Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Page 14
SKJÁNOTKUN
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019
Þrátt fyrir fljúgandi framfarir í tækni
hafa vísindamenn bent á að sárlega skorti
rannsóknir sem skoða áhrif skjánotkunar
á heila barna. Ein slík og afar stór stendur
þó yfir en svokölluð A.B.C.D.-rannsókn
stendur yfir í Bandaríkjunum, gerð af
Heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna, og
tekur þar fyrir ýmis utanaðkomandi áhrif
og hvernig þau hafa áhrif á þroska heilans.
Algjörar frumniðurstöður úr rannsókn-
inni voru birtar nýlega og erfitt að túlka
þær strax en þær sýna að heili hluta þeirra
barna sem notuðu snjallsíma, spjaldtölvur
og spiluðu tölvuleiki meira en sjö tíma á
dag, hafði tekið breytingum sem heili
barna sem ekki voru jafnmikið við skjá
hafði ekki gert. Vísindamenn treysta sér
ekki enn til að ákvarða hvort þær
breytingar þýði eitthvað slæmt en
ljóst er að það mun taka nokkur ár
að fá fullnægjandi niðurstöður úr
rannsóknunum og hvaða líf-
fræðilegu áhrif það eru sem
skjánotkun hefur.
Yngsti aldurshópurinn,
börn undir tveggja ára, er sá
hópur sem helst þarf að
hafa áhyggjur af að mati
Bandarísku barnalæknasamtakanna en í
þeirra nýjustu útgefnu viðmiðunarreglum
um skjátíma barna segir að það eigi alls
ekki að láta börn undir 18-24 mánaða
aldri vera við skjá. Í viðtali við CBS News
sagði bandaríski barnageðlæknirinn Di-
mitri Christakis að það sem lítil börn
lærðu með spjaldtölvu yfirfærðu þau ekki
á raunheim. Það að læra að raða upp
kubbum í appi í iPad gagnaðist þeim ekki
til að kubba til
dæmis í veru-
leikanum og um
leið færu þau á
mis við ákveðinn þroska sem þau tækju út
þar.
„Ef þú hefur áhyggjur af því að ungling-
urinn þinn sé ánetjaður snjallsímanum
skaltu hafa í huga að litla barnið er í miklu
viðkvæmari stöðu gagnvart þessum tækj-
um,“ sagði Christakis og benti á að ákveð-
inn sálfræðihernaður væri í gangi í hönnun
á tækjum og öppum þar sem keppt væri
að því að láta notendur ekki hætta að
nota hlutinn. Ekki væri hægt að benda á
eldri tól með sama hætti. Ef fólk benti á
að fyrir nokkrum áratugum hefði fólk haft
áhyggjur af því að unglingar töluðu of
mikið í símann þá hefði sami verkfræðiher
ekki verið að baki tækjunum til að hæna
notendur til að leggja tólið aldrei frá sér.
Bandaríski sálfræðingurinn Tom Ker-
sting hefur verið ötull talsmaður þess
vestanhafs að skjátími barna sé takmark-
aður, gefið út fjölmargar bækur um efnið
og fjallað um það í fjölmiðlum vestanhafs.
Kersting hefur einkum skoðað tilfinninga-
legar afleiðingar fyrir ungmenni og bendir
á í bók sinni Disconnected að foreldrar
spili stóra rullu og þeirra hegðun skipti
miklu máli. Foreldrar sem séu sífellt að
skoða annarra manna líf á Instagram og
öðrum samfélagsmiðlum
ali börn upp í að „læk“ og
deilingar á lífinu
eins og það líti út
fyrir að vera full-
komið skipti
mestu máli; börn-
in meðtaki það
sem sannleik að
það skipti miklu
máli hvernig líf þeirra líti
út í augum annarra.
Rannsóknir hafa sýnt að þunglyndi og
kvíði unglinga og barna eykst við að vera
mikið á samfélagsmiðlum og þá einkum
hjá stúlkum sem nota miðlana einnig
meira á þessum aldri. Kersting bendir á
að áður en samfélagsmiðlar komu til sög-
unnar hafi börn verið ómeðvitaðri um
hvernig líf annarra var í samanburði við
þeirra. Þau voru ekki sífellt með æðisleg
sumarfrí annarra fyrir augunum eða partí-
in sem aðrir voru í en ekki þau. Þó vissu-
lega hafi fólk borið sig saman hafi fólk ekki
haft myndir til að skoða aftur og aftur og
velta sér upp úr og ekki verið minnt jafn-
rækilega á að aðrir hefðu það betra en
þau.
Undir smásjá vísindamanna
segja sá tími sem börn eyða samanlagt fyrir
framan rafræna skjái á degi hverjum; sjón-
varp, tölvur, símaskjái og svo framvegis.
Rannsóknir sýna að skjátími er langt um-
fram öll viðmið og það sem ráðlagt hefur verið
en það eru þá leiðbeiningar sem koma frá
bandarísku barnalæknasamtökunum.
