Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 13
Getty Images/iStockphoto
fram. Þannig að við megum ekki gera tilraunir á
börnunum okkar nema taka þær þá út; hverjir
eru kostirnir, hverjir eru gallarnir og hvernig
getum við sniðið agnúana af.“
Björn bendir á nýjar rannsóknir frá bæði
Danmörku og Finnlandi sem benda til að þær
gömlu kennsluaðferðir sem hafa þróast í gegn-
um aldirnar séu enn sem komið er öflugri en
spjaldtölvan. „Sérstaklega er það finnsk rann-
sókn sem tiltekur að það að geta treyst barni
fyrir spjaldtölvu, og það noti hana til náms,
krefjist þess að barnið hafi eðlisþætti eins og
góðan sjálfsaga, frumkvæði, sýni sjálfstæði í
vinnubrögðum, einbeitingu og sé sveigjanlegt.
Vandamálið er að þetta eru eiginleikar sem
ekkert barn hefur fullþroskað, þetta er ekki
komið svona snemma hjá börnum, þau þurfa að
fá tækifæri til að þroska þá áður en þau geta
notað spjaldtölvu á þennan hátt sem er krafist.
Ég óttast að við séum að leggja of þung verk-
efni á börnin okkar, þroski þarf að vera í sam-
ræmi við þau verkefni sem þau fá.“
Björn segir að það sé eitthvað í samhæfingu
hugar og handar sem sé mjög dýrmætt.
„Þessar fyrstu niðurstöður sem eru að ber-
ast á rannsóknum á samanburði náms í spjald-
tölvum og ekki spjaldtölvum benda til þess að
til dæmis stærðfræðinám sé betra þegar þú
teiknar sjálfur á blaðið en þegar þú lætur tölv-
una gera það. Það er ekki hægt að skipta þess-
um aðferðum umhugsunarlaust út hjá börnum,
bara tækninnar vegna.“
Skjátími á ábyrgð foreldra
Eitt helsta umræðuefni foreldrasamfélagsins
síðasta árið hefur verið svokallaður skjátími,
hvað sé mátulegur skjátími í heild, það er að
„Það virðist vera að í sterku fjölskyldunum, þar sem er gott utanumhald og báðir foreldrar til staðar, takist betur að stýra þessari notkun og
hafa áhrif á hana,“ segir Björn Hjálmarsson, sérfræðilæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL.
Morgunblaðið/Eggert
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13