Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 15
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Þ au eru hvert úr sínu hverfinu krakkarnir fjórir sem mættir eru til þess að ræða mál sem varða tölvunotkun unglinga og afleið- ingar þess. Auður Bjarnadóttir (2003) er í Valhúsaskóla, Arnfríður Helga- dóttir (2003) í Hörðuvallaskóla, Hilmir Ás- berg Björnsson (2004) í Garðaskóla, og Jakob Ragnar J. Sigurðsson (2004) er í Hlíðaskóla. Hvað teljið þið að þið eyðið miklum tíma fyrir framan skjá á virkum dögum? Og hvað er það aðallega, tölvan, síminn eða sjón- varpið? Arnfríður Það er aðallega síminn hjá mér. Það er hægt að sjá í símanum hvað maður eyðir miklum tíma í að horfa á símann. Með- altalið er rúmlega tveir tímar á dag. En auð- vitað notar maður símann í allt en ég eyði samt alveg miklum tíma á samfélagsmiðlum. En ég er ekki í tölvuleikjum. Jakob Ég er eiginlega aldrei í símanum en eyði þremur, fjórum tímum á dag í tölvunni. Ég nota mest spjaldtölvuna og tölvuna. Í tölvunni er ég mest í tölvuleikjum. Auður Ég nota mest tölvuna mína, og þá aðallega til að horfa á þætti. Ég held að ég eyði svona þremur til fjórum tímum á dag. Hilmir Ég er bæði í símanum og tölvunni. Í tölvunni er ég í FIFA og Fortnite. Aðallega Fortnite. Það fer eftir dögum hvað ég er mik- ið að spila, en oft um einn og hálfan til tvo tíma á dag. Arnfríður Ef maður hefur ekkert að gera fer maður bara í símann. Hvaða samfélagsmiðla notið þið mest? Jakob Ég nota ekki samfélagsmiðla, mér finnst það pirrandi. Ég horfi frekar á You- tube. Stundum horfi ég á hvernig maður verði betri í tölvuleikjum en líka fræðsluefni. Ég hef mikinn áhuga á risaeðlum og nátt- úrufræði þannig að ég horfi stundum á heim- ildamyndir. Arnfríður Ég nota mest Snapchat og Instagram. Ég nota Snapchat til að hafa sam- skipti við vini mína. Ég er á Facebook en nota það aðallega til að sjá viðburði. Hilmir Ég er á Facebook en það er bara gamalt fólk að „follow“ mig. Fjölskyldan. Annars nota ég Snapchat og Instagram. Auður Ég nota langmest Instagram og líka Snapchat en ég tala mikið við vini mína á Messenger. Jakob Ég nota eitt sem heitir Discord en það er líka notað í sambandi við tölvuleiki. Það er svipað og Skype. Maður talar við vini sína þegar maður spilar tölvuleiki. Hilmir Já, ég fer aldrei í tölvuna nema ég sé að spila við einhverja. Jakob Þegar ég spilaði Fortnite spilaði ég kannski of mikið. Ég var eiginlega kominn með leiða á því. Finnst ykkur þið vera háð skjánum? Gætuð þið verið viku án símans og tölvu? Hilmir Ég gæti það alveg en það væri al- veg glatað. Jakob Ég gæti það alveg, ég myndi þá bara lesa einhverjar bækur. En það er þægilegt að hafa þetta, og geta gúgglað. Arnfríður Ef ég gleymi símanum heima hugsa ég að það sé kannski einhver að hringja í mig, eða senda skilaboð. Ég er alltaf með símann. Auður Ef ég er ekki með símann verð ég svo stressuð. Eins og það sé einhver sem þurfi að ná í mig. Jakob Þetta er auðvitað öryggistæki. Haldiði að þið mynduð lesa fleiri bækur ef þið væruð ekki með síma? Hilmir Nei. Jakob Já, ég myndi ábyggilega lesa aðeins meira. En ástæðan fyrir því að ég er ekki með Snapchat og allt það er að mér finnst erfitt að halda einbeitingu þegar síminn er alltaf að pípa. Auður Ef ég er að gera heimavinnuna slekk ég á símanum. Það er miklu þægilegra. Eru reglur á ykkur heimilum varðandi tölvunotkun? Jakob Hjá mér er það bannað eftir klukkan átta og þá spilum við oft, lesum eða gerum heimavinnuna. Mamma og pabbi töluðu sig saman að hafa regluna svona. Ég þarf líka að fara eftir þessum reglum af því að ég á yngri systkini og það gengur jafnt yfir alla. Arnfríður Það eru ekki miklar reglur hjá mömmu; ég er heldur ekkert svo mikið í tölv- unni. Ég tek ábyrgð á því sjálf. Pabbi segir við mig að vera ekki of mikið í símanum áður en ég fer að sofa. Auður Það eru engar reglur, þau treysta mér til þess að ráða þessu sjálf. Hilmir Ég slekk yfirleitt á tölvunni svona tíu, hálfellefu