Engin skjátæki fyrir þau yngstu
„Það má segja að bandarísku barnalækna-
samtökin beri höfuð og herðar yfir aðrar stofn-
anir í þessum málum en samtökin hafa verið
vakin og sofin yfir þessari hröðu tæknibyltingu.
Þau gáfu út leiðbeiningar árið 2011 sem voru
svo endurskoðaðar 2016 og eru strangastar sé
litið til yngstu barnanna.
Þau sem eru undir 18 mánaða aldri á ekki að
setja fyrir framan skjátæki og byggist það
meðal annars á því að hver hálftíma aukning í
skjátíma á dag fyrir þennan aldurshóp þýðir 50
prósent seinkun í máltökunni.
Mikil áhersla er lögð á að tveggja til fimm ára
gömul börn séu alls ekki ein í skjátækjunum. Án
undantekninga þurfa foreldrar að stýra notk-
uninni, með ströngum tímarömmum, og er þar
miðað við í mesta lagi eina klukkustund á dag.
Þetta eru einkum tvenns konar áhrif sem við
höfum áhyggjur af. Annars vegar áhrif þess-
arar sjónrænu oförvunar og svo líka hvaða
góðu virkni er ýtt í burtu vegna þess að barnið
er í skjátækjunum. Til dæmis að æfa sig í sam-
skiptum, spjalla eða í leik með foreldrum eða í
ímyndunarleik þar sem barnið er eitt með leik-
föngum, skjárinn ryður öðru úr vegi.
Varðandi 6-18 ára hópinn þá var viðmiðið
tveir tímar á dag árið 2011 en um leið og tíminn
fer að lengjast meira hefur það fylgni við vax-
andi ofþyngd, svefnvandamál og geðslags-
breytingar.
Vandinn var sá með þennan aldurshóp að þótt
samtökin gæfu þessar leiðbeiningar út árið 2011
þá fór enginn eftir þeim. Núna hafa samtökin
því ákveðið að leggja ábyrgðina meira til for-
eldra og það sem foreldrar þurfa að vakta er að
skjátími sé ekki meiri en barnið þolir.“
Að vakta skjátíma barna og unglinga er
stórt verkefni fyrir foreldra, hvað geta þeir
haft í huga við það verkefni?
„Mikilvægt er að það séu skjáfrí svæði á
heimilinu og börnin séu vöktuð og til dæmis er
mjög mikilvægt að svefnherbergið sé eitt af
þeim svæðum og börn séu ekki með skjái þar
inni. Einnig að það séu skjáfríir tímar dagsins,
eins og við kvöldverðarborðið, þar sem allir
fara yfir daginn sinn, sé fólk ekki í símanum.
Það þarf að eiga í samtali við börnin um
samborgaralegar skyldur, vara þau við hætt-
unum á netinu og svo er stærsta vandamálið;
þau áhrif sem þetta hefur á svefninn, en rann-
sóknir sýna að ekki nema sjö prósent íslenskra
unglinga fá nægjanlegan svefn. Þetta slær
mann eins og meirihátt-
ar lýðheilsuvandamál.“
Heldurðu að for-
eldrar hafi sofnað á
verðinum?
„Fyrir tveimur árum,
þegar ég talaði við fólk
um þetta, rak það yf-
irleitt upp stór augu
þegar við fórum að
ræða um skjátíma. Mér
finnst það breytt. Stór hluti fólks hefur með-
tekið þessa opinberu umræðu og áttar sig á
verkefninu; að við þurfum að ramma þetta inn
þannig að það séum við sem stjórnum
tækninni en ekki hún sem stjórnar okkur. Ég
upplifi þetta þannig að við séum að vakna af
dvalanum.
Maður sér þess líka merki að sálfræðingar í
Bandaríkjunum eru farnir að velta þeim
spurningum upp hvort það sé siðferðislega
rétt að nota aðferðir sálfræðinnar til að gera
þessi tæki meira aðlaðandi og alls konar að-
ferðir til að örva notkunina. Börn og unglingar
eru algjörlega varn-
arlaus gagnvart þessum
aðferðum og í sam-
skiptaforritum og í
tölvuleikjum eru inn-
byggð atriði sem örva
áframhaldandi notkun
og það er trúlega það
sem gerist þegar skjá-
fíkn verður að vanda-
máli; að við förum að of-
nota verðlaunabrautirnar okkar og verðum
háð þessari örvun.“
Þörf á lýðheilsurannsókn
Stjórnvöld í Kína, Japan og Suður-Kóreu eru
að sögn Björns farin að líta á skjávæðingu sem
lýðheilsuvandamál og Björn segir mikilvægt
að vera vakandi yfir því að slíkt getur gerst
hér líka.
