Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 40
SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2019 „Kvikmynd sem gerir landamærin mennsk,“ er yfirskrift lofsamlegs dóms sem birtist í The New York Times um kvikmynd Ísoldar Uggadóttur; Andið eðlilega. Myndin sem frumsýnd var á Íslandi er nú komin á Netflix í Bandaríkjunum og víðast hvar annars staðar í heiminum en þó ekki það íslenska, að minnsta kosti ekki enn. Andið eðlilega hefur fengið lofsamlega dóma um allan heim og verið sýnd á kvikmyndahátíðum um heim allan síðasta árið og vekur ekki síður athygli á Netflix um þessar mundir og var valin á topp tíu listann yfir bestu kvikmyndir og sjónvarpsþætti Netflix í janúar af írska Times. Í dómi The New York Times segir að Andið eðlilega reiði sig ekki á þær klisj- ur sem birtist svo oft í kvikmyndum þegar tvær ólíkar manneskjur þróa með sér vináttu. Þess í stað heilli myndin áhorfandann með djúpri, hljómmikilli frásögn sem sýni vel þegar öryggi tilveru fólks er kippt undan því og jafnframt þann styrk sem við búum yfir þegar við höldum að við séum algerlega bjargarlaus. Gagnrýnandi The New York Times fer lofsamlegum orðum um Andið eðlilega. Mannúð á landamærum Ísold Uggadóttir hefur haft í mörg horn að líta á árinu en kvikmynd hennar hefur verið sýnd og verð- launuð víða á árinu. Morgunblaðið/Hari Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, fær fleiri lofsamlega dóma eftir að myndin kom til sýningar á Netflix fyrir nokkrum dögum. Enda þótt Ísland hafi eflaust ver- ið fjær heimsmenningunni árið 1929 en í dag gerði Nýja bíó sitt besta til að færa landanum reyk- inn af helstu réttunum. Þannig var á boðstólum í byrjun árs kvikmyndasjónleikur í níu þátt- um, „sem er æfintýrið um hina heimsfrægu dansmær, sem blöð- in eru við og við að minnast á. Engin dansmær hefir í seinni tíð vakið meiri eftirtekt er Joseph- ine Baker, og eitt er víst, að margir hjer bíða eftir mynd þessari með eftirvæntíngu“, sagði í auglýsingu á forsíðu Morgunblaðsins og ekki veitti líklega af að skrifa orðið eft- irvæntíng með í-i. Ennfremur kom fram að myndin væri „bráðskemtileg og skrautleg“ og að börn innan 14 ára fengju ekki aðgang. „Sýn- ingar kl. 7 (Alþýðusýning) og kl. 9,“ sagði að lokum en ekki kom fram í hverju munurinn á þeim gerðum sýninga væri fólginn. Skammt var stórra högga á milli í Nýja bíói en sama dag, sunnu- daginn 13. janúar 1929 kl. 4 síð- degis, flutti Sigurður Vigfússon frá Kálfárvöllum fyrirlesturinn „Á hvaða braut eru leiðtogar at- hafnalífsins?“ Aðgöngumiðar voru seldir hjá Eymundsson og við innganginn. GAMLA FRÉTTIN Fín mynd, Josephine Blöðin voru við og við að minnast á hina fransk/bandarísku Josephine Baker árið 1929 enda höfðu fáar dansmeyjar vakið meiri eftirtekt í seinni tíð. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Zooey Deschanel leikkona Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona Anna Friel leikkona BORGHESE model 2826 L 220 cm Leður ct. 15 Verð 489.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla SAVOY model V459 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 305.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,- ESTRO model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- RELEVE model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,- MENTORE model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.