á virkum dögum en tólf eða eitt um helgar. Mamma segir bara að svo lengi sem einkunnirnar séu góðar þá sé þetta í lagi. Hvernig eru reglurnar í ykkar skólum? Megið þið vera með síma í tímum? Hilmir Nei, nema að kennarinn leyfi. Auður Það fer samt alveg eftir kennurum, sumir leyfa að hafa þá uppi á borðinu. Arnfríður Við erum alltaf með símana á borðunum en sumir kennarar biðja um að við setjum þá niður. Jakob Oftast vilja eldri kennarar að maður setji þá í vasann. Arnfríður Það er eiginlega öfugt hjá mér. Yngri kennararnir eru strangari en þeim eldri er alveg sama. Finnið þið fyrir andlegum eða líkamlegum breytingum ef þið eruð of lengi í tölvunni? Jakob Ekkert svakalega. Mest líkamlega. Manni verður illt í augunum og stundum verður mér kalt á puttunum þegar ég nota lyklaborðið mikið. Eða stífur í öxlunum. Svo getur maður alveg orðið smá pirraður ef maður tapar oft í leik. Hilmir Já, sammála. Maður getur orðið pirraður og reiður, eins og flestir. En þið, stelpur, finnið þið fyrir einhverju? Auður Ég veit ekki hvort það sé út af sím- anum en stundum líður mér eins og að augun verði viðkvæmari fyrir ljósi. Finnst ykkur eitthvað slæmt varðandi ykk- ar tölvunotkun? Arnfríður Mér finnst stundum þegar mað- ur er að horfa á vídeó í símanum þá kemur alltaf nýtt og nýtt og maður festist í síman- um. Þótt það sé kannski mjög óspennandi vídeó. Þá finnst manni þetta svo mikil tíma- eyðsla. Maður fattar stundum ekki hvað tím- inn líður hratt. Jakob Um helgar hef ég stundum spilað töluvert lengur en í fjóra tíma. Hilmir Já, á kvöldin um helgar spilar mað- ur oft lengi. Hvernig haldiði að þetta verði í framtíðinni, hjá ykkar unglingum? Hilmir Ég hef enga hugmynd. Arnfríður Annaðhvort verður þetta miklu meira eða svipað. Það eru margir í dag að gera rannsóknir um tölvufíkn, þannig að mögulega verður það ekki meira en í dag. Auður Tæknin er að breytast svo hratt. Kannski verður þetta allt öðruvísi. Nú eru komin fram alls konar ný orð eins og skjáfíkn og tölvufíkn. Haldiði að það sé til í alvöru? Arnfríður Já, ég þekki nokkra krakka sem eru mjög háð tölvunum og geta ekki beðið eftir því að komast heim úr skólanum til að fara beint í tölvuna. Hætta jafnvel að æfa íþróttir. Þau eru í tölvuleikjum og þegar þau eru í skólanum eru þau að horfa á Youtube af öðru fólki að spila leikinn. Haldiði kannski frekar að þetta sé þá tölvuleikjafíkn? Auður Já, örugglega. Allir sem ég þekki sem eru háðir þessu eru þeir sem spila tölvu- leiki. Hvað finnst þér, Hilmir, finnst þér þú vera háður því að fara í Fortnite? Hilmir Nei, ekkert illa háður. En það er alveg gaman að fara í það. Ég þekki reyndar einn strák sem er háður tölvuleikjum. Hann er búinn að eyða áttatíu þúsund í „skin“ [bún- inga fyrir persónuna]. Jakob Já, ég þekki einn sem hefur eytt sextíu þúsund í „skin“. Þekkið þið margar stelpur sem eru í tölvu- leikjum? Jakob Nei. Arnfríður Það eru alla vega engar vinkon- ur mínar í þessu. Við höfum alveg prufað þetta en ekki oft og við erum ekkert góðar. Það er heldur ekkert gaman að spila ef mað- ur er ekki góður. Þetta eru aðallega strákar. Hvaða ráð mynduð þið gefa vinum ykkar sem væru háðir skjánum? Jakob Að reyna að finna eitthvað annað að gera. Fara út að spila fótbolta. Arnfríður Ég myndi biðja þá að koma út að gera eitthvað og segja þeim að það sé hægt að gera eitthvað betra við tímann. „Maður festist í símanum“ Fjórir unglingar, fjórtán og fimmtán ára, hafa sínar skoðanir á tölvunotkun, samfélagsmiðlum og skjáfíkn. Arnfríður, Jakob, Auður og Hilmir settust niður og ræddu málin. Í ljós kom að stelpurnar eru meira á samfélagsmiðlum en strákarnir í tölvuleikjum. Arnfríður, Jakob, Auður og Hilmir tóku þátt í umræðum um tölvunotkun unglinga. Ekkert þeirra segist haldið skjá- eða tölvuleikjafíkn en öll þekkja þau krakka sem eyða flestum frístundum í tölvunni. Oftast eru það þá drengir sem festast í tölvuleikjum, að þeirra mati. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.