„Heilsufarslega er þetta eins og fyrr segir
enn verra fyrir þá sem eru veikir fyrir. Veik-
ustu börnin okkar á BUGL verða enn veikari
ef þau missa tökin á skjánotkuninni. Það eru
ýmis vandamál sem eru beinar afleiðingar. Við
höfum séð að börn hætta að mæta í skóla því
þau vilja frekar vera í tölvunni og það er nokk-
uð sem við höfum ekki þekkt áður. Ég hef haft
pata af því að unglingar og þá sérstaklega
stúlkur séu mikið á samskiptamiðlunum á
nóttunni sem kemur þá niður á svefni og líðan.
Vandamál drengjanna liggur frekar í ofnotkun
á tölvuleikjum.
Nú geisar offitufaraldur á heimsvísu og auk-
in líkamsþyngd er kannski best rannsakaða af-
leiðing af löngum skjátíma.
Maður spyr sig líka vegna frétta um til
dæmis 52 andlát vegna ofneyslu á lyfseðils-
skyldum lyfjum á síðasta ári hvað sé að gerast.
Skjáfíkn getur ýtt undir aðra fíkn og þetta er
atriði sem á alveg eftir að skoða. Það er mjög
margt sem á eftir að rannsaka og ég held að
við séum komin á þann stað að það þurfi stóra
lýðheilsurannsókn hérlendis á áhrifum skjá-
tíma á börn og unglinga.“
Eins og að setja barn undir stýri
Björn segir að skjátæki gagnvart börnum
minni svolítið á þegar bíllinn kom fyrst á mark-
að. Þá var engin burðartækni, engin örygg-
isbelti, engir stuðpúðar og það kostaði mörg
mannslíf áður en sú öryggistækni kom í bílana.
„Að setja fullkomna spjaldtölvu í fangið á
fimm ára dreng, og leyfa honum að vera þar
eftirlitslaus, er svipað og að setja barnið undir
stýri. Barnið hefur engar forsendur til að var-
ast hætturnar. Ég held það væri jafnvel hug-
mynd að það væru til sérstök tæki fyrir börn.
Ég hafði miklar áhyggjur þegar Fortnite-
leikurinn kom og ofbeldisleikir eru yfirhöfuð
mikið áhyggjuefni þar sem allt of ungir krakkar
eru að spila þá. En það er ekki aðeins að huga
þurfi að þeim heldur eru einnig svokallaðir fjöl-
spilaraleikir, Multi Member Online Roleplaying
Games. Þeir eru einfaldlega mjög ávanabind-
andi og viðkvæmustu einstaklingarnir ánetjast
þessum leikjum mjög hratt. Til eru dæmi um
börn sem hætta að mæta í skólann.“
Í starfi sínu hefur Björn oft upplifað hjálp-
arleysi foreldra í erfiðum málum þar sem skjá-
notkun er komin úr böndunum en hann segir
vandamálið líka vera upplifun barna á skjá-
notkun foreldra sinna.
„Eitt af því sem okkur er mjög hugleikið
inni á BUGL er tengslamyndun barna og ung-
linga en barn getur upplifað sára höfnun ef
mamma og pabbi eru alltaf í símanum. For-
eldrarnir eru þá ekki til staðar og eru þar að
auki slæmar fyrirmyndir. Barninu finnst að
það hljóti sjálft að þurfa að vera í snjalltæki til
að fá þá örvun í lífinu sem það þarf.“
Nokkur einkenni rafræns skjáheilkennis Heimild: Victoria L. Dunckley
Barnið upp-
tendrað stóran
hluta
sólar-
hrings
Örmagnast
vegna minnsta
áreitis
Tekur
bræðiköst
Verður pirrað
þegar það
er beðið að
hætta að leika
tölvuleiki eða
hætta í rafrænu
skjátæki
Sjáöldur útvíkk-
uð eftir að hafa
setið við skjá
Erfitt að mynda
augnsamband
eftir raf-
rænan
skjátíma
Laðast að raf-
rænum skjám
eins og fluga að
ljósi í myrkri
Hætt að njóta
athafna sem
það
naut
áður
Á í erfiðleikum með
að eignast vini eða
halda í þá vegna
óþroskaðrar
eða vanstilltrar
hegðunar
Áhugamálum
hefur fækkað
og snúast að
mestu um
rafræna
skjái
Áhugi á þekk-
ingu og eðlis-
læg forvitni
minni
Þau einkenni sem birtast hjá börnum ef þau fara yfir þolmörk sín í skjátímanum og geðlæknirinn Vic-
toria Dunckley hefur bent á í skrifum sínum eru vel þekkt. Dunckley kallar það rafrænt skjáheilkenni
þegar börn fara fram yfir þau mörk í skjátækjum sem þau þola og það kemur niður á líðan þeirra,
svefni og hegðun og getur verið forstig að skjáfíkn. Hér eru dæmi um einkenni rafræns skjáheilkennis.
’ Þetta eru einkum tvennskonar áhrif sem við höfumáhyggjur af; annars vegaráhrif þessarar sjónrænu oförv-
unar og svo líka hvaða góðu
virkni er ýtt í burtu vegna þess
að barnið er í skjátækjunum.