Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 35
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 2.-8. JANÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 2 Að vetrarlagiIsabel Allende 3 Almanak Háskóla Ísl. 2019 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 4 Rauður maður/svartur maður Kim Leine 5 HeltekinFlynn Berry 6 Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2019 Þorsteinn S./Gunnlaugur B. 7 Dagbók Kidda klaufa 10Jeff Kinney 8 Hið heilaga orðSigríður Hagalín Björnsdóttir 9 MóðurhugurKári Tulinius 10 Bókasafn föður mínsRagnar Helgi Ólafsson 1 Becoming Michelle ObamaMichelle Obama 2 21 lessons for the 21st CenturyYuval Noah Harari 3 Q and A a DayPotter Style 4 This Is Home: The Art of Simple living Natalie Walton 5 SilmarillionJ.R.R. Tolkien 6 Paris for One and Other StoriesJojo Moyes 7 Harry Potter and the Philosopher’s Stone J.K. Rowling 8 Cuba Marco PoloMarco Polo 9 Thai Food Made EasyTom Kime 10 Fellowship of The RingJ.R.R. Tolkien Íslenskar bækur Erlendar bækur Ég er að lesa þriðju bókina í Rivers of London-bókaröðinni eftir Ben Aaronovitch. Þetta er glæpa-/ borgarfantasía um lögreglumann- inn Peter Grant. Stórskemmtilegar bækur. Einnig þræði ég mig í gegnum The Dark Tower- bækurnar eftir Stephen King. Kraft- urinn í sögunni er dáleiðandi og maður verður berg- numinn af hömlulausu hugmynda- fluginu. Efst á jólagjafa- listanum var bók- in Krossgötur eft- ir Bryndísi Björg- vinsdóttur og Svölu Ragnars- dóttur. Undan- farin ár hef ég kaf- að ofan í íslenskar þjóðsögur, -trú og -menningu. Nú er staðan sú að ég er orðinn sólginn í allar bækur af þessu tagi. Er t.a.m. að lesa Á mörkum mennskunnar núna, bók Jóns Jónssonar um förufólk. Svo er ég að lesa Harry Potter-bækurnar fyrir hlað- varpið Pottersen sem ég og systir mín, Bryndís Freyja Petersen, er- um með hjá Kjarnanum. ÉG ER AÐ LESA Emil Hjörvar Petersen Emil Hjörvar Petersen er rithöfundur. Danski rithöfundurinn Kim Leine hefur notið hylli hér á landi og skáldsagan Rauður maður / svartur maður er þriðja bókin sem kemur út eftir hann á íslensku. Bókin er annar hluti Grænlandsþríleiksins sem hófst með Spá- mönnunum í Botnleysufirði og gerist á Græn- landi á 18. öld þegar Danir gerðu Grænland að nýlendu sinni. Í bókinni rekur Leine upphaf kristniboðs og nýlenduvæðingar, lygileg tildrög hennar, ævintýralega framkvæmdina og hræði- legar afleiðingar, bæði fyrir nýlendubúana dönsku og Grænlendinga. Jón Hallur Stefánsson þýddi, Sæmundur gefur út. Glæpasagan Heltekin, eftir Flynn Berry, segir frá því er Nora Lawrence fer að heimsækja Rachel systur sína sem býr í litlu þorpi nálægt Oxford. Enginn tekur á móti henni á lestarstöð- inni og þegar hún kemur í hús systurinnar finnur hún blóði drifið lík hennar á stofugólfinu. Nora tekur til við að rannsaka morðið sjálf, enda treystir hún ekki lögreglunni til þess, en smám saman kemur í ljós að hún þekkti systur sína ekki eins vel og hún hafði haldið. Hermann Stef- ánsson þýddi bókina, JPV gefur út. Snemma í Að vetrarlagi, nýrri skáldsögu Isabel Allende, heldur háskólaprófessor í Brooklyn af stað til læknis í byl á vanbúnum bíl. Á heimleiðinni ekur hann á bifreið ungrar konu, ólöglegs innflytjanda frá Gvatemala. Unga konan vill ekki komast í tæri við lögregl- una og forðar sér, en leitar síðar á náðir pró- fessorsins og biður um hjálp. Hann veit ekki hvernig á að bregðast við og leitar í öngum sín- um til leigjanda síns, sem er frá Síle. Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi, Mál og menning gefur út. NÝJAR BÆKUR Fyrir um það bil mánuði hreppti írska skáldkonanSally Rooney helstu bókmenntaverðlaun Írlandsfyrir skáldsöguna Normal People. Þeirri bók var víðar vel tekið, enda fékk hún bókmenntaverðlaun Waterstones-bókakeðjunnar sem bók ársins, var tilnefnd til bresku Booker-verðlaunanna áður en hún kom út, dag- blaðið Times valdi hana bók ársins, hún fékk Specsavers- verðlaunin og Costa-verðlaunin sem skáldsaga ársins í síð- ustu viku. Allt hefur þetta aukið mjög áhuga fólks á bókinni og svo mjög að breska dagblaðið The Guardian birti frétta- skýringu í byrjun vikunnar þar sem reynt var að grafast fyrir um það hvers vegna bókin væri svo vinsæl; svo vin- sæl, segir í greininni, að bóksalar hafi birgðir tiltækar við búðarborðið og setji skilti út í glugga þegar þeir eigi eintök af henni. Í greininni kemur einnig fram að Normal People sé bók sem fólk kaupi mörg eintök af, eintök til að lesa og eintök til að gefa vinum – greinarhöfundur fer einmitt í bókabúð til að kaupa af henni þrjú eintök. „Þetta er bara ég“ Normal People er önnur skáldsaga Sally Rooney, sú fyrri, Conversations with Friends, kom út 2017, þegar Rooney var hálfþrítug, en bókin kom út á íslensku á síðasta ári á vegum bókaútgáfunnar Benedikts. Bjarni Jónsson þýddi bókina sem heitir Okkar á milli í íslenskum búningi. Rooney hefur lýst því að hún hafi verið sískrifandi frá barnsaldri og fyrstu skáldsöguna hafi hún skrifað fimmtán ára gömul, sem hún segir hafa verið „algjört drasl“. Hún vakti síðar athygli fyrir greinaskrif og smásögur en Okkar á milli var víst smásaga sem varð of löng. Rooney hefur tekið þátt í pólitískum deilum á Írlandi – reyndar koma skoðanir hennar vel í ljósi í lokaorðun greinar sem hún skrifaði fyrir London Review of Books í tilefni af fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi um að fella úr stjórnarskránni ákvæði sem bannaði fósturrof: „Ég fæddist sama ár og lögregla ruddist inn í Virgin- plötubúð vegna þess að hún seldi smokka án þess að lyfja- fræðingur væri á staðnum. Tveimur árum áður en sam- kynhneigð var afglæpavædd. Fjórum árum áður en lög- skilnaðir voru leyfðir. Tuttugu og sjö árum, vonandi, áður en áttunda stjórnarskrárákvæðið var fellt úr gildi.“ Þegar Okkar á milli kom út varð blaðamönnum tíðrætt um að Sally Ronney væri J.D. Salinger Snapchat- kynslóðarinnar, en í viðtölum vegna Normal People gefur hún lítið fyrir þann frasa, hún hafi aldrei ætlað sér að tala fyrir hönd annarra en sjálfrar sín, það sé henni nógu erf- itt: „Ég vil ekki hljóma eins og ég sé vanþakklát, vegna þess að fólk er að segja indæla hluti um mig, en ég er ekki einu sinni að reyna að vera rödd lítils brots kynslóðar, ekki einu sinni ungra kvenna minnar kynslóðar eða írskra kvenna minnar kynslóðar. Þetta er bara ég.“ Rooney og venjulegt fólk Skáldkonan Sally Rooney hefur slegið í gegn víða um heim á síðustu árum, þó ekki liggi eftir hana nema tvær bækur, sú seinni nánast nýkomin út. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Metsölu- höfundurinn Sally Rooney.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.