Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Qupperneq 8
Ég held bara með fótboltanum.“Þetta segir yngri bróðir minnstundum þegar hann horfir á fótboltaleik án þess að halda með öðru hvoru liðinu. Honum er þá mest umhugað um að leikurinn sé góður, leikmenn beggja liða sýni góða takta, fái nóg af færum og skori mörk á báða bóga. Hvort hann fagnar til- teknu marki fer aðallega eftir því hvort markið var „gott fyrir leikinn“, eins og sagt er. Ef annað liðið kemst yfir vill hann að hitt jafni sem fyrst. Síst af öllu vill hann að annað liðið nái algjörum yfirburðum. Það væri alls ekki gott fyrir leikinn og myndi sennilega eyðileggja hann. Frábær árangur Kjarasamningar eru viðureign þar sem mikilvægt er að báðir skori. Það er best fyrir leikinn. Hagsmunir allra eru að hvorugur tapi. Til að tryggja þetta er auðvitað frumskilyrði að það liggi fyrir hver staðan er. Einn mikilvægur mælikvarði á stöðuna er hversu stór hluti virðis- aukans sem til verður í landinu fer í vasa vinnandi fólks og hversu stór hluti fer í vasa þeirra sem eiga fyrir- tækin og fjármagnið. Á þennan mæli- kvarða er íslenskt vinnuafl heims- meistari í OECD-deildinni. Hér fara um 63% virðisaukans til launafólks en 37% til þeirra sem eiga fyrirtækin og fjármagnið. Í þeirri ábendingu felst engin afstaða til þess hvaða hlutfall er sanngjarnt. Hér er eingöngu bent á það er hvergi hærra en hér. Í mörgum OECD-löndum fær launafólk aðeins um helming virðisauk- ans og sums staðar jafnvel minna en þriðjung. Ísland er ótvíræður Norðurlanda- meistari í kaupmáttaraukningu á ár- unum 2014-2017 og vinnur það mót með allmiklum yfirburðum. Það segir sitt um stöðuna. Sem og það að á Íslandi eru bæði meðallaun og lægstu laun með þeim allra hæstu sem þekkjast í heiminum. Fleiri alþjóðlegir titlar Gylfi Zoega benti á það á liðnu ári, í greiningu sinni á stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga, að fá- tækt hér væri lítil í alþjóðlegum sam- anburði; hlutfall þeirra sem hefðu innan við 50% af miðtekjum hefði verið 6,5% á Íslandi árið 2014 en til samanburðar 9% í Svíþjóð, 10,5% á Bretlandi og 17,5% í Bandaríkjunum. Tölur Hagstofunnar sýna okkur að Ísland er Evrópumeistari í tekjujöfn- uði, mælt á gini-stuðul. Þá sýna tölur OECD að munurinn á þeim sem eru nálægt hæstu tekjum annars vegar (lægstir í hópi 10% tekjuhæstu) og þeim sem eru nálægt lægstu tekjum hins vegar (hæstir í hópi 10% tekjulægstu) er næst- minnstur hér á landi. Við erum því silfurverðlaunahafar í OECD- deildinni hvað þetta varðar, næst á eftir Danmörku. Munurinn er u.þ.b. þrefaldur hér á meðan algengur munur í öðrum OECD-löndum er fjórfaldur og fimmfaldur og þaðan af meiri. Viðkvæm staða Við verðum að verja ofangreindan árangur og hann sýnir að það er ekki tilefni til að skipta um kúrs með rót- tækum hætti. Ennþá síður í ljósi þess hve viðkvæm staðan er. Óvenju- legar aðstæður hafa valdið því að launahækkunum undanfarinna ára hefur ekki fylgt verðbólga og við- skiptahalli með tilheyrandi gengis- sigi og enn meiri verðbólgu, sem rýrt hefði kaupmátt. Ein meginástæðan fyrir þessu er vöxtur ferðaþjónustunnar, sem hefur styrkt gengi krónunnar og þannig lækkað verð innfluttra vara. Nú er hins vegar farið að draga verulega úr vexti hennar. Þá eru blikur á lofti í flug- rekstri eins og allir vita. Ferðaþjónustan er auk þess mannaflsfrek atvinnugrein og því munu launahækkanir hafa meiri áhrif á samkeppnishæfni hennar en annarra stærstu útflutningsgreina okkar. Staðan er því viðkvæm og vandséð að sömu þættir og áður geti gefið okkur skjól fyrir verðbólgu í annað sinn. Höldum með knattspyrnunni Ekkert af þessu breytir því að við leggjum öll áherslu á að lífskjör haldi áfram að batna. Samtök launafólks eiga að sjálfsögðu að sækja þær fast. Það verður hins vegar að vera inni- stæða fyrir þeim. Stjórnvöld halda ekki með öðru liðinu umfram hitt í þessari viður- eign. Stjórnvöld halda einfaldlega með knattspyrnunni. Það er að segja: Við höldum með verðmæta- sköpun, hagvexti, bættum lífskjörum og auknum kaupmætti alls almenn- ings. Til að þetta markmið náist má hvorugur aðilinn valta yfir hinn. Það myndi eyðileggja leikinn. Hagsmunir allra að hvorugur tapi ’Á þennan mæli-kvarða er íslensktvinnuafl heimsmeist-ari í OECD-deild- inni. Hér fara um 63% virðisaukans til launafólks en 37% til þeirra sem eiga fyrir- tækin og fjármagnið. Morgunblaðið/Eggert Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 VETTVANGUR Nanna Rögnvaldardóttir, mat- argúrú með meiru, rifjaði upp á Facebook tæplega 50 ára gamla grein úr Vikunni: „Árið 1970 spurði Vikan 12 einstaklinga spurningarinnar: „Hvaða augum lít- ur þú á kynvillu?“ Það vekur athygli að þeir yngri í hópnum virðast dómharðari en hinir eldri en svör þeirra (þetta er held ég allt fólk á aldrinum 18-25 ára).“ Meðal svara sem Nanna birti var þetta: „Ég vorkenni þessu fólki, og tel að þetta sé sjúkdómur. Já mér finnst þetta alvarlegra en t.d. þjófn- aður og morð.“ Einar Kárason rithöfundur skrifaði á Face- book: „Maður veit að það er ekki pass- andi, en stundum hvarflar að mér að umhverfis- og kolefnisumræðan sé skrýtin. Í dag, uppúr hádegi, heyrði ég á Rás eitt pælingar, byggðar á amerískum rannsóknum, um kol- efnisspor eftir hunda og ketti í USA, og hvort lausnin væri ekki sú að gæludýrin okkar yrðu gerð veg- an. Og maður hugsar: ætli Hnött- urinn sé þess virði að lifa á honum ef við getum ekki unnt hinum dýr- unum að éta það sem þeim sýnist?“ Og Kristján B. Jónasson bóka- útgefandi skrifaði í tilefni pælinga um að seinka klukkunni á Íslandi eða ekki: „Farinn að sofa. Þið B- fólk, farið líka að sofa svo þið getið vaknað kl. 6 og hætt að kvelja okk- ur með þessu klukkurugli ykkar.“ AF NETINU „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada Betri svefn Melissa Dream er vísindalega samsett náttúrulyf, hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is ÚTSALA 30-50% afsláttur af völdum vörum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.