Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 25
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Fyrir 2 (í aðalrétt), 4 (í forrétt) Þessi réttur er frábær með volgu pítubrauði og er tilvalinn sem aðalréttur, meðlæti, forréttur eða nasl. 200 g grænar linsubaunir (puy lentils) 30 g ósaltað smjör 2 msk. ólífuolía, og smá auka til að hella yfir í restina 3 hvítlauksrif, afhýdd og marin 1 tsk. kummín 3 meðalstórir tómatar, af- hýddir og skornir í 1 cm kubba 25 g kóríander lauf, skorin smátt 4 msk. tahínísósa 2 msk. sítrónusafi salt og svartur pipar ½ lítill rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar 2 harðsoðin egg, skorin í fernt Sjóðið vatn í potti. Bætið linsubaunum út í og sjóðið í 15-20 mínútur. Sigtið vatnið frá og geymið baunirnar. Hitið smjör og olíu saman á pönnu. Þegar smjörið er bráðnað, bætið þá hvítlauk og kummíni á pönnuna og eldið í eina mínútu. Setjið þá tómatana út á pönnuna, 20 g af kóríander og elduðu linsubaunirnar. Eldið og hrærið í nokkrar mínútur. Bætið þá við sí- trónusafa, tahíní, 70 ml af vatni, teskeið af salti og smá pipar. Lækkið hitann niður í meðalhita og eldið og hrær- ið í nokkrar mínútur í við- bót, þar til að það hefur þykknað. Merjið baunirnar létt þannig að úr verði gróft mauk. Dreifið úr baununum á flötum diski. Setjið laukinn og kóríander yfir ásamt smá skvettu af ólífuolíu. Berið fram með harðsoðnu eggj- unum og góðu brauði til að dýfa í maukið. Grænar linsubaunir með tahíní Fyrir 4 (gott í forrétt eða meðlæti) 350 g kirsuberjatómatar 3 msk. ólífuolía ¾ tsk. kummínfræ ½ tsk. ljós púðursykur 3 hvítlauksrif, skorin í örþunnar sneiðar 3 greinar ferskt timían 5 g ferskt óreganó (tínið laufin af greinunum en geymið smá ósnert) 1 sítróna, skafið ysta hlutann af hálfum sítrónuberkinum til þess að fá þrjár lengjur og rífið börk- inn af hinum helmingnum til þess að fá fíngert rasp 350 g grísk jógúrt (þykka tegundin) 1 tsk. chilli-flögur sjávarsalt svartur pipar Það sem gerir þennan rétt svo heillandi eru skörpu skilin á milli heitu og safaríku tómat- anna og ísköldu jógúrtarinnar þannig að það er mikilvægt að bera þetta fram beint úr ofni og beint úr ísskáp. Hitinn mun bræða jógúrtina þannig gott er að hafa nóg af springa og farið er að krauma í öllu saman. Stillið þá á grill og grillið í 6-8 mínútur, þar til tómatarnir fara að brenna á yfirborðinu. Á meðan tómatarnir eru að grillast blandið jógúrtinni sam- an við raspið af sítrónunni og ¼ tsk. af salti. Geymið í ísskáp þar til þið berið fram. Þegar tómatarnir eru til- búnir dreifið jógúrtinni á disk með kanti eða í grunna skál og með bakhlið skeiðar búið til „holu“ í miðju. Setjið tómatana ásamt safa og öllu ofan í „holuna“. Berið fram strax meðbrauði. góðu súrdeigsbrauði eða fo- caccia-brauði til þess að dýfa ofan í réttinn. Hitið ofninn í 200°C á blæstri. Setjið tómatana í hræri- vélarskál ásamt olíunni, kumm- ínfræjum, sykri, hvítlauk, timí- an, óreganógreinum, sítrónu- hýðislengjunum, ½ tsk. af salti og smá nýmöluðan pipar. Hrærið þessu létt saman (ekki mauka) og setjið á bök- unarplötu sem er passlega stór þannig að tómatarnir séu ekki of dreifðir. Bakið í 20 mínútur, þar til tómatarnir eru farnir að Heitir kirsuberjatómatar með grískri jógúrt Ljósmynd/Jonathan Lovekin Fyrir 6 500 g rauðar linsubaunir 2½ l kalt vatn 2 meðalstórir rauðir laukar 2 msk ólífuolía 200 g beðjur (má nota grænkál eða spínat ef hitt fæst ekki) 50 g ferskur kóríander 2 tsk kummín 1 tsk kanill 1 msk kóríanderfræ 3 hvítlauksrif, marin 50 g ósaltað smjör rifin börkur af hálfri sítrónu súrdeigsbrauð 4 sítrónur, skornar í báta salt og svartur pipar Skolið linsubaunirnar vel í köldu vatni. Setjið þær í pott með 2½ l af vatni. Ná- ið upp suðu og látið malla í 35 mínútur eða þar til þær eru mjúkar. Veiðið af skán sem rís stundum á yfirborðið. Fjarlægið u.þ.b. helm- inginn af baununum úr pottinum og setjið til hlið- ar í skál. Saltið baunirnar í pottinum með vatninu og notið töfrasprota til þess að mauka þær. Setjið baunirnar sem þið geymduð aftur í pott- inn. Afhýðið laukinn, skerið fyrst í tvennt og svo í þunn- ar sneiðar. Setjið pönnu á hellu og hafið kveikt á miðlungshita. Bætið ólífu- olíu og lauk á pönnuna og eldið í 4-5 mínútur, eða þar til laukurinn er mjúk- ur. Á meðan er gott að taka stilkana af beðjunum (eða grænkálinu); skolið og skerið gróft. Farið eins að með kóríanderlaufin. Geymið nokkur kórían- derlauf til skreytingar. Setjið lauk, beðjulauf og kóríanderlauf út í súpuna og kryddið með kummíni, kanil, salti og pipar. Hitið súpuna aftur og látið hana malla í fimm mínútur. Kremjið hvítlauksrifin í morteli ásamt kóríander- fræjunum. Bræðið smjör á lítilli pönnu yfir miðlungshita og bætið hvítlauk og kóríand- erfræjum út á. Steikið í um tvær mínútur eða þar til hvítlaukurinn er aðeins farinn að taka á sig lit. Hrærið þessu út í súp- una og takið hana af hellunni og setjið lok yfir. Látið pottinn standa í fimm mínútur áður en súpan er borin fram. Dreifið rifnum sítrónu- berki og smá kóríander- laufi yfir súpuna. Berið fram með súr- deigsbrauði og sítrónubát- um. Passið að allir kreisti smá sítrónusafa út í súp- una. Linsubaunasúpa Ottolenghis ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.