arma sína á Hvíta Riddarann og alla
leið upp á Tungubakka.
...að FMOS hafi tapað fyrir MH í fyrstu
umferð Gettu Betur í vikunni 26-9.
...að bíll hafi orðið alelda í Leirvog-
stungunni á mánudaginn en betur
hafi ferið en á horfðist.
...að mikið haglél hafi dunið á Mos-
fellingum á Þrettándagleðinni við
Leirvoginn og einhverjir hafi þurft
frá að hverfa.
...að heitir sunnudagar séu framundan
í Varmárlaug þar sem laugin verður
hituð upp í 37 gráður fyrir barnafjöl-
skyldur og þá sem vilja slaka.
...að kosning sé farin af stað á mos.is
um hver verði íþróttakarl og -kona
Mosfellsbæjar.
...Drífa í Lágafellsskóla
eigi afmæli í dag.
mosfellingur@mosfellingur.is
Nautalund með gljáa
marta
carrasco
Hjá tobba og emelÍ
u
Kyndill á vaktinni um áramótin
Félagar í Björgunarsveitinni Kyndli höfðu í nógu að snúast í kringum flugeldasöluna
líkt og endranær. Hér má sjá vaskan hóp með söluvarning sveitarinnar að Völuteigi.
mosfellingar kaupa sína
flugelda hjá kyndli