Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 37
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP Sjónvarp Símans hóf í vikunni sýningar á spennuþáttunum Escape at Dannemora sem byggðir eru á sönnum atburðum. Árið 2015 struku tveir dæmdir morðingjar úr fangelsi í New York-ríki í Bandaríkj- unum og nutu við það aðstoðar konu sem starfaði í fang- elsinu. Stórskotalið leikara kemur fram í þáttunum en aðalhlutverkin eru í höndum Benicio del Toro, Patriciu Arquette og Paul Dano. Þættirnir hafa fallið í frjóa jörð hjá gagnrýnendum en ekki eru þó allir sáttir. Þannig hefur konan sem hjálpaði föngunum að strjúka, Joyce Mitchell, kallað leikstjórann Ben Stiller hraðlyginn tík- arson. „Honum er slétt sama um sannleikann. Vill bara græða milljónir á mér. Hann er fábjáni.“ Kallar Stiller tíkarson Patricia Arquette í hlutverki Joyce Mitchell. Showtime ÞJÓFNAÐUR Dee Snider, hinn skeleggi söngvari málmbandsins Twisted Sister, notar orðið flautaþyrill um ástralska stjórnmálamanninn Clive Palmer, sem notað hefur erkislagarann We’re Not Gonna Take It í auglýsingaskyni fyrir flokk sinn Sameinuð Ástralía. Ver Palmer gjörninginn með þeim orðum að hann hafi samið nýjan texta. „Ég gleðst yfir því að Clive kunni að meta lagið mitt en hann þarf augljóslega að kynna sér höfundarréttarlöggjöfina betur,“ tísti Snider. Árið 2015 gaf Snider Donald Trump leyfi til að nota sama lag í kosningabaráttu sinni í Bandaríkjunum en þeir eru kunningjar. Afturkallaði þó leyfið þegar hann gerði sér betri grein fyrir hugmyndafræði Trumps. Líður ekki að höfundarverki sé stolið Dee gamla Snider er ekki skemmt. Leikarinn Bryan Cranston kveðst hafa verið í fullum rétti þegar hann tók að sér hlutverk fatlaðs manns í bandarísku kvikmyndinni The Upside, sem er endurgerð af hinni vinsælu frönsku mynd The Intouchables, en aðstandendur myndarinnar hafa sætt gagnrýni fyrir að velja ekki leikara sem í raun og veru er fatlaður til að fara með hlutverk milljarðamærings- ins sem er lamaður og í hjólastól. Í samtali við fréttaveituna Press Association kveðst Cranston hafa tekið hlutverkið að sér á faglegum forsendum. „Sem leikarar erum við beðin um að vera annað fólk, leika annað fólk. Fyrst ég er gagn- kynhneigður vel stæður hvítur eldri karlmaður get ég þá ekki leikið fátækan mann eða samkyn- hneigðan mann? Við lifum í heimi gagnrýni og fyrst við treystum okkur til að fara á fætur á morgn- ana og reyna að láta að okkur kveða verðum við að geta tekið gagnrýni. Við erum mjög með- vituð um þörfina fyrir að gefa fötluðu fólki aukin tækifæri.“ Kevin Hart fer með hitt aðal- hlutverkið í myndinni, manninn sem annast auðkýfinginn og vingast við hann. Stutt er síðan Hart hætti við að kynna óskars- verðlaunahátíðina, sem stendur fyrir dyrum, vegna gamalla um- mæla sinna um samkynhneigð. Bryan Cranston og Kevin Hart í The Upside sem frumsýnd var í Bandaríkj- unum og Bretlandi fyrir helgina. Um er að ræða endurgerð The Intouchables. STX Entertainment KVIKMYNDIN THE UPSIDE SÆTIR GAGNRÝNI Ófatlaður leikur fatlaðan Scarlett Johansson hætti í fyrra við að leika transmanneskju í myndinni Rub & Tug eftir harða gagnrýni. AFP Ítalska óskarsverðlaunamyndin Cinema Paradiso verður sýnd undir merkjum Bíóástar á RÚV á laugardagskvöldið. Myndin sem er frá 1988 fjallar um kvikmyndagerð- armann sem rifjar upp æskuár sín í litlum bæ á Sikiley þar sem ástríða hans fyrir kvik- myndagerð kvikn- aði fyrst. Stöð 2 er líka í klassíkinni en á laugardagskvöldið er á dagskrá engin önnur en Rocky Horror Picture Show. Skóla- krakkarnir Brad og Janet eru á leið til fundar við háskólaprófessor. Á leiðinni bilar bíllinn og þau leita að- stoðar í nærliggjandi húsi þar sem klæðskiptingurinn Frank N. Furter ræður ríkjum. Sjónvarp Símans veðjar á rómantíkina en Legally Blonde með Reese Witherspoon og Luke Wilson er þar á dagskrá á laug- ardagskvöld. Þegar kærastinn segir ljóskunni Elle Woods upp ákveður hún að elta hann í laganám. SJÓNVARPIÐ UM HELGINA R GUNA GÓÐAR I